Vikan


Vikan - 17.04.1980, Blaðsíða 46

Vikan - 17.04.1980, Blaðsíða 46
Fjölskyldumál — Guðfinna Eydal Þegar unglingarnir vilja ráða Eru það unglingarnir eða foreldrarnir sem eiga að ráða hve lengi unglingurinn má vera úti á kvöldin, hvort hann má reykja eða drekka, hve mikið hann fær af fötum o.s.frv? Þessi málefni eru tíð árekstrarefni á milli unglinga og for- eldra, enda oft erfitt að finna hinn gullna meðalveg. Of mikil afskiptasemi virðist geta ógnað eðlilegri sjálf- stæðisþörf unglinga og of lítil afskipta- semi virðist oft líka vera ógnun fyrir þróun unglingsins. Dæmi Guðrún er að verða sextán ára. Hún heldur því fram að allir vinir hennar fái að vera úti til kl. tólf á virkum dögum og lengur um helgar. Það er bara hún af öllum félagahópnum sem verður að koma svona snemma heim. Hún segist ekki þola þessa afskiptasemi. Guðrún neitar þvi sem mamma hennar heldur fram um að hún eigi erfitt með að vakna á morgnana og segist aldrei hafa sofið yfir sig né vera óupplögð á daginn. Guðrún spyr mikið um það af hverju það sé bara hún sem þurfi að koma svona snemma heim þegar allir hinir hafi þessa hluti miklu frjálslegri. Mamma Guðrúnar segir að um þetta rífist þær á hverju kvöldi. Hún segir að sér sé alveg sama um „alla hina” sem Guðrún tali svo mikið um. Það hafi nefnilega sýnt sig að þegar hún hafi borið sig upp við aðra foreldra komi í ljós að það sé rangt sem Guðrún hafi staðhæft, að allir hinir megi vera lengi úti. Móðir Guðrúnar segir að hún vilji að Guðrún læri einhverjar reglur og hagi sér samkvæmt þeim. En af hverju hún heldur nákvæmlega við kl. 11, á hún erfitt með að útskýra, en segir að á ein- hverju verði að byrja og það sé óþolandi að unglingar séu alltaf úti fram á nætur. Hver á að ráða? Langflestir unglingar kannast við svipaðar umræður. Þær geta að vísu snúist um annað, eins og hve ntikið unglingurinn á að hjálpa til heima, hve mikla vasapeninga hann á að fá, hve mikið af fötum og hvort hann má reykja og drekka eða ekki. Það sem slíkar umræður snúast hins vegar um er í rauninni togstreitan á milli þess að foreldrarnir eigi að ráða yfir unglingnum og þarfa unglingsins til þess að fá að ráða sér sjálfur. Flestir foreldrar hafa reynt svipaða árekstra áður þegar unglingurinn var lítill. Þegar börn eru á aldrinum ca 2-2 1/2 fara þau inn í fyrsta mótþróaskeiðið og byrja að segja „nei”, „vil sjálf’, „nrá ekki hjálpa” og þvi um líkt. Hvernig þessir gömlu árekstrar fóru fram, fór mjög eftir því hvaða skoðanir foreldrar höfðu á mótmælum barnsins. Ef þeir álitu að mótmælin væru tilraun barnsins til aðóhlýðnast þeim, meðhöndluðu þeir barnið öðruvísi en ef þeir vissu hið rétta í málinu, að nrótmælin væru liður í eðli- legri persónuleikaþróun bamsins og nauðsynleg þörf þess til að upphefja sig og staðfesta. „Ég, þessi litla persóna, er óháð ykkur, ég hef minn eigin vilja, ég er ég og ætla að verða ég.” Sjálfsupphafningarþörfin kemur aftur Erlent Föt eru svo sannarlega ekki verðlögð eftir efnismagni... . . . . því þcssi húningur kostaði Cher 2000 dali. SEMMESTAF CHER Söngkonan Cher Bono er ekki hrifin af viðamiklum fatnaði. Það sýndi hún best þegar hún kom fram í fyrsta sinn sem pönksöngkona. Þetta gerðist á góðgerðarhljómleikum til styrklar sjúkrahúsi fyrir lausráðna listamenn í Los Angeles. Og i þetta skipti helgaði tilgangurinn meðalið því hin fáklædda söngkona átti sinn snara þátt í tekjunum af þessunr hljómleikum. Annars hefur hún áður hneykslað sjónvarpsáhorfendur með sérkenni- legum klæðnaði sinum eða réttara sagt fataleysi og þeir hafa meira að segja kvartað yfir hennar eigin skemmti- þætti. — Hún er ágætis skemmtikraftur, segj.i áhorfendur en hún ætti ekki að koma fram svona fáklædd. Drykkjuskapur húsbóndans er að drepa mig læknir. Ég er orðin bakveik af Skop Þegar Pétur fer i taugarnar á mér þá set ég inniskóna hans inn í fsskáp. Við vitum báðir að þú ert saklaus en það er bara verst að þú varst gripinn með þýfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.