Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Vikan


Vikan - 04.12.1980, Qupperneq 30

Vikan - 04.12.1980, Qupperneq 30
Texti: Jónas Kristjánsson Chateauneuf er vín ársins Gömlu stigin em úreit Léttu vinin í Áfengis- og tóbaks verslun rikisins breytast í sífellu, þótt nöfnin á verðskránni haldist í stórum dráttum óbreytt. Víngæðaskrá Vikunn- ar fyrir síðustu jól er því orðin úrelt fyrir þessi jól. Algengasta breytingin er, að nýir árgangar koma í stað eldri. Þessir árgangar geta bæði verið betri og siðri. allt eftir staðháttum og veðurfari. Einnig eldast árgangarnir, í fyrstu oft til góðs, en síðar ævinlega til ills. Rauðvínið Chateauneuf-du-Pape, Les Cédres 1978 er frábært dæmi um, hversu mjög ungt vín getur batnað á einu viðbótarári i flösku. í fyrra var það gróft og hart, en átti greinilega framtíð fyrir sér, svo ég mælti með því til geymslu. Nú er þetta vln orðið vel drykkjarhæft, að vísu dimmt og öflugt, en um leið búið að ná góðum, aðlaðandi ilmi. Það er hætt að vera gróft og hart og er nú á leiðinni að verða mjúkt. Það er þegar orðið hið magnaðasta jólasteikur- vín, næstbesta rauðvín Ríkisins. Árgangurinn 1978 er með hinum bestu á þessu svæði, nokkru betri en 1979. Vinmenn, scm eiga fé, er þeir vilja vernda gegn verðbólgunni, mega því gjarna geyma sér kassa til næstu ára. Einkunnin hefur hækkað úr 6,5 í 7,5 og á vafalítiðeftir að hækka enn um sinn. Meiri nákvœmni Tvö hvitvin eru dæmi um hrörnun. Það eru Griincr Veltliner 1976, sem hefur hrapað úr 7 stigum í 5,5 og Kreuznacher Hinkelstein 1974, sem hefur sigið úr 6 stigum í 5. Þetta eru viðkvæm vín, sem eru hreinlega orðin of gömul, að verða vínsúr. Aðrar breytingar á einkunnum á sama árgangi stafa aðallega af meiri nákvæmni í einkunnagjöf, þegar nú er gefið í fjórðungum úr stigum, en áður bara í heilum og hálfum stigum. Sumar breytingar stafa þó af fyrra of- eða van- mati. Fleira kemur til. Auxerrois 1977 hefur lækkað úr 6 stigum i 5,5, en það gæti stafað af, að vínið kom áður frá Ehnen Bromelt, en kemur nú frá Machtum Ongkat. Það er sem sagt ekki sama vínið, þótt nafnið og árgangurinn séu bæði óbreytt. Nýja vínið er minna grænt og minna þurrt. 1 rauðvínum hafa árgangaskipti haft mest áhrif til bóta á Chateau de Saint- Laurent, þar sem 1978 hefur komið i stað 1976 og einkunnin hækkað úr 6 I 7. Vínið er mildara, enda í samræmi við almennan mun þessara tveggja árganga á Corbieres-svæðinu. Á hinn bóginn hafa árgangaskipti úr 1969 í 1967 haft slæm áhrif á Gran Sangre de Toro, sem lækkar úr 6 stigum í 4. Vínið frá 1969 var orðið fjörgamalt. Nýir árgangar: RAUÐ: Chateau de Saint Laurent, Chiantl Clasaíco Antinori, Chatsau Paveil de Luze, Saint Emilion, Chateau de Saint Jacques, Gran Sangre de Toro, úr 76 i 78, úr 6 stigum i 7 úr 78 i 79, úr 6 stigum i 6,5 úr 76 í 78, úr 7 stigum i 6,25 úr 77 i 78, úr 6 stigum í 6,5 úr 77 1 78, úr 5 stigum i 5,75 úr 69 f 67, úr 6 stigum i 4 HVÍT: Wormser Liebfrauenstift, Kallstadter Kobnert, Bernkasteler Badstube, Riidesheimer Burgweg, Hochheimer Daubhaus, Sauternes, Tokaji Szamorodni, Chablis, úr 77 í 79, úr 8 stigum i 7,75 úr 76 i 79, úr 8 stigum i 7,5 úr 77 i 79, úr 7 stigum i 6,75 úr 77 í 79, úr 6 stigum i 6,5 úr 75 í 78, úr 8 stigum i 6 úr 76 í 78, úr 6 stigum i 6 úr 75 í 76, úr 6 stigum i 6 úr 78 í 79, úr 7 stigum i 5,5 svo erfitt er að sjá, hvaða erindi vínsúrt 1967 á hingaðeinu ári siðar. Þegar árgangar eru allt Hochheimer Daubhaus er nú frá 1978 i stað 1975, enda hefur einkunnin lækkað úr 8 stigum í 6. Árið 1975 var með allra bestu árum, en 1978 með hinum lélegri. Yfirleitt má segja um þýsk hvítvín frá 1977 og 1978, að jtau beri ekki aðkaupa. 1 fyrra og hittifyrra voru þýsku hvít- vinin í Rikinu aðallega frá góðárunum 1975 og 1976. Nú eru þau flest frá 1979, sem er töluvert síðra ár, þótt þaðsé mikil framför frá 1977 og 1978. Þess vegna hafa mörg þýsku hvítvínin sigið í einkunn. Rauðvinið Chianti Classico Antinori hækkar úr 6 stigum í 6,5 enda er 1979 nú komið í stað 1978. 1979 er besta Chianti-árið síðan 1971, mun betra en árið 1978. Fulltrúinn hér er ekki lengur skarpur á bragðið, aðeins hressandi. Saint-Emilion fer úr 1977 I 1978 og hækkar úr 6 stigum í 6,5 enda er árgangamunurinn verulegur. 1977 var með lélegri árum, en 1978 með bestu árum. Ilmurinn er nú betri og bragðið framlengist betur. Chateau Paveil de Luze brýtur hin almennu lögmál árganganna. Á Bordeaux-svæðinu á 1978 að vera mjög gott ár, sem fyrr segir, mun betra en 1976, en þetta vín hrapar þó milli áranna tveggja úr 7 stigum i 6,25, Núna er það ilmdaufara og þynnra. Chablis er hrunið Gleðifréttin af uppgangi Chateauneuf-du-Pape á sína þverstæðu i sorgarfréttinni af hruni Chablis. Árið 1979, rúmlega miðlungs ár, er tekið við af 1978, einu besta Chablis-ári allra tíma. Enda er nýja vínið aðeins vofa hinsgamla. Chablis lækkar i stigum úr 7 í 5,5. Raunar er munurinn alvarlegri, því að hið nýja Chablis hefur engin Chablis- einkenni og vantar einkum og sér i lagi stálkantinn. Freistandi væri að halda því fram, að brögð væru hér i tafli. Með Chablis 1978 hvarf besta skelfiskréttavín Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins. Og með nýja árganginum var jiað tvöfaldað I verði, svona til að strá salti í sárin. Svo eru aðrar breytingar, sem erfitt er að henda reiður á. Kallstadter Kobnert er nú allt I einu úr sylvaner berjum I stað morio muskat. Enn meiri ruglingur er á hingaðflutningi ágæts víns, sem kallað er Bernkasteler Schlossberg hjