Vikan


Vikan - 17.04.1980, Síða 21

Vikan - 17.04.1980, Síða 21
mér gengur vel í vinnunni. En lífið var farið að verða nokkuð einhæft. Nú stóð hún í ástarsambandi við Bill sem var kvæntur og kom í staðinn fyrir hinn kvænta Walt frá árinu áður. Hvað einhleypa menn snerti kom Stan á eftir Walt. Þar áður var það Jeff sem kom í staðinn fyrir Michael sem var arftaki Dons. Ef hún héldi svona áfram til þrítugs næði elskhugatala hennar tveimur tylftum. Og það var hærri tala en hún kærði sig um að þurfa að viður- kenna. Henni var farið að finnast hún dálitið auvirðileg og notuð. Hún tilkynnti Bill, núverandi ástmanni sínum, að helgarnar væru leiðinlegar án hans og ögraði honum með þvi að heimta að hann byði henni heim til Stamford. Auðvitað var það ekki hægt svo að þau gerðu það næstbesta úr málinu — hættu að vera saman. Ted var ekki næstur. Hún hélt honum volgum. Þegar hér var komið sögu var Ted orðinn rúmlega þrítugur. Hann hafði kynnst mörgum konum en engri til frambúðar. Hann hafði lokið prófi i viðskiptafræði frá háskólanum í New York og það skar honum raunverulega víðan stakk hvað starfsmöguleika snerti. Hann fékk sér vinnu sem sölumaður hjá litlu raftækjafyrirtæki, gegndi sex mánaða herþjónustu sem varaliðsmaður og vann í eitt ár sem sölumaður fyrir heildsala. Hann hafði engan hug á að ganga inn í fjölskyldufyrirtækið. Faðir hans rak veitingastofu í stóru verslunar- hverfi og var síkvartandi: — Ég veð upp fyrir haus í kjúklingasalati og drasli. Ted óskaði ekki eftir því hlutskipti fyrir sjálfan sig. Roskin, lífsréynd kona gaf Ted það mikilvægasta ráð sem hann hafði nokkru sinni fengið hvað atvinnu- val snerti: — Það eru mistök hjá þér að reyna að selja vöru. Þú ert ekki nógu frekur. — Hvað áttu við? spurði hann auðmjúkur. — Þú ert greindur. Þú getur selt, en allt annað en vörur. Það sem þú gætir selteru hugmyndir. Nokkrum vikum siðar hafði hún útvegað honum vinnu við að selja hugmyndir. Hann seldi auglýsingapláss fyrir keðju af tímaritum ætluðum karlmönnum. Slíkur sölumaður þurfti að vera vel að sér í markaðsöflun og markaðskönnunum, starfið krafðist góðrar greindar og Ted, sem bjó yfir meiri greind en ágengni, naut sín i þessu starfi. Loks kom að því að Ted og Jóhanna fóru á fyrsta stefnumótið eftir sumarið. Þau neyttu kvöldverðar á veitingakrá í austurhluta borgarinnar og kvöldið reyndist það sem kalla mátti á fagmáli einhleypra: Ósköp skemmtilegt. Þau voru í biðstöðu. Þau höfðu farið út saman i borginni en það voru ýmsir sem höfðu forgangsrétt á undan Ted. Þetta var eins og biðröð í banka þar sem hver fær sitt númer: Verðbréfasali, rithöf- undurogarkitekt. Verðbréfasalinn hafði allt of miklar áhyggjur af verðbréfunum sínum, rithöfundurinn var of mikið í fíkniefnum og arkitektinn talaði allt of mikið um fyrrverandi vinkonur sinar. Ted og Jóhanna fóru á stefnumót númer tvö. Á þessum stríðsvelli einhleypra, þar sem hvert smáatriði var kannað niður í kjölinn, var Ted svo heppinn að koma með tiltölulega gáfulegt bragð. Hann bauð henni aftur á sömu krána með þeim orðum að þau hefðu átt þar svo góða stund saman. Hann gerði mátulegt grin að þeim heimi einhleypra sem bæði þekktu svo vel, var ekki jafnópersónu- legur og kærulaus og Vince, en hann var listfræðingur sem hafði verið að