Vikan


Vikan - 17.07.1980, Síða 43

Vikan - 17.07.1980, Síða 43
Skop MEYJAR- FÓRNIN Andlitsdrættimir eru kvenlegir, en hann getur ekki verið alveg viss vegna víðra skikkjanna... Þrir einhentir menn. Tvær konur (?). Tólf frá útlöndum. . . En það voru þrettán í hópnum, sem kóm að utan. Leopold Marsini prins er ekki lengur í fylgd meðþeim. Fólkið stendur kyrrt, eins og það sé að bíða eftir einhverju. En eftir hverju? Clive Ritzell? Léopold Marsini? Það virðast lítil samskipti milli manna innbyrðis. Á altarinu er naumast hægt að greina ímynd Ian Wall í glerkistunni fyrir skor- dýragerinu, sem skriður óstöðvandi yfir hann. Hassall lítur á úrið sitt. Næstum sjö minútur síðan þeir fóru frá hinum. Hann er að því kominn að gefa merki um að snúa við, þegar hann finnur kippt þéttingsfast I líflínuna. Hann snýr sér við og sér, hvar Chris Wavell losar línuna sin megin og færir sig úr stað með snöggri fótasveiflu. 1 sömu andrá miðar hann skutulbyssu sinni til hægri við Hassall, fyrir ofan hann og aftan. Líf- linan hangir laus. og Hassall snýr sér leiftursnöggt um leið og Wavell skýtur. Skutullinn skýst gegnum vatnið og næl- onþráðurinn sem er festur við hann fylg- ir á eftir. Hassall fylgir skutlinum eftir með augunum og eitt andartak trúir hann ekki eigin skilningarvitum. í myrku vatninu handan Ijóskeilunn- ar er risavaxinn fiskur. enn stærri en þeir er þeir liafa áður séö. og hangir I vatninu fyrir ofan þá og i norð- austri. Skepnan er svo stór, að þó glöggt megi sjá haus og skolt í mildri birtunni frá hvelfingunni, er meginhluti skrokksins ógreinanlegur I dimmunni að baki. Um leið og Hassall litur upp á fiskinn sér hann skutulinn skjótast framhjá markinu og hverfa i mjúkum boga niður á við i átt til botns. Það finnst skyndileg bylgja þrýstings. þegar skepnan bærir á sér. Hann lyftir sinni skutulbyssu og los ar öryggislæsinguna. En á þeim fáu sekúndum. sem þessar ósjálfráðu hreyfingar taka. kastar óargadýrið sér á fram og skellir hvasstenntum. mikluni skoltunum um háls og axlir Wavells. Wavell á sér enga von. Beittar tennurn- ar smella i gegnum grimu og hettu. Öökkt blóð streytnir i mildu gullnu Ijós- inu frá hvelfingunni. Risaskepnan kafar og tekur líkama Wavells með sér. Hassall skýtur og sér skutulinn hitta skepnuna í hnakkann. Vegna orða Vespucci um fiskana voru skutlarnir búnir sterkum deyfilyfjum. og svo framarlega sem skammturinn er nægilega sterkur til að verka á svona óvænta risastærð hægir illfiskið brátt á sér og flýtur upp á yfir- borðið. En efnafræðingarnir bjuggust Eftirtalin eyðublöð bjóðast nú auglýsendum ókeypis hjá smáauglýsingaþjonustu Dagblaðsins 1. Vegna bifreiðaviðskipta: 2. Vegna lausafjárkaupa; Sölutilkynningar, tryggingarbréf og víxileyðublöö auk afsalseyðublaða og fjölritaðra leiðbeininga um frágang bifreiðaviðskipta, sem við höfum lengi boðið. Kaupsamningar og víxileyðublöð 3. Vegna leigu íbúðarhúsnæðis: Húsaleigusamningar. BÍABIB Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 19. tbl. Vlkan 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.