Vikan


Vikan - 21.02.1980, Page 37

Vikan - 21.02.1980, Page 37
Erlent: Margaret Thatcher: Bauð skátunum í te. MAGGA OG UPPVASKIÐ — Jafnvel forsætisráðher;a verður að vita eitthvað um heimilishald, er haft eftir Margaret Thatcher. Og maðurinn hennar fullyrðir að hún sé alveg ágætis húsmóðir þrátt fyrir stjórnmálastússið. Svo að það hefur ekki bara verið út í bláinn að járnfrúin fékk þá frá- bæru hugmynd að vinna inn fé til góðgerða með uppvaski. Hún fékk 60.000 breska skáta til að vinna í heilan dag við uppvask á hótelum — kaup- laust. Launin runnu öll til aðstoðar við nýjar land- búnaðaráætlanir í Nepal. í þakklætisskyni bauð Margaret Thatcher hópi af skátum heim til sín í te þar sem hún afhenti þeim heiðursbikar fyrir vikið. Skop Ég bað ekki um spaghetti- samloku! Þaö er ágætt að vera giftur — alla vega betra en aö vera alltaf aö röfla við ókunnuga. BARNARD SYNGUR VIÐ PIZZU BAKSTUR Þeir 120 gestir sem boðið var til opnunar nýs, ítalsks matsölustaðar með sérrétti fengu svo sannarlega heilmikið til að undrast yfir. Þvi að Barnard ásamt söngvaranum John Paul Young við opnun hins nýja matsölustaöar. eigandinn, Christian Barnard, sem hingað til hefur verið þekktastur sem hjartasérfræðingur og kvenna- maður bauð ekki bara upp á spag- hetti og parmaskinku. Heiðurs- gestur kvöldsins var söngvarinn John Paul Young, sem þekktur er fyrir lög eins og Love is in the air og Standing in the rain og tók hann lagið fyrir prófessorinn, sem nú virðist hafa snúið sér að pizzu- bakstri í stað hjartauppskurða. Bamard stóðst ekki mátið, heldur þusti upp á sviðið til söngvarans og tók með honum lagið. Þeir sungu saman gamla, skoska þjóðlagið Ol’lang Syne við mikla hrifningu gestanna og fádæma undirtektir. Því það er ekki á hverjum degi sem fólk er kynnt fyrir syngjandi og bakandi hjartasérfræðingi. Á ströndinni Það þarf góð bein . . . Hið Ijúfa líf hefur augljós áhrif í vexti Christinu Onassis og hvergi kemur sá vöxtur eins berlega í Ijós og á baðströndinni. Það þarf góð bein til þess að þola góða daga og samkvæmt þessari mynd af Christinu, sem tekin er á strönd eyjunnar Skorpios, er ekki vanþörf á þvi aðbeinin séu sterk. við kynnum einn nýjan frá Póllandi PDLDNEZ POLDNEZ er óvenju g/æsilegur bíll á ótrúlega góðu verði eða aðeins frá kr. komið á 4.200.000. BÍLASÝNINGUNA UM NÆSTU HELGI FÍAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI DAVÍÐ SIGURÐSSON hf SfÐUMÚLA 35. SfMI 85855. 8. tbl. Vikan 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.