Vikan


Vikan - 17.04.1980, Qupperneq 25

Vikan - 17.04.1980, Qupperneq 25
/Haselbach sam bandaríska skipið Absencon fann á lifi í björgunarbátnum Pamir 2. anna verða sjóveikir. Og þeir vita líka aö þeir munu ekki halda þetta út mjög lengi, í hæsta lagi 2-3 daga. En strax í birtingu næsta morgun verða þeir varir við leitarljós. — Skip, hrópar Dummer. — Skip! Mennirnir stökkva allir á fætur og veifa. — Hingað. Hjálp, hjálp! Þegar næsta alda hefur þá upp á arma sér sjá þeir skipið. Þeir sjá meira að segja nafnið á hliðinni: Taylor forseti. Þeir hrópa eins hátt og kraftar leyfa. En brimið kæfir raddir þeirra. Sér til skelfingar sjá þeir að skipið fjarlægist aftur. Tveir menn missa stjórn á sér og stökkva fyrir borð. Þeir ætla að synda á eftir skipinu. — Snúið við, æpir Dummer. — Eruð þiðgengniraf vitinu? Þeir hlýða ekki kallinu og Dummer stekkur í sjóinn á eftir þeim ásamt hásetanum Hans Georg Wirth. Þeim tekst að draga þá aftur um borð. En það ber engan árangur. Næsta morgun eru mennirnir báðir látnir. Báturinn lekur, hefur safnað i sig um 50 cm af vatni og hinir örmagna menn drukkna í því um nóttina. Um hádegisbil heyra þeir til flugvéla. En flugmennirnir sjá þá ekki. Skip- brotsmennirnir eru að farast úr þorsta, varir þeirra sprungnar og tungan bólgnarí munninum. Tveir mannanna standast ekki mátið og drekka sjó. Hann brennir bæði munn þeirra og maga og þeir æpa af kvölum. Síðan fá þeir ofskynjanir. Þeir sjá fyrir sér land með trjám og uppsprettuvatni. Þeir steypa sér æpandi í hafið án þess að félagar þeirra fái rönd við reist. Þriðja daginn stekkur hásetinn Klaus Diebold fyrir borð. Hann hefur misst vitið og ætlar að synda til Englands — sem er i 4000 km fjarlægð. Tveimur tímum seinna, að morgni hins 23. september, finnur bandaríska skipið Saxon björgunarbát númer fimm frá Pamir. Eiginlega er ekkert eftir af rogeR.Gallet PARI S Lúxus badvðrur hksim á klandi IHfTRV/y cJémeriókci " Síml82700 honum nema flotholtin þar sem mennirnir sitja í vatni upp að mitti. Björgun þessar fimm manna er talin kraftaverk. Og þennan sama dag skeður enn eitt kraftaverkið. Bandaríska varðskipið Absencon finnur björgunar- bát númer 2 frá Pamir. Hann er hálf- fullur af vatni en við borðstokkinn húkir hásetinn Giinther Haselbach. Hann er enn á lífi en við hliðina á honum liggur messadrengurinn látinn. Aðeins sex menn hafa lifað þetta slys af. Blöð í Þýskalandi birta dánartilkynn- ingar hinna og í einni þeirra getur að lesa: Við beygjum okkur undir vilja æðri máttarvalda... En sjóréttinum i Lubeck finnst þetta ekki nægileg skýring. Hann álítur að Pamir hefði ekki þurft að farast. 80 manns hefðu ekki látið þarna lifið ef reyndari skipstjóri hefði haldið um stjórnvölinn . . . ef byggið hefði verið lestað í pokum en ekki í lausamáli. . . ef sjórinn hefði ekki getað brotið sér leið inn um svo mörg op sem hefði mátt loka Pamir fórst vegna mannlegra niistaka en ekki af völdum æðri máttarvalda. Nú stendur björgunarbáturinn Pamir 2, sem barg lífi hásetans Giinthers Haselbachs, í Jakobskirkjunni í Lubeck. Og á hverjum jólum hengja ættingjar kransa á hann til minningar um hina látnu sjómenn. Og i kringum hann brenna hundruð kerta. tvöföld vemd í24tíma! T * ^ >1NTll PERSPIR4NT DRY Admiral svitavárinn veitir þér tvöfalda vernd. Hann hefur bæói hemil á svita og evóir Ivkt i 24 tima samfleytt. ADMIRAL. SVITAVARI fæst bæöi á spraybrúsum: - ADMIRAL DRY og á kúluflöskum: ADMIRAL ROL.L-ON. liBAUCAL i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.