Vikan


Vikan - 17.04.1980, Qupperneq 47

Vikan - 17.04.1980, Qupperneq 47
fram á unglingsárum með fullum styrk. Það má líta á hana sem algjörlega nauðsynlega þörf unglings til að finna aftur eigin persónu, finna sitt eigið sjáif. 1 því líkist unglingurinn litlu barni. Til þess að geta upphafið sjálfan sig verður unglingurinn að verða sjálfstæður og óháður foreldrunum. Afskipti foreldra getur unglingnum fundist vera ógnun við sjálfs- upphafningarþörf sína. Og of mikla afskiptasemi getur unglingur upplifað sem eyðileggingu á möguleikunt til þess að skynja sig sem sig sjálfan og engan annan. En unglingum getur lika þótt of litil afskiptasemi slæm, þar sem þeir hafa líka þörf fyrir að fá stuðning frá einhverjum og finna að einhverjum þyki vænt um þá, og hafa persónu sem þeir geta tekið sér til fyrirmyndar. Vandi foreldra er að finna jafnvægi á milli þessara hluta. Þeir þurfa að geta sameinað það að sýna ungiingnum hvað þeir meta og leggja áherslu á og hvað ekki, við hverju þeir búast af honum og hverju ekki, sýna bæði jákvæðar og neikvæðar tilfinningar sínar í tengslum við það sent þeim líkar og mislíkar, en án þess að krefjast þess að unglingurinn taki og geri gildismat, væntingar og tilfinningar þeirra að sinum. Er erfiðara að vera unglingur í dag en áður fyrr? Það er sennilega erfiðara að vera unglingur i dag en það var áður fyrr. Unglingar þroskast t.d. fyrr líkamlega en áður og þar sem likamlegur þroski setur að mörgu leyti mörkin á milli fullorðinsára og bernsku getur þetta reynst erfitt. Bernskan er orðin styttri og unglingsárin lengri. En ýmislegt annað kemur til sem gerir aðstöðu unglinga erfiða. Lítum á nokkur atriði. Unglingar þurfa að umgangast fullorðið fólk en umgangast yfirleitt sárafáa fullorðna utan heimilis. Ungling- ar hafa mikla þörf fyrir að þeir séu ein- hvers metnir, að þeir geti staðið sig, en skynja það sjaldan. Skólinn skiptir t.d. unglingum upp í þá sem eru duglegir og þá sem ckki standa sig. Skólinn skilur líka yfirleitt sáralítið þá afstöðu og þá hugsanlegu persónulegu erfiðleika sem unglingar geta verið i. 1 atvinnulífinu þarf bæði færri unglinga og störf þeirra eru ekki metin til jafns við fullorðinsstörf. Unglingar þurfa öryggi og sjálfskennd en því er mætt með kröftugum unglingaiðnaði — tiskuiðnaði sem býðst til þess að fullnægja þessum þörfum með tísku- prjáli. Unglingar þurfa ást, virðingu og sjálfsmetakennd en hitta oft fyrir fyrir- litningu, hræðslu og gagnrýni fullorðinna. Vinahópurinn — félagarnir — verður mikilvægur. Þar ríkir gjarnan sú skoðun að allt lif fullorðinna skuli fyrirlíta en þó stæla. Og unglingar nú á dögum gera allt sem foreldrar þeirra gerðu. Þeir gera það bara fyrr. Þeir eru lengur úti á kvöldin, byrja að reykja og drekka fyrr og hafa samfarir fyrr. Að mynda foreldrahópa Það er erfitt að vera unglingur og það er erfitt að vera foreldri unglings. Báðir hóparnir þurfa á stuðningi að halda. Unglingarnir geta yfirleitt fundið sina hópa sjálfir en foreldrar unglinga eru yfirleitt einir með sín mál. Foreldrar unglinga gætu myndað hópa til að ræða sín málefni, ekki til að finna sameigin- legar lausnir heldur til að finna ef til vill ólíkar leiðir og korna auga á nýjar skoðanir. Auk þess að margir erfiðleikar geti verið sameiginlegir foreldrum unglinga er líka oft gott að vita að maður er ekki einn um málin. Að mynda foreldrahópa getur líka verið leið til að sýna ungling- um að öllum er ekki sama unt þá — og þess þurfa þeir. 16. tbl. Vlkan 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.