Vikan - 17.04.1980, Side 62
Pósturinn
Allt um
Bjögga
Hæ Póstur!
Við erum hérna þrjár
algjörir aðdáendur Bjögga
(Björgvins Halldórssonar).
Er ekki hægt að Já Vikuna
með plakati af Bjögga senda í
póstkröfu? Ef það er hægt þá
megið þið alveg senda okkur
þrjár Vikur, eina á mann.
Hvaða mánaðardag er hann
fæddur og hvar á hann heima?
Bæ, bæ.
Þrjár sveitó.
Einmitt núna, í þessu blaði,
birtum við ítarlegt viðtal við
popparann Björgvin Halldórs-
son. Þar finnið þið flest um
kappann, ásamt myndum að
sjálfsögðu.
Ef þið hafið áhuga á að fá
gamlar Vikur með myndum og
plakati af poppgoðinu skuluð
þið hafa samband við okkur hér
á Vikunni og biðja um blöðin í
póstkröfu.
Grátt hár á höfði
Kæri Póstur!
Ég á við himinhátt vandamál
að stríða sem er alveg að fara
með taugarnar í mér.
Ég er dökkhærð með frekar
þykkt hár og hef aldrei þurft
að hafa neinar áhyggjur af því.
(Ég er 18 ára.) En nú ber svo
til að ég er farin að finna eitt
og eitt GRA TT hár í hausnum
á mér! Finnst þér þetta ekki
alveg ferlegt? Er ekki grátt hár
merki um elli? Er ég að eldast
um aldur fram? Ég er alveg í
rusli yfir þessu og sé mig í anda
í Vikunni á 20 ára afmælis-
deginum mínum: Viðtal við
unga en gráhærða stúlku! Og
finnst þér að ég ætti að fara til
læknis út af þessu?
Með von um gott svar,
fljótt, áður en ég fer alveg yfir
um úr áhyggjum!
Ein gráhærð!
Grátt hár þarf ekki að vera
merki um elli og þú skalt hafa
það í huga að grá hár eru í
höfði flestra en eru einungis
mikið meira áberandi hjá þeim
sem eru með dökkt hár og
grófgert. Háraliturinn hefur
sáralítil tengsl við annað líkam-
legt ástand og þótt þú yrðir
alveg gráhærð fyrir þrítugt (en
þess finnast dæmi) þyrfti það
ekki að merkja að líkamlega
værir þú farin að bera einhver
ellimörk. Það er nokkuð
misjafnt hversu lengi menn
halda hárlitnum, sumir verða
fljótt gráhærðir en aðrir jafnvel
aldrei. Þótt þú hafir fundið
örfá hár í höfðinu með þessum
gráa blæ er ekki þar með sagt
að þú sért að grána að ráði og
því getur þú andað léttara um
sinn. Tíminn leiðir þetta í ljós
og ef gráu hárunum fjölgar um
of er ekki nokkur vandi að
hylja það með hinum ýmsu
hárlitunarefnum. Það er því
miður hætt við að læknir geti
lítið gert til hjálpar.
Fræðsla
um Ghana
Kœri Póstúr. Þökkum gott efni
í Vikunni. Þannig er mál með
Hænurnar gagga í takt..
Halló Póstur.
Mig langar til að koma með fyrirspurn og ég vona að þú
hlæir ekki að mér.
Það er alltaf verið að tala um að blóm spretti betur ef
það er talað og.sungið fyrir þau. Ég trúi því alveg. En ég
ætlaði nú ekki að skrifa út af blómum heldur hænsnum.
Við rekum hænsnabú sem gekk ekkert allt of vel í byrjun.
Þá tók ég upp á þi.n'h'ð syngja fyrir hænurnar. Þeim virtist
líka það vel og meira- að segja gagga þær oft í takt við lagið
sem ég syng! Og eftir að ég byrjaði á þessu flnnst mér þær
verpa helmingi meira en þær gerðu. Þegar ég sagði
manninum mínum frá þessu þá hló hann sig alveg máttlaus-
an og sagði svo að ég væri rugluskjóða. Þess vegna lartgár
mig til að spyrja þig, Póstur góður, heldur þú líka að þetta
sé bara rugl? Hafa verið gerðar einhverjar tilraunir með
hvaða áhrif söngur hefur á dýr? Mér þætti gaman að heyra
álit þitt og ef til vill annarra á þessu máli.
Með fyrirfram þökk fyrir svarið og þökk fyrir gott blað.
Kveðja frá syngjandi sveitakonu.
Það er ekki allt með sama laginu i sveitum landsins ef
dæma má af bréfi þínu. Póstinum hafði þó reyndar ekki
hugkvæmst að hænur byggju einhvers staðar við dagleg
tónleikahöld og skemmtilegheit. Það er kannski eftir allt
saman alls ekki svo slæmt að vera hæna!
En svona án gamans, það getur varla nokkur maður sagt
um það með vissu hvort hænurnar verpa betur af þvi að þú
syngur fyrir þær eða bara af því að þú hefur sjálf gaman af
því og gefur þér því meiri tíma til að sinna þeim —
samhliða söngnum.
Sömu rök má leika sér með hvað blómin snertir og menn
geta rökrætt endalaust um efnið án þess að komast
nokkurn tíma að hinu sanna. Hins vegar þykir sannað að
ákveðin hljóð, t.d. mjög hávær og skerandi, geti haft slæm
áhrif á ákveðnar dýrategundir og ef til vill myndu öll slík
óhljóð taka varpið úr hænunum. Hvort hænurnar hafa
nokkra möguleika á að gagga í takt skal ósagt látið en
heldur virðist Póstinum venjulegar hænur lítið músíkalskar
á að líta.
Láttu hlátur eiginmannsins sem vind um eyru þjóta því
það er þó alténd þót bæði fyrir þig og hænurnar ef þú
gengur til verks með glöðu geði og ætti ekki að vera nema
til góðs að hleypa örlítilli menningu lausri í hænsnahúsinu.
Ef fleiri vilja leggja orð í belg hvað þetta varðar er orðið
laust.
62 Vikan 16. tbl.