gera hosur sinar grænar fyrir henni og hafði jafnframt tjáð henni að honum væri svosem alveg sama um hjá hvoru kyninu hann svæfi. Hann var heldur ekki jafnvonlaus og Bob frá fjölmiðla deildinni sem gerði sér lika títt um hana og var „að þvi kominn að skilja”, stað- hæfing sem hún þekkti vel eftir samband sitt viðWalt og Bill. — Það sem ég sting venjulega upp á við þær sem ég held að mér liki við . . ., sagði Ted. — Sem þú heldur að þér liki við? — Við höfum nú ekki þekkst svo lengi. Jæja, ég sting venjulega upp á helgarferð til Montauk. — Heldurðu að við þekkjumst nógu vel til þess? Það er fallegt þar á haustin og við gætum kannski komist að því að við eigum ekkert sameiginlegt. — Eða þá að við komumst ekki að öðru en því að hann rignir alla helgina. — En hugsaðu um allan þann tíma sem við mundum spara. Og alla þá peninga sem ég mundi spara. — Ég skal athuga veðurspána. Eftir að þau höfðu farið út saman nokkur kvöld í viðbót spurði hann aftur og hún samþykkti. Hann leigði bíl og þau fengu sér herbergi á hóteli í Montauk. Veðrið var yndislegt og þau áttu heilmikið sameiginlegt. Þau lágu á ströndinni vafin teppum og trúðu hvort öðru fyrir þvi að þau væru orðin þreytt á lífinu á hinum frjálsa markaði. Að þessum trúnaðarmálum loknum fóru þau í rúmið. Það var ekki svo að skilja að Jóhanna Stern hefði valið Ted Kramer alveg sérstaklega fram yfir aðra menn sem þann eina sem hún vildi giftast. Það sem var þyngst á metunum var sú staðreynd að hún hitti hann á þeim tíma sem hún var þreytt á öllum öðrum mönnum í lífi sínu og kaus að hitta hann öðrum mönnum oftar. Á hinum frjálsa markaði þýddi það að hún mundi gerast ástmey hans og ekki sofa hjá öðrum á meðan. Svo að Ted var bara einfaldlega tímabundin aðalpersóna í lífi hennar eins og allir forverar hans. Og það sem olli þvi að enginn kom á eftir honum var vaxandi óánægja Jóhönnu með lífið á hinum frjálsa markaði. Þau eyddu sífellt meiri tíma hvort i annars íbúð. Þau bjuggu að vísu ekki saman — en þetta var þó meira en venjulegt viðhald. Ted fannst hann hafa unnið hæsta vinninginn i happdrættinu: Hún starfaði við svipuð mál og hann og þekkti þau vel, hún var enginn fávís heimalningur á hinum frjálsa markaði. hún var óvenju lagleg, stjarna i hverju strandpartiiog hanastéls- boði — og þessi kona var vinkona hans. Það voraði, en sá árstími er ávallt hættulegastur. Jóhanna fann hvernig ástarþráin fór á stjá í lendum hinna giftu framkvæmdastjóra sem vildu gjarnan eiga aðgang að einhverri skrifstofu stúlkunni þrátt fyrir dyggilegar helgar- ferðir sínar með konu og krakka. Ted var beðinn um að velja sér sumar leyfisdaga. — Við þurfum að taka alvarlega ákvörðun varðandi samband okkar. sagði hann og andartak óttaðist Jóhanna að hann ætti við enn fastari skorður á sambandi þeirra. Hún var enn ekki tilbúin til þess. — Ég er að fara i tveggja vikna sumarleyfi. Viltu eyða því með mér? — Já, þvi ekki það? — Larrý er að smala saman hópi i hús. Við gætum fengið herbergi og verið þannig saman i tvær vikur í viðbót við helgarnar. Þau höfðu hvorugt verið á Fire Island né nokkrum sambærilegum sumarleyfis- stað áður i fylgd með föstum förunaut. — Það gæti verið gaman. Framhald í næsta blaöi. 16. tbl. Vlkan 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.