Vikan


Vikan - 17.04.1980, Page 45

Vikan - 17.04.1980, Page 45
VEL LAUNAÐ STARF Megan Marshack er ekki algengt nafn og það voru líka nokkuð undar- legar kringumstæður sem ollu þvi að nafn hennar komst á allra varir. Það var hún sem var hjá Nelson Rockefeller nóttina sem hann fékk hjartaáfalliðsem leiddi hann til dauða. Enn hefur ekkert sannast með það hvort Megan, sem þá var 25 ára, var ástmær hins aldna milljónamærings eða hvort vera hennar þarna var bara tilviljun. Hins vegar er sannað mál að Rockefeller greiddi henni rúma milljón i kaup — hæstu laun sem um getur fyrir einkaritara, jafnvel í Bandarikj- unum. Þar að auki lánaði hann henni 25 milljónir til að kaupa sér íbúð. Megan Marshack hvarf frá New York eftir dauða Rockefellers og lét ekki sjá sig þar i heilt ár. En nú er hún komin þangað aftur og vinnur nú sem blaðafulltrúi fyrir Alexander Cohen sem stendur fyrir leiksýningum á Broadway. Og hann borgar henni bara venjuleg einkaritaralaun: um 700.000 kr. á mánuði. ^ Sjá hér hve illan endi fær Það eru oft langar biðraðir' fyrir framan tryggingastofnunina í New York af fólki sem er að biða eftir atvinnuleysisbótum. Og nýlega sást þar kona sem fyrir fáeinum árum gat sér vafasama frægð fyrir leik sinn i einni mestu klámmynd allra tíma, Djúpt i hálsi. Nú er frægðin fyrir bi og leikkonan, Linda Lovelace. svo fjár- vana að hún verður að leita til hins opinbera sér til framfæris. Linda Lovelace: Komin á hæinn. Annars hyggst hún höfða mál á hendur framleiðendum kvikmyndar- innar fyrir að hafa dáleitt sig til að taka þátt i djörfustu senunum. Og þykir mörgum þar heldur seint i rassinn gripið... Rockefeller: Há laun... fvrir einkaritarann, Megan Marshack. albert SKEPPSHULT-hjólin frá L ERU SÆNSK GÆÐAHJÓL Kvenmannshjól og karlmannshjól, 2 stærðir. Vönduð hjól f yrir vandláta kaupendur. HAGVÍS P.O.box 85, Garðabæ, sími 410 68 SENDUM í PÓSTKRÖFU HVERT Á LAND SEM ER Glæsi/egt úrval af GÓLFDÚKUM SÍMI 33070 16. tbl. Vlkan 4*

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.