Vikan


Vikan - 17.04.1980, Síða 4

Vikan - 17.04.1980, Síða 4
Vikuspjall ÞAÐ ER EKKI ERFITT AÐ STANDA MEÐ GUNNARI Um fáa menn hefur staðið jafnmikill styrr að undanförnu í íslensku þjóðlífi eins og dr. Gunnar Thoroddsen, sem eftir langa og stranga stjórnarkreppu tók loks af skarið og myndaði ríkisstjórn. Og hvemig bitnar sá moldreykur, sem óhjá- kvæmilega hlýtur að þyrlast upp er um sllk stórmál er að ræða, á hinum nánustu? Við spurðum eiginkonu Gunnars, frú Völu Ásgeirsdóttur, hver viðbrögð hennar hefðu verið: — Auðvitað hef ég tekið nærri mér ýmislegt sem sagt hefur verið og skrifað um Gunnar að undanförnu. Þar er oft farið með rangt mál og honum gerðar upp alls kyns sakir. Slíkt er alltaf særandi. Annars er Gunnar þannig maður að það er ekki erfitt fyrir manneskju, sem þekkir hann jafnvel og ég, að standa með honum. Hann tekur öllu með ró og er ákaflega heilsteyptur í þvi sem hann gerir. — Nú var faðir þinn, Ásgeir Ásgeirsson, líka stjórnmálamaður auk þess sem hann varð síðar forseti Islands. 4 Vikan 16. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.