Vikan


Vikan - 21.02.1980, Qupperneq 38

Vikan - 21.02.1980, Qupperneq 38
Vikan og Neytendasamtökin Hristan lcngst til vinstri er úr plasti. Nokkur börn voru aö leik og spiluöu á hrist- una, en þá sprakk hún og út ultu blýhögl! Græni naghringurinn er úr mjúku plasti, en inni i hringnum er hringla úr haröplasti. Sex mánaöa drengur hafði hana milli handanna, henti henni í gólfið og hún brotnaði — út ultu plastkúlur á stærð við hrísgrjón. Leikföng ættu alls ekki að vera úr harðplasti. Rauða hringlan er úr mjúku plasti en rifnaði á samskeytum, þegar lítil stúlka hafði hana i höndunum, og yfir hana hrundu „plasthrísgrjón”. Litli trompetinn er varhugaverður. Munnstykk- ið er illa fest og barnið nagar það strax af. Hringlan lengst til hægri er eina leik- fangið á þessari mynd sem ekki er gert úr svo smáum hlutum að hætta stafi af. Bæði börn og fullorðnir eru hrifin af tréleikföngum. Yfirleitt eru það æskileg leikföng, sterk og einföld. En eins og sjá má á myndinni eru kubbarnir og litlu lestarfarþegarnir það smáir hlutir að börn gætu hæglega gleypt þá. Ef trélcikföng eru límd saman er ástæða til að forðast þau. Þegar barnið sýgur og nagar leikfangið getur límið leyst upp og hluturinn fallið sundur. Gefið bömum EKKIteíLng Leikföng, sem sett eru saman úr ótal smáhlutum, eru stórhœttuleg. Börnin geta plokkað sundur leikföngin og troðið smáhlutum í öndunarfæri og eyru. í hringlum og brúðum eru stundum litlar plastkúlur. Hættu- legustu leikföngin eru þó þau sem innihalda smáhluti sem ekl i sjást. Það er vissulega umhugsunarefni hvað skal velja þegar við ætlum að kaupa leikföng fyrir börn — ekki sist þau yngstu. í mesta sakleysi gefum við barninu i hönd hringlu, sem það skemmtir sér við að hrista, en ef hún brotnar við ónijúka meðferð hrynja út plastkúlur eða annað álíka og þá er alltaf hætta á að barnið troði þessu i vitin á sér. Börn undir þriggja ára aldri troða næstum öllu i munninn. Þau vilja prófa, bragða, sjúga og kynnast umhverfi sinu á þennan hátt. Við verðum því að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart þessum aldurshópi. Það er allmikið um það að aka verður börnum á slysavarðstofu eftir að þau hafa gleypt smáhluti eða troðið þeim í vitin á sér. Leikföng, sem við ætlum börnum yngri en þriggja ára, ættu ekki að vera samsett úr ótal smáhlutum eða úr þannig efni að þau brotni auðveldlega. Það er erfitt að geta sér til um hvaða tróð er t.d. notað i dúkkur. Sumar eru fylltar með litlum plastkúlum sem geta lent ofan I barnið — jafnvel ofan i lungun. Þvi miður er það svo að merking leikfanga er ófullkomin og engar varúðarmerkingar á íslensku. Það er ekki óaigengt að lesa enska eða þýska varnartexta, en ekki hægt að ætlast til að ölluni sé tamt að lesa erlend tungumál. Þvi miður er leikfangaúrvalið i islenskum verslunum heldur tilviljana kennt. Vissulega eru þó til verslanir sem leggja alúð við vöruval og að leiðbeina kaupendum varðandi heppileg leikföng fyrir hvern aldurshóp barna. Vert er að aðgæta vel hvern þann hlut sem barni er gefinn. Leikföng, sem brotna og losna sundur, eru stórhættuleg og ábyrgðar- hluti að láta i hendur smábarna eitthvert drasl. Við skulum lita á myndirnar sem hér eru á síðunum. Á þeim getur að lita ýmislegt sem varhugavert er að fá óvita í hendur. Birt í samráði virt Neytendasamtökin. Þtð.: S.H. úr Rád och Rön. 38 Víkan 8. tbl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.