Vikan


Vikan - 17.04.1980, Qupperneq 36

Vikan - 17.04.1980, Qupperneq 36
SVEFN- POKAR Svefnpokar eru mesta þarfaþing og góður poki getur fylgt eiganda sínurn alla ævi. Það ber því að vanda valið vel þegar kaupa á poka. Hægt mun að fá dúnpoka, ullarkembupoka og fiber-, polyester- og dralonpoka. Fleiri gerviefni sem notuð eru kunna að vera til. Við skulum aðeins huga að því helsta sem hafa skal í huga þegar farið or á stúfana til að kaupa góðan svefnpoka. Það getur verið jafnbagalegt að liggja og svitna i allt of hlýjum svefnpoka eins og að skjálfa í allt of þunnum og lélegum poka. Svefnpokinn þarf að vera hæfilega þykkur og hlýr til að henta við sem flest tækifæri. Segjum nú að við kaupum okkur dúnpoka. Hann er dásamlega hlýr og þægilegur, þegar hitinn er viðfrostmark, en óþolandi heitur þegar hitinn fer upp fyrir 15 stig. En ekki þurfum við Frónbúar að búast við slíkum hlýindum til jafnaðar. En þeim sem ætla sér t.d. að ferðast til útlanda að sumri og eyða þar sinu leyfi í tjaldi skal eindregið ráðiðfrá því aðdragast með dúnpoka. Það er best að taka meðsér poka úr gerviefni, léttan og ekki of þykkan. Þeir eru lika margfalt ódýrari og síður freisting fyrir þjófa. öræfin eða Grikkland Flestir munu nú átta sig á því að það er ekki sama hvort maður ætlar að sofa i pokanum sínum uppi á reginfjöllum á norður- hjara veraldar eða í tjaldi suður í Grikklandi. Það eru reyndar varla margir sem héðan fara til útlanda með það í huga að ferðast ódýrt og liggja í tjaldi, en þeir fáu sem slíkt gera mega vita að best mun að skilja fjalla- pokann eftir heima. Þeir svefnpokar sem fást hér i islandi eru bæði fluttir inn og saumaöir hér á landi. islensk framleiðsla gefur erlendri ekkert eftir og sjálfsagt að hugsa um það þegar poki er keyptur hvort ekki megi styðja íslenskan iðnað um leið. Ullarkembupokar, dún- pokar og dralonpokar eru helstu gerðir sem um er að ræða. Svo kemur til mismunandi lag pokans, lengd, ytra byrði og þykkt. Skátabúðin hefur mikið og gott úrval upp á að bjóða og þar er reynsla verslunarfólksins mjög góð. Má óhikað treysta ráðlegg- 36 Vikatt 16. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.