Vikan


Vikan - 04.12.1980, Page 21

Vikan - 04.12.1980, Page 21
samdi „Padre Padrone”. Sagan er nokkuts konar sjálfsævisaga og segir frá erfiðri æsku Gavinos. Faðir hans fór með hann eins og þræl. Fimm ára gamall var Gavino sestur á skólabekk en hann var þar ekki lengi. Faðirinn réðst inn í skólastofuna og hrifsaði soninn af skólabekknum, um leið og hann sagði: „Ég á sjö börn og tólf kindur. Og við þurfum að eiga magafylli." Gavino átti að gæta hjarðarinnar í fjallshliðunum. Barnið fékk þriggja mánaða stranga þjálfun í þvi að takast á við náttúruna. Eftir það gat Gavino annast hjörðina og varið hana fyrir eiturslöngum og þjófum. 1 ' "m • r i É I Æt % jfi. Þessari forneskjulegu veröld hjarð- lífsins lýsti Gavino á einstaklega mergjuðu en jafnframt nærfærnislegu máli. „Langsoltinn” vann hann við þessa sögu I þrjú ár, og hún hefur nú verið þýdd á 20 tungur. Eftir þær viðtökur sem skáldsagan og kvikmyndin hlutu hafa margir aðkomu- menn heimsótt Gavino í þorpið Siligo. En vinirnir frá bernskuárunum, sem þurfa aðeins að ganga yfir götuna, líta hins vegar ekki inn. Þeir þóttust þekkja sjálfa sig í „Padre Padrone" og sneru skömmustulegir og svekktir við honum baki. Gagnvart þeim er Gavino Ledda orðinn ókunnur maður. Flann er orðinn fangi menningar sem hann ávann sér með kreppta hnefa, samanbitnar tennur og tárin í augunum. Þessi fyrrverandi hjarðsveinn kennir nú málvisindi við háskólann I Sassari. Af annarri skáldsögu þessa sonar sardínskrar örbirgðar má ráða að hann hvorki vill né getur hafnað uppruna sínum. Viðfangsefnið og málfarið eru runnin af bændamenningunni, þangað sækir Gavino kraft. „Mál sigðarinnar” — en það er nal’n nýju skáldsögunnar — fjallar um hjarð- sveininn Gavino, sem fær að fara í menntaskóla i Róm. Flann vinnur svo fyrir málvísindanámi með því að kenna i Salerino. Nemendumir eru piltar úr finum fjölskyldum og hann ræður aðeins við þá með þvi að beita bar- smíðum. Hnefarétturinn veitir honum ánægju og sjálfstæðiskennd. Að loknum fyrrihlutaprófum neyðist Gavino til að snúa aftur til Siligo veikur af magasári. Móðir hans annast hann. Þótt hann sé í sjúkraleyfi ásækja hann hræðsluköstin frá bernskuárununt. Aldraður faðir hans snýr aftur frá hjarð- gæslunni og þegar járnbryddir hælarnir á skóm hans skella á steingólfinu fyllist sonurinn angist. Gavino óttast að faðir hans öskri eins og fyrr: „Út með þig. Sá sem ekki vinnur étur ekki heldur og fær ekki aðbúa hér.” Fyrst eftir að „Padre Padrone" kom út yrti faðir Gavinos ekki á hann í átján mánuði. En hann gaf sig þegar sonurinn keypti sér fyrir ritlaunin húsið sent stendur andspænis foreldrahúsinu. Og nú hefur hann áhyggjur af að heims- frægðin stígi syninum til höfuðs. Honum finnst Gavino drekka of mikið. Með rauðvinsdrykkju reynir Gavino að eyða einmanaleikanum sem hann verður að þola í heintaþorpinu. „Ég reyni að sækja lifskraft til jarðarinnar. sem hefur gefið mér bækur ntinar," segir hann. Auk hússins keypti Gavino 18 hektara jörð fyrir þær 75 milljónir gkr. sem hann fékk í fyrstu útborgun fyrir „Padre Padrone". Þegar „einmana leikinn nær yfirtökununt við ritvélina" grípur hann sigð í hönd og heldur út að ólífutrjánum. Vinnan á jörðinni gerir honum gott og róar hann. Gavino Ledda vill bæði vera bóndi og rithöfundur. „Ég gef jörðinni aftur bækurnar, með því að rækta hana og hirða," segir hann og svört Raspútin augun og mjósleginn likaminn Ijá orðunum sannfæringarkraft. Gavino skrifaði um lif sitt. til að „hjálpa þjóð sem aldrei hefur lært að tjá sig”. Þessi þjóð launaði honuni með þvi að gera hann „að villuráfandi sauðkind”. Höfuðástæðan er að niati Gavinos „bölvuð kvikntyndin”. Það voru þeir Vittorio og Paolo Taviani sem leikstýrðu kvikmyndaútgáfunni af „Padre Padrone”, en hún hefur ekki hlotið náð fyrir augum Gavinos Ledda. „Meiningin i skáldsögunni er rangfærð i kvikmyndinni. Höfuðgallinn var sá að hlutirnir eru ekki gerðir skiljanlegir. Það átti að vera skiljanlegt að hrottaskapur feðra okkar átti að undirbúa okkur fyrir hörð lögmál lífsins á þessari fátæku eyju. Harka feðranna er ástarjátning, en það getur aðeins Sardiniubúi skilið. Kvikmyndaleikstjórarnir frá Toskana ætluðu fyrst og fremst að búa lil lista- verk og þá skipti sardínskt innihald litlu máli." Sökum þessa ætlar Gavino sjálfur að stjórna kvikmyndun annarrar skáldsögu sinnar. Hann vinnur núna að gerð kvikmyndahandritsins ásamt Mariellu Corbinello, heimspekinema sem hefur unnið við kvikmyndir. „Sjálfur ætla ég að leika aðalhlutverkið”, segir Gavino. Tekur hann sér ekki of mikið fyrir hendur? Gavino Ledda svarar hlæjandi: „Hvað hefðu menn sagt fyrir fimm árum hefði ég fullyrt að ólæs fullorðinn maður gæti orðið dósent i l háskóla og metsöluhöfundur?" Li 49. tbl. Vikan XI

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.