Vikan


Vikan - 17.04.1980, Qupperneq 34

Vikan - 17.04.1980, Qupperneq 34
Viðtal Vikunnar bransa því betri verður hann. Sjáðu Abba! Það eru peningar og aftur peningar. Því dýrara, því betra. Annað skiptir einnig miklu máli i þessum bransa og það er að vera á hreyfingu. Menn verða að fara út og hressa sig við annað veifið. Þó Hljóðriti hér í Hafnar firði sé gott stúdíó þá getur verið meira en lítið niðurdrepandi að standa þar trekk í trekk, glápandi á sama vegginn og eiga að vera að taka upp plötu. Maður koðnar einfaldlega niður, öll sköpunargleði hverfur. Það lifnar yfir manni svo um munar þegar maður fer utan í upptökur. Krafturinn margfald- ast. Dæmin um kyrrstöðuna hér á landi hefur maður fyrir framan sig daglega. Ef hvarflar að manni að kveikja á Ríkis útvarpinu þá er Jón Múli að þylja þar eins og hann hefur verið að gera síðan ég man eftir mér. Ef maður gerir sér dagamun og bregður sér i Þjóðleikhúsið þá er Bessi, eða hvað þeir heita allir, þar i aðalhlutverki og manni finnst eins og maður sé kominn i Kardimommubaeinn aftur. Auðvitað fer eins fyrir mér ef ég sit hér kyrr á sama stað, syngjandi og spilandi fyrir Islendinga. Fólk hlýtur þá að verða þreytt á mér nema mér takist að endurnýja mig í sífellu og það gerir maður ekki nema niaður sé á hreyfingu. Hér er dælt i okkur upplýsingum hvaðanæva úr heiminum og við tökum við eins og við getum i okkur látið en sendum svo nær ekkert frá okkur á móti. Hvernig eiga listir og menning að geta þróast i þessari einangrun þar sem við gerum litið annað en neyta þess sem útlendingar matreiða ofan í okkur. Allt sem við reynum að gera sjálfstætt hlýtur að taka mið af þvi sem inn kemur. Það er staðreynd að þegar við poppararnir eruni að semja tónlist á plötur þá verðum við að taka mið af þrem eða fjórum óskalagaþáttum í útvarpinu ef einhver von á að vera til þess að lögin komist í loftið og þar með til fólksins. Ég segi ekki að við séum vitandi vits að stíla upp á þessa þætti en óafvitandi gerum við það. Það liggur Ijóst fyrir. Ég vil að reist verði mastur á Austfjörðum þar sem útvarpað yrði íslenskri tónlist yfir á meginlandið, þvi ég veit, og ég er sannfærður um, að margt af því sem islenskir hljómlistarmenn eru að gera gefur þessu útlenska dóti ekkert eftir nema síður sé. Oft á tíðum erum við jafnvel með betra efni. En þessi miðlunareinstefna sér til þess að við erum sífellt að taka eitthvað inn en látum aldrei neitt frá okkur — nema þá með sérstökum undantekningum sem eru teljandi á fingrum annarrar handar. Svo ört er þetta innstreymi að nýjasta plata Billy Joel kemur samtimis út i Bandarikjunum og á Islandi. Það er passað vel upp á slíkt en hinu minni gaumur gefinn hvað frá okkur fer og hversu viða það fer. Í þessum málum verður eitthvað að fara að gerast, annars koðnar allt niður, menn verða þreyttir og allt púðrið. sem svo sannarlega er til staðar, eyðist til einskis. Málið er að íslenskir tónlistarmenn verða að komast inn á erlenda markaði — þar eru pening- arnir og þó ekki nenia eitt einasta lag næði almennri hylli úti þá niyndi það eitt skila til baka öllu því fé sem varið hefur verið i íslenskt popp frá upphafi. Um leið yrði íslenskt popp betra þvi eins og ég sagði áðan þá skánar varan i réttu hlutfalli við þá peninga sem i hana eru settir. Margir geta að vísu kvartað nieira en ég þvi þegar ég gerði plötuna Ég syng fyrir þig þá sýndi Hljómplötuútgáfan mér það traust, eða hafði þá trú á mér. að hún útvegaði heimsþekktan útsetjara, Dell Newman. sem m.a. hefur annast útsetningar fyrir kalla eins og Art Garfunkel. Rod Stewart og Nilson. Newman er miðaldra Breti, svartur að auki, og hann útsetti strengi og blásturs- hljóðfæri i þremur lögum á þessari plötu minni. Að sjálfsögðu kostaði þetta tiltæki aukapening en ég er viss um að útkoman varð betri fyrir bragðið. En það er ekki mitt að dæma um það. „Ég hef sjálfur fengið mínar hugmyndir og ég hef útfært þær sjálfur — ég hef verið minn eigin herra. ” Sagt er að Björgvin sé harður I samningum við útgefendur og sagt er að sumir vilji ekki einu sinni semja við hann því í slíkum samningum tapi allir nema Björgvin. Er þetta satt? — Aðég sé harður í samningum? Það er ekkert spurning um það vera harður eða ekki harður, þetta er min atvinna og ég vil ekki hafa neina lausa enda i því dæmi. Ég hef alltaf verið minn eigin umboðsmaður, aldrei haft neinn annan i .því stússi og þannig hef ég getað valið þau verkefni sem ég hef tekið að mér. Ég hef fyrir bragðið aldrei þurft að gera neitt sem aðrir hafa viljað láta mig gera. Ég hef sjálfur fengið mínar hugmyndir og ég hef útfært þær sjálfur — ég hef verið minn eigin herra. Hvað með Grease-plötu HLH- flokksins, voruð þið ekki bara að krækja 34 Vikan 16. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.