Vikan


Vikan - 17.04.1980, Síða 39

Vikan - 17.04.1980, Síða 39
m 7?/ var ég á þessum tíma ansi myndarlegur maður og hug- myndaríkur í sama mæli. Því hófst ósjálfrátt ráðabrugg í ástföngnum kolli mínum — ég byrjaði að skipuleggja flótta. Ég var ákveðinn í að nema mína heitt- elskuðu á brott, fara með hana alla leið til Ástralíu og giftast henni þar. En foreldrar hennar voru á varðbergi. Þau settu aukalás á herbergið hennar og bönnuðu henni í þokkabót að fara ein út á kvöldin. Því var ekki um neitt annað að ræða en að ná henni með einhverjum ráðum út um herbergis- gluggann, bera hana á sterkum örmum mínum niður stigann og hverfa á braut til fyrirheitna landsins — Ástralíu. Ég gerði lokatilráun tíl að.tala um fyrir móðursjúkum föður hennar, en hann... — Já en frændi, ég var bara að spyrja um hvar þú hefðir hitt frænlcu í fyrsta skipti? — Ég er alveg að koma að því, Viggó minn. Vertu bara rólegur og láttu mig um söguna! Hvert vorum við komnir? Jú, pabbi hennar henti mér niður stigann, alla leið ofan af þriðju hæð, með þeim afleiðingum að ég braut í mér þrjú rifbein þegar ég lenti á eldavél sem verið var að bera inn í húsið. En ég lét ekki deigan síga, varð mér úti um koffort, pakkaði jiiður og fékk lánaðan stiga. Allt eins og það átti að vera. Það var kyrrt ágústkvöld, stjörnuheiður himinn. Ég læddist með stigann í átt að gráa húsinu þar sem elskan mín sat og beið við gluggann á þriðju hæð með öndina í hálsinum og beið... — Eftir riddaranum sinum, skaut María inn i. — Ég reisti stigann upp að veggnum og byrjaði að klifra upp. Þá uppgötvaði ég mér til mikillar skelfingar að stiga- fjandinn var allt of stuttur — hann náði ekki nema upp á aðra hæð. Þarna stóð ég í stiganum með rándýra farseðlana í vasanum og það var ekki nema rúmur hálftími þangað til skipið léti úr höfn. Þetta voru þær ömurlegustu kringumstæður sem ég nokkru sinni hafði ient í. — Hvernig fórstu að því að bjarga þessu við, frændi? Klifraðir þú það sem eftir var upp á þriðju hæð? — Onei, nei, litli vinur, það var ómögulegt! En í gegnum gluggann á annarri hæð sá ég frænku þína í fyrsta skipti! Þýð.: ej / ........... FÉLAG ÍSLENZKRA HLJÓMLISTAR MANNA útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tækifœri Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl. 1 og 5 ® Bulis 16. tbl. Vikan 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.