Vikan


Vikan - 17.04.1980, Side 6

Vikan - 17.04.1980, Side 6
Vikuspjall ÞAÐ ER EKKI ERFITT AÐ STANDA MED GUNNARI Það má kannski segja að þú sért fædd inn i hlutverkið sem eiginkona stjórn- málamanns? — Nei, alls ekki. Við systkinin hlutum ekki neitt frábrugðið uppeldi frá því sem gerðist með íslensk börn á þessum tíma. Við vorum t.d. snemma send í sveit á sumrin og þar sem vélvæðingin var þá mun skemmra á veg komin en nú var hægt að nota okkur krakkana til hinna fjölbreyttustu verka. Á veturna var það svo skólinn, en ég útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavik. Hann var og er mjög góður skóli, stúlkur sem útskrifuðust þaðan voru eftirsóttar í vinnu. Ég var líka eitt ár í skóla í Sviþjóð, en trúlofaðist svo Gunnari 18 ára gömul. Ári seinna gengum við i hjónaband. Hann var þá prófessor við lagadeild Háskólans. — Nú voru þeir faðir þinn og hann á öndverðum meiði hvað stjórnmála- skoðanir snerti. Kom aldrei til árekstra? — Nei. Þeir gátu sem skynsamir menn rökrætt hlutina sín á milli á friðsamlegan hátt þrátt fyrir skoðana- mun. — En þú sjálf? Hafðir þú áhuga á stjórnmálum áður en þú giftist Gunnari? — Mér hefur alltaf þótt gaman að fylgjast með stjórnmálum, Skoðanir minar voru ekki fastmótaðar á þessu sviði þegar ég giftist, þar sem ég var svo ung. Þaðkom því seinna. — Nú hlýtur kona í þinni stöðu að verða að sinna ýmsum opinberum skyldum sem valda því að hún hefur minni tíma til að sinna eigin áhugamálum? — Að vísu, þótt það sé nú kannski í minna mæli hér á landi en viða annars staðar. Mestu umsvifin í þessu sambandi voru vafalaust í borgarstjóratíð Gunnars. Það þótti sjálfsagt að borgar- stjórahjónin væru viðstödd samkomur og hóf hinna ýmsu félagssamtaka. Einnig fylgdu þessu starfi ferðalög og heimsóknir til annarra höfuðborga i Evrópu. Þetta var að vissu leyti skemmtilegt og ég kynntist þannig mörgu eftirminnilegu fólki bæði ' „Chiffonnier" úr dánar- búi Jóns Sigurðssonar forseta og konu hans, frú Ingibjargar, en uppeldisfaðir frú Valgerðar Jónsdóttur, ömmu Völu, Tryggvi Gunnarsson, keypti þaðan margan góðan gripinn. utanlands og innan. En ég hafði áhyggjur af þvi að fá ekki nægan tíma til að sinna börnunum okkar fjórum nógu vel sem þá voru enn á bernskualdri. — Nú varstu sendiherrafrú í Danmörku í tæp fimm ár. Hvernig féll þér dvölin þar? — Mjög vel. Það er þroskandi að kynnast af eigin raun lífi og lífsskoðunum fólks af öðru þjóðerni. En þótt það víkki óneitanlega sjóndeildar- hringinn að búa um skeið i öðru landi vildi ég hvergi búa til langframa annars staðar en hér. — Hver eru áhugamál þín? — Lestur góðra bóka, sundiðkun, ferðalög um landið og síðast en ekki sist störf að félagsmálum. Ég starfa t.d. í kvennadeild Rauða krossins og þá einkum í sambandi við félagsstarf eldri borgara sem Reykjavíkurborg hefur yfir- umsjón með. Það er bæði skemmtilegt og þakklátt starf. Mér finnst sú þróun að einangra fólk eftir aldri og skipta því niður á stofnanir uggvænleg hvort sem í hlut á gamalt fólk eða börn. Tengsl á milli allra aldurshópa eru þvert á móti bráðnauösynleg. Eins kemur aldurs- takmark I sambandi við vinnu hart niður á mörgu fólki. Yfirleitt er það svo einstaklingsbundið hvað fólki helst lengi á vinnuþreki sínu að ég tel hæpið að draga skilin við ákveðinn árafjölda. — Að lokum, er nokkuð sérstakt sem þú vildir að hefði verið öðruvísi í þínu lífi? — Nei. Að visu sé ég eftir að hafa ekki farið í menntaskóla. En það er ekki af því að ég haldi að það hefði breytt neitt lífi mínu i stórum dráttum. Mér hefur aldrei þótt neinn vansi að þvi að vera „bara húsmóðir” sem um tima þótti ekki veglegt hlutskipti. En þau sjónarmið eru nú sem betur fer að breytast. Sjálf á ég bágt með að skilja að þau störf sem vinnumarkaðurinn hefur upp á að bjóða geti verið neitt innihaldsríkari eða gagnlegri en að búa börnin sín sem best undir lífið. Mér finnst að fremur beri að harma þá þjóðfélagsþróun er kemur í veg fyrir að foreldri geti sinnt börnum sinum sem skyldi. JÞ 6 Vikan 16. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.