Vikan


Vikan - 17.04.1980, Qupperneq 40

Vikan - 17.04.1980, Qupperneq 40
Myndlist Hann ákvað strax i æsku að gerast myndlistarmaður. Fór í Handíða- skólann strax og aldur leyfði og 17 ára var hann kominn til Kaupmannahafnar til að læra meira. 1 dag hanga verk hans á hundruðum íslenskra heimila enda hefur Pétur Friðrik algerlega getað helgað sig myndlistinni undanfarin 15 ár. Hann býr í stóru einbýlishúsi úti á Arnarnesi og virðist vera alger andstæða þeirra listamanna sem stöðugt lepja dauðann úr skel. Pétur vill ekki taka undir það að fólkið á Arnarnesinu sé eitthvað fínna en fólk sem býr annars staðar: — Ætli fólkið sem býr hérna sé nokkuð fínna en fólkið sem býr á Flötunum hér fyrir ofan, segir Pétur. Ég var svo heppinn, eða óheppinn, að fá þessa lóð hérna fyrir mörgum árum og byggði þetta hús á löngum tíma. Aftur á móti er allrar athygli vert að svo virðist sem sumt fólk sé öfundsjúkt út 1 mig vegna þess eins að ég skuli búa hérna. Ýmsir menn, sem ég taldi vera kunningja mína, eru hættir að tala við mig eftir að ég flutti hingað. Það er rikt í mannskepnunni að öfunda náungann og í fámenni eins og hérna kemur þessi eiginleiki skýrar i ljós. ,JÞaö er einhver ímynduð speki úr kollegum mínum,, Nú virðist það skoðun sumra að Pétur • Friðrik sé aðallega í því að fjölda- framleiða landslagsmálverk fyrir list- elska góðborgara — og það ekki af litlu kappi. Hvað segir Pétur við því? — Það er einhver ímynduð speki frá kollegum mínum hér I bænum ef þeir halda að ég sé að mála málverk eingöngu til að selja. Ég hef verið duglegur að vinna, hef verið heilsu- hraustur og hef þvi getað unnið mikið, það gerir gæfumuninn. En að ég sé að hugsa um peninga þegar ég mála, það er af og frá. Ég hef aldrei hugsað um peninga á meðan ég vinn að mynd og hef aldrei unnið mynd með því hugarfari að síðar skuli hún seld hæstbjóðanda. Hitt er aftur á móti allt annað mál ef einhver vill kaupa af mér mynd. Ég mála eitthvað á hverjum degi og hef af því mikla gleði. Þetta er mér ástríða og ef ég ekki gæti málað þá liði mér illa. — Hvers konar fólk kaupir myndirnar þínar? — Það veit ég ekkert um, það er alls konar fólk. Hvorki ríkt né fátækt. Ungt fólk sem er að koma sér fyrir kaupir af mér myndir með afborgunum líkt og aðrir kaupa sér isskáp og svo eru það safnararnir. Ég held að allir málarar hafi 40 Vikan 16. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.