Vikan


Vikan - 04.12.1980, Blaðsíða 24

Vikan - 04.12.1980, Blaðsíða 24
alveg sérstaklega skemmtilegur karakter, ekki síður sem persóna en söngkennari. Hann sagði við mig, þegar ég hafði lært hjá honum i 2 ár: „Haukur, nú verður þú að hætta þessum dægurlagasöng, þú átt að verða óperusöngvari.” En ég sagði honum, að þá yrði ég frekar að hætta hjá honum, því ég vildi bara syngja dægurlög. Aldrei á ævinni jafn- nervös og á Stjörnu- messu. — Það hefur verið sagt, að nýja platan hafi átt upphaf sitt á Stjörnu- messu Vikunnar og Dagblaðsins, þar sem þú komst fram sem gestur. — Já, það er rétt. Það var geysilega gaman að vera gestur Stjörnu- messunnar. En mikið óskaplega var ég nervös, ég hef aldrei á ævinni veriðjafn- nervös. Ég var bara alveg ómögulegur og búinn að steingleyma textunum, þegar ég átti að fara að koma fram. Ég fylltist skelfingu og fór að reyna að skrifa upp textann við Mónu Lísu á servéttuna mína. En um leið og ég var farinn að syngja, kom þetta allt saman. Við svona viðtökur verður maður altekinn — af ánægju. — Nú, það var svo bara fjórum dögum síðar, sem Jóhann kom til mín með þessi 11 lög, sem eru á plötunni, og spurði, hvort ég vildi flytja þau á plötu með aðstoð þessara ágætu pilta I Mezzoforte. Venjulega hefur maður lagt upp með 20-30 lög að velja úr, en þegar ég var búinn að hlusta á þessi lög nokkrum sinnum, sagði ég við Jóhann: Þetta er gott, við tökum þau öll. Mér leist líka vel á að vinna með strákunum, ég hafði fylgst með því, sem þeir höfðu gert, og líkað það vel. Það kemur ekkert meira en þú hefur að segja.____________________________ — Varstu ekkert hræddur við kynslóðabilið? — Ég viðurkenni ekkert kynslóðabil, og mín reynsla er, að unga fólkið stendur við hlið þeirra eldri og vill ekki annað. Þegar ég kom á fyrstu æfinguna, sagði ég við strákana: „Strákar mínir. þið vitið, hvað ég er gamall, og ég veit, hvað þið eruð gamlir. Þið eigið að vinna IF/siÍ : f * JÓN MÚLI ÁRNASON útvarpsþulur „Mér finnst skemmtilegt, að elsti alvöru dægurlagasöngvarinn og yngstu alvöru poppararnir skuli vera farnir að vinna saman, því mér finnst það benda til þess, að allur bægslagangurinn og spekin um kynslóðabilið sé eins og hvert annaðpíp." RAGNHILDUR GÍSLADÓTT- IR söngvari og kennari: „Ég vil bara lýsa yfir aðdáun minni á því, að hann skuli hafa staðið svona framarlega í svona mörg ár. Hann er alltaf með þennan sama stil, sem virðist verka endalaust.” þetta á ykkar hátt. ég vinn aldrei öðru visi en ég hef gert. En ef við náum saman. ætti þetta að geta orðið ágætis útkoma." Kynni mín af þessum ungu mönnum voru góðog skemmtileg. — Réð þinn stíll ekkert frekar en þeirra? — Nei, við vorum alveg sammála. Það urðu aldrei neinir árekstrar. — Er ekki mikill munur á því að taka upp nú til dags eða þegar þú söngst inn á þínar fyrstu plötur? — Jú. tæknin er að sjálfsögðu fullkomnari. það er hægt að affektera ýmislegt, sem ekki var hægt áður, en það er alveg sama, hvað græjurnar eru góðar, það kemur ekkert meira en þú hefur að segja. Og nú er reyndar orðið móðins að hafa upptökurnar eins hráar og hægt er. Það er eins og með svo marga aðra hluti, menn vilja hverfa frá fullkomnun tækninnar til þess náttúr- lega. Sá sem getur ekki rekið hús með lifandi músík, hann getur bara ekkert rekið hús. — En það er fleira, sem hefur breyst þessi 36 ár. sem ég hef starfað sem dægurlagasöngvari. Um 16 ára skeið gerði ég ekkert annað. vann eingöngu við að syngja. Það var enginn vandi, þegar húsin voru opin 6 kvöld í viku. Það er ekki hægt lengur. Nú er keppst við að hafa húsin bara nógu stór og hafa þau opin 2 kvöld í viku, í hæsta lagi 3 eða 4 kvöld. Ég veit reyndar ekki, hvort ég á að vera að deila á mennina, sem reka húsin. eða öllu heldur láta aðra reka þau fyrir sig. Þeir eru öruggir með aðsókn á föstudags og laugardags- kvöldum. svo leigja þeir húsin hinum og þessum. ég tala nú ekki um þá. sem eru svo heppnir að hafa náð til sin ferða- skrifstofum. En ég verð að segja eins og er, ég veit ekki um neitt hús, sem rekur sig sjálft, og þá er ég ekki að tala um diskótek, heldur veitingahús með eldhús og vinveitingaleyfi og lifandi músík. — Er það ekki kostnaðurinn, sem stendur i veginum? — Þetta hefur glumið í eyrunum á mér alla tið, en það er bara ekki rétt. Það er feluleikur við eitthvað allt annað. Þeir, sem ætla sér að reka almennilegt veitingahús, verða að hafa lifandi músik. Sá. sem getur ekki rekið hús með lifandi músík. hann getur bara ekkert rekið hús. Hann getur ekkert frekar haft eldhús 24 Vikan 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.