Vikan


Vikan - 17.07.1980, Side 38

Vikan - 17.07.1980, Side 38
Alþýðulist FLATKÖKUFRÓÐLEIKUR OG FLEIRA GOTT hann alla skorið út. Hann fæst lika við að mála og innanstokks hjá þeim hjónum er margt sem ber vott um handbragð hans. Hann hefur ekki notið annarrar fræðslu í þessum efn- um en þeirrar sem brjóstvitið hefur lagt honum til, en það er með hann eins og marga aðra sjálfmenntaða hagleiksmenn, að sköpunarþráin hefur verið þeirra skóli og einn gripur hefur leitt annan af sér. Og það er með gripina hans, eins og fiat- kökurnar hennar Finnu, þeir hafa ótrúlega víða farið þótt Karl sé maður hógvær og hlédrægur og lítið fyrir að tala um sjálfan sig og sín handaverk. Álftanesið er nú að þróast úr því að vera strjálbýli, yfir í að vera þétt- býli, og í kringum Gerðakot má marka þessa þróun nokkuð. Tvær dætur þeirra hjóna hafa byggt við hliðina á æskuheimilinu, og fleiri hús hafa risið í kring, en byggða- þróun viða á nesinu ber enn töluverð merki fjölskyldubanda og ættasam- féiags. Þetta er nokkuð óvenjulegt i okkar nútímaþjóðfélagi en hefur þróast eðlilega og virðist gefast reglulega vel. Samgöngur við Álfta- nesið eru strjálar, og stundum reynd- Ferðafélagi okkar í hjólatúrnum hér að framan heitir Guðfinna Ólafs- dóttir og býr í Gerðakoti á Álftanesi. Henni er fleira til lista lagt en að kunna að sitja hjól, því hjá henni fengum við uppskriftirnar að klein- unum og flatkökunum. Flatkökurn- ar hennar Finnu hafa víða komið við, hún hefur bakað þær fyrir þorrablót á Álftanesi og sent vinum og venslafólki víða um heim sina sér- stöku uppskrift. En það er fyrst nú að almenningur fær að spreyta sig á að baka flatkökurnar hennar Finnu. Það er ekki þar með sagt að hún hafi legið á uppskriftinni, síður en svo, hún hefur sent hana bæði til Dan- merkur og Svíþjóðar. Þessi fallega eldavél, sem flestir myndu nú telja til stáss eingöngu, er enn í notkun þótt nútíma rafmagnseldavél hafi tekið við hlutverki hennar að einhverju leyti. Á henni er t.d. hægt að baka flatkökur og fleiri en 100 og fleiri en 1000 flatkökur hafa víst orðið til á þessum slóðum, þótt örlög þeirra allra hafi orðið þau sömu, að hverfa ofan í íslenska maga. Einhverjar þeirra hafa jafnvel hafnað í útlend- um mögum en af því kann ég ekki fleiri sögur að segja. Það er fleira gert í Gerðakoti en að baka úrvals kleinur og flatkökur. Karl, eiginmaður Finnu, er hagleiks- maður mikill eins og sést á þessum munum hér að neðan, en þá hefur 38 Vikan 29. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.