Vikan


Vikan - 17.04.1980, Side 44

Vikan - 17.04.1980, Side 44
Framhaldssaga Erlent: og í gegnum hugarrótið hjá Peter gat hann ekki annað en vorkennt Chris. Maðurinn var auðsjáanlega ástfanginn af Janet. Þegar Chris var farinn fylgdi Peter Janet að dyrum íbúðar hennar. Hún sneri sér að honum. Hún hafði einnig verið að hugsa um það sem hún hafði sagt. Það gat hann séð á roðanum í kinnum hennar. Áður en hann gat stöðvað sig tók hann utan um hana og kyssti hana. Hún þrýsti sér að honum augnablik, síðan losaði hún sig úr faðmlögum hans og brosti. „Góð nótt, Janet,” sagði Peter blíðlega. „Það er gestur til þín, frú Collins. 'X- Fyrirgefðu hvað ég var vond við þig i morgun! I leitað lífsiafa Hann spurði hvort þú gætir hitt sig niðri í ganginum” Unga hjúkrunar- konan virtist vera móð. „Gestur? Núna?” Janet leit á úrið sitt. Klukkuna vantaði aðeins fimmtán mínútur í níu. Hún var inni á stofunni hjá Karen sem var einmitt nýbúin að borða morgunverð. Janet gretti sig. „Hver það?” „Hr. Jennings,” sagði hjúkrunar- konan. „Ég sagði honum að hann gæti ekki komið upp núna en hann hélt á- fram að biðja um að hitta þig svo að lokum...” „Það er allt í lagi. Ég fer niður og hitti hann.” thris stóð fyrir utan glerhrðina við stigauppganginn. Hann stófð þarna stífur og sneri bakinu i hana þar sem hann starði út í umferðina. Janet opnaði einar dyrnar. „Chris?” Hún fann fyrir ákveðnum ugg. Hann sneri sér við. Augnablik starði hann þegjandi á hana og hún tók eftir (því að hann var reiður. C,,Mér þykir fyrir að þurfa að tefja þig frá Ka'ren,” sagði'hánrt'stuttlega og augnaráð hans var hart. „Það er allt í lagi í smátíma. Chris, mér þykir fyrir því sem ég sagði i gær- kvöldi... hvernig ég sagði... ” Hann starði þegjandi á hana. „Chris Hvaðerað?" Hann talaði hægt, „Ég hef mikið að gera í dag. Ég get þvi ekki varið þessum degi í það sem ég sjálfur vildi. En ég verð að segja þér það núna að þú munt aldrei giftast þiessum Ástralíumanni!” Reiði hennar varð undruninni yfir- sterkari. „Þú komst hingað til að segja mér það? Ég held að þú hljótir að vera búinn að missa glóruna! Ég hef ekki hugmynd um hvort við munum giftast eða ekki en það síðasta sem ég get hugsað mér í bili er að eyða tíma mínum í að rífast við þig um það.” Hann hristi höfuðið. Það var eitthvað óeðlilegt við að hann skyldi ekki missa stjórn á sér, eins og hún hafði gert. „Þú munt ekki giftast honum,” endurtók hann. Hún setti hökuna fram. „Og hvað á aðstöðva mig?” „Ég!” Hann teygði fram handlegginn og hönd hans hvíldi á hurðarhúninum. Hann beygi sig yfir hana. „Ég ætla mér að koma i veg fyrir það, hvernig svo sem ég get farið að því!” Framhald í næsta blaði. Örlítið af sápuog... Við rákumst á þessa mynd i ensku timariti og fylgdi hún grein sem fjallaði um ferðamöguleika útlendinga á landinu bjarta. Myndin á víst að sýna Geysi í miklum ham en ekki sjáum við betur en myndin sé tekin í Eyjagosinu. 1 myndartexta segir að þetta sé hinn ógur- legi Geysir sem allir aðrir hverir í veröld- inni séu nefndir eftir. Bara að setja smávegis sápu í holuna . . . og þá leggst heilt byggðarlag i eyði. Geysir i miklum ham. Labbakútarnir by Bud Blake 44 Vlkan X*. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.