Vikan


Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 43

Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 43
Skop MEYJAR- FÓRNIN Andlitsdrættimir eru kvenlegir, en hann getur ekki verið alveg viss vegna víðra skikkjanna... Þrir einhentir menn. Tvær konur (?). Tólf frá útlöndum. . . En það voru þrettán í hópnum, sem kóm að utan. Leopold Marsini prins er ekki lengur í fylgd meðþeim. Fólkið stendur kyrrt, eins og það sé að bíða eftir einhverju. En eftir hverju? Clive Ritzell? Léopold Marsini? Það virðast lítil samskipti milli manna innbyrðis. Á altarinu er naumast hægt að greina ímynd Ian Wall í glerkistunni fyrir skor- dýragerinu, sem skriður óstöðvandi yfir hann. Hassall lítur á úrið sitt. Næstum sjö minútur síðan þeir fóru frá hinum. Hann er að því kominn að gefa merki um að snúa við, þegar hann finnur kippt þéttingsfast I líflínuna. Hann snýr sér við og sér, hvar Chris Wavell losar línuna sin megin og færir sig úr stað með snöggri fótasveiflu. 1 sömu andrá miðar hann skutulbyssu sinni til hægri við Hassall, fyrir ofan hann og aftan. Líf- linan hangir laus. og Hassall snýr sér leiftursnöggt um leið og Wavell skýtur. Skutullinn skýst gegnum vatnið og næl- onþráðurinn sem er festur við hann fylg- ir á eftir. Hassall fylgir skutlinum eftir með augunum og eitt andartak trúir hann ekki eigin skilningarvitum. í myrku vatninu handan Ijóskeilunn- ar er risavaxinn fiskur. enn stærri en þeir er þeir liafa áður séö. og hangir I vatninu fyrir ofan þá og i norð- austri. Skepnan er svo stór, að þó glöggt megi sjá haus og skolt í mildri birtunni frá hvelfingunni, er meginhluti skrokksins ógreinanlegur I dimmunni að baki. Um leið og Hassall litur upp á fiskinn sér hann skutulinn skjótast framhjá markinu og hverfa i mjúkum boga niður á við i átt til botns. Það finnst skyndileg bylgja þrýstings. þegar skepnan bærir á sér. Hann lyftir sinni skutulbyssu og los ar öryggislæsinguna. En á þeim fáu sekúndum. sem þessar ósjálfráðu hreyfingar taka. kastar óargadýrið sér á fram og skellir hvasstenntum. mikluni skoltunum um háls og axlir Wavells. Wavell á sér enga von. Beittar tennurn- ar smella i gegnum grimu og hettu. Öökkt blóð streytnir i mildu gullnu Ijós- inu frá hvelfingunni. Risaskepnan kafar og tekur líkama Wavells með sér. Hassall skýtur og sér skutulinn hitta skepnuna í hnakkann. Vegna orða Vespucci um fiskana voru skutlarnir búnir sterkum deyfilyfjum. og svo framarlega sem skammturinn er nægilega sterkur til að verka á svona óvænta risastærð hægir illfiskið brátt á sér og flýtur upp á yfir- borðið. En efnafræðingarnir bjuggust Eftirtalin eyðublöð bjóðast nú auglýsendum ókeypis hjá smáauglýsingaþjonustu Dagblaðsins 1. Vegna bifreiðaviðskipta: 2. Vegna lausafjárkaupa; Sölutilkynningar, tryggingarbréf og víxileyðublöö auk afsalseyðublaða og fjölritaðra leiðbeininga um frágang bifreiðaviðskipta, sem við höfum lengi boðið. Kaupsamningar og víxileyðublöð 3. Vegna leigu íbúðarhúsnæðis: Húsaleigusamningar. BÍABIB Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 19. tbl. Vlkan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.