Vikan


Vikan - 17.04.1980, Page 15

Vikan - 17.04.1980, Page 15
Átta stúlkur á aldrlnum 15-19 ára keppa um titílínn „Fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1980”. Sigurvegarinn verður krýndur i Reykfavik i lok mai nk. Vikan, HljómplötuútgáSan og ferda- skrifstofan Úrval hafa tekið höndum saman um val á fulltrúa ungu kynslóöarinnar 1980. Glæsileg verðlaun verða í boði, feröavínningar, fataúttektir og margt fleira en hæst hlýtur að sjálfsögðu að bera að sigur- vegarinn mun halda til Manilla á Filippseyjum og taka þar þátt í alheimskeppninni um „Miss Young International ’80”. Ekki verður eingöngu dæmt eftir útliti, hvorki hér né á Filippseyjum, heldur verður einnig og ekki síður tekið tillit til hæfileika keppenda sem þeir að sjálf- sögðu verða að sýna og sanna í keppninni sjálfri. íslenskar stúlkur hafa áður tekið þátt í „Miss Young International” og stundum náð langt, meira að segja sigrað einu sinni en það var þegar Henný Hermannsdóttir fór til Japan og krækti i fyrsta sætið 1968. Nokkrum árum síðar varð Helga Eldon i þriðja sæti i þessari sömu keppni. Við íslendingar erum þvi ekki að halda á brattann að þessu sinni heldur að verja unna titla. Vikan mun kynna og birta litmyndir af öllum keppendum, tvær í hverju blaði, og hefst sú kynning i 17. tbl. sem út kemur 24- april nk. f næstu þrem blöðum þar á eftir munu stúlkurnar svo birtast ein af annarri. Henný Hermanns tók þátt í keppninni 1968 og það endaði með því að hún var kosin „Miss Young International” í Japan sama ár. 16. tbl. Vikan 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.