Vikan - 17.04.1980, Síða 17
Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttir
honum. Hann vonaði að kaldhæðni ör-
laganna hagaði því ekki þannig að
barnið erfði útlit hans.
Hann langaði til að sýna henni sam-
heldni á meðgöngutímanum, færa henni
kótelettur á ólíklegasta tíma sólarhrings
eöa hlaupa hvenær sem væri út til að
kaupa ís. En hún sýndi enga af þessum
sigildu duttlungum vanfærrar konu. t
stað þess færði hann henni oft blóm, en
það hefði honum hér áður fyrr þótt
óþarfa rómantík.
Jóhanna átti óvenju auðvelt með
svefn þó hún væri komin á sjöunda
mánuð. Næturnar voru honum mun
erfiðari. Hann bylti sér í rúminu milli
svefns og vöku, haldinn einhverri
Henry i
Kramer gegn Kramer: Hvernig fer
einstæður faðir að þvi að ala upp
bam sitt?
Meryl Streep:
Móðirin sem þoldi
ekki að vera
innilokuð á
heimilinu
undirbúningi: Föt, sængurföt, vöggur,
leiktæki, næturlýsingar, vagnar og
heppilegt nafn á barnið.
Jóhanna átti þó mun auðveldara með
að sökkva sér niður í slík smáatriði sem
kosti og galla barnastóla. Hvort heppi-
legra væri að hafa þá með kúlum á
snúru sem bamið gæti leikið sér að eða
ekki. Þó að þetta væri fyrsta barn
hennar talaði hún þegar um allt þessu
viðkomandi af mikilli fagmennsku og
Ted fannst að það hlyti að stafa af þvi að
það er hverri konu svo eðlilegt að verða
móðir. Allt hennar líf snerist um hugtök
sem voru honum framandi, eins og
burðarkörfur og hlífðargrindur með
þroskamyndum.
Á meðgöngutímanum keypti Jóhanna
allan sinn fatnað í versluninni „Lady
Madonna”. Honum fannst nafnið við-
eigandi því sjálf var hún fegursta ímynd
verðandi móður. Húð hennar glóði,
augun ljómuðu og hinn vitri dr. Fisk
hafði séð til þess að hún var hin hreinlífa
mær í orðsins fyllstu merkingu. Jóhanna
Kramer var áberandi falleg kona. Hún
var að vísu of lágvaxin, 161 cm, til að
vera sýningarstúlka en hún hefði auð-
veldlega getað verið leikkona. Hún var
grannvaxin, hárið sítt og svart, fíngert
nef, stór og brún augu, dálítið barmmikil
miðað við önnur hlutföll. Ted kallaði
hana „laglegustu stelpuna í öllu ná-
grenninu”. Hann var ekki eins öruggur
hvað eigið útlit snerti. Sæmilega aðlað-
andi maður, 175 cm á hæð, brún augu,
hárið ljósbrúnt. En hann var ekki
ánægður með nefið á sér. Það var of
stórt og hárið var þar að auki farið að
þynnast. Hann var það óöruggur með
sjálfan sig að honum fannst mest til sin
koma þegar Jóhanna var í fylgd með
óljóárt; *flögrandi tilfinningu sem hann
'lSíeííkf ajýeg'gert sér grein fyrir.
Samkomustaðurinn var brúnt múr-
steinshús í Greenwich Village. Kennar-
inn hafði fögur orð um að konurnat
næðu fullri stjórn á líkama sinum. Það
féll í góðan jarðveg. Enginn virtist taka
eftir þeirri þversögn sem lá í fullri
líkamsstjórn og tiu, úttútnuðum konum,
sem sumar hverjar áttu jafnvel erfitt um
gang. Hins vegar var hinum verðandi
feðrum lofað virkri þátttöku i fæðingu
barna sinna. Kennarinn var áhugasöm
ung kona i leikfimibúningi, eini kven-
maðurinn í hópnum með flatan maga.
Mitt í fjörugum samræðum um fylgju
var Ted allt í einu farinn að hafa kynóra
um hana og þennan flata maga. Hann
tók það sem merki þess að draumar hans
um afbrigðilega feitar konur væru á
enda.
Draumamaginn hans tók nú til við að
kynna ýmislegt sem olli Ted töluverðri
geðshræringu. Hún varpaði skugga-
myndum á tjald, þær sýndu þróun fóst-
ursins í minnstu smáatriðum. 1 kjölfarið
fylgdu svo myndir af nýfæddum börn-
um, glaðvakandi mæðrum og feðrum
sem Ijómuðu af hamingju. Þetta voru
raunveruleg börn, ekki falin í bókum eða
kviði mæðra sinna. Ný, sprelllifandi per-
sóna i lífi hans.
Næsta dag sat hann í matarhléi sínu á
tröppum bókasafnsins við 42. götu og
hámaði í sig is. Hann var búinn að at-
huga hvað það kostaði að auglýsa fæð-
ingu bamsins hjá Lord & Taylor en átti
eftir að athuga betur verðið á vöggum
hjá Saks. Og þá rann allt í einu upp fyrir
honum hver þessi óvissa, flögrandi til-
finning var. Þetta var hræðsla. Hann
var hræddur. Hann óttaðist að Jóhanna
mundi deyja. Hann óttaðist að barnið
mundi deyja. Hann óttaðist að bæði Jó-
hanna og barnið mundu deyja. Hann
óttaðist að allt væri í lagi með þau en að
hann mundi sjálfur deyja. Hann óttaðist
að hann hefði ekki ráð á að sjá fyrir
barninu. Hann var hræddur við að taka
barnið í fang sér, hann óttaðist að hann
mundi missa það. Hann óttaðist að
barnið fæddist blint, þroskaheft, lamað,
bara með annan handlegginn eða annan
fótinn, með of fáa fingur eða valbrá.
Hann óttaðist að honum væri ofaukið,
að hann yrði ekki góður faðir. Hann
sagði Jóhönnu aldrei frá þessum hugs-
unum sínum.
Hann kaus að vinna bug á þessum
ótta sínum með því að afmá hann úr
huga sér. Hann ætlaði að feta í fótspor
Guðs og hafa stjórn á öllu, ekkert skyldi
tilviljun eða vanþekkingu háð. Hann
ætlaði að verða best-æfði og best-upp-
lýsti faðirinn sem nokkru sinni hafði
verið viðstaddur eðlilega fæðingu. Hann
einbeitti sér mjög i hinum vikulegu tím-
um. Honum fannst sem hann gæti raun-
verulega séð inn í iður Jóhönnu með
röntgenaugum eins og hvert annað ofur-
menni og virt fyrir sér legu barnsins.
Þegar Jóhanna tók að finna fyrir aukn-
um óþægindum á níunda mánuði
reyndist hann henni ótrúlega hjálplegur.
Samkvæmt tillögu hans æfðu þau önd-
unaræfingarnar saman á hverjum degi.
Hann var hinn fyrirmyndar verðandi
faðir.
Við lok námskeiðsins í eðlilegum
fæðingum var sýnd kvikmynd í skóla
nokkrum sem sýndi raunverulega fæð'
ingu samkvæmt þessum kenningum^
16. tbl. Vikan