Vikan


Vikan - 04.12.1980, Síða 22

Vikan - 04.12.1980, Síða 22
Texti: Kristín Halldórsdóttir Ljósm.: Ragnar Th. „Maður, sem ekki er róman- tískur, hann hefur ekki sál” Hann er í hópi þekktustu íslendinga. Ungir bœði og gamlir þekkja hann í sjón, og á röddinni villist enginn. Auðvitað eru ekki allir jafnhrifnir af honum, kannski finnst sumum hann gamaldags ogjafnvel hálf „lummu- legur”, en enginn getur haldið því fram með réttu, að hann syngi illa. Söngur hans vekur oft Ijúfar minningar, og hann á það jafnvel til að framkalla tár á hvarmi. Það er auðvitað „gamli maðurinn ” sjálfur, Haukur Morthens, sem um er að ræða, síungur og hress, nýbúinn að gera plötu með aðstoð úrvals manna af yngri kynslóðinni. Hann gœti jafnvel verið afi þeirra sumra! 22 Vikan 49. tbl. — Sumir halda, að ég sé helmingi eldri en ég er, segir Haukur Morthens og brosir Ijúfmannlega, þegar ég spyr, hvað hann sé gamall. — Það er náttúrlega af því að það man eftir mér í gegnum tíðina. Ég byrjaði að syngja um tvitugt og hef sungið i 36 ár, en spurðu mig ekki. hvað ég hef sungið inn á margar plötur, þvi að ég veit það ekki. á þær ekki einu sinni allar. Sem betur fer er rómantíkin að vinna á aftur. — Þú hefur oft sungið fyrir íslendinga erlendis, nú síðast í vor, þegar þú fórst til Los Angeles. Það fréttist hingað heim, að fólk hefði setið þar með tárin i augunum, þegar þú söngst fyrir það „Til eru fræ”. — Jæja, margt er nú sagt, og ég held. að við þurfunt ekki að fara vestur til Ameríku til að sjá fólk fella tár. Ég hef líka séð fólk fella tár hér niðri á Hótel Borg. — Hvaða lögeru það helst, sem höfða til fólksá þennan hátt? — Þetta er nú bara spurning um textaflutning. Fallegar setningar i texta kalla fram viðkvæmni í áheyrendum. Reyndar hafa textar á síðustu árum ekki beinlínis boðið upp á það. að menn setjist niður og hlusti á þá með tilfinningu. Það hefur oft verið sagt við ntig: „Blessaður, þú ert alltof róman- tískur,” en ég segi nú bara, að maður, sem ekki er rómantískur. hann hefur ekki sál. Og sem betur fer er rómantíkin að vinna á aftur. Það kemur nú hver platan af annarri fullar af rómantík, og það er unga fólkið, sent þar er að verki. Hlustaðu bara á „Litla bröltið". Öll lögin og flestir textarnir eru eftir Jóhann Helgason, og þetta eru fallegar melódíur og heilmikil ástarljóð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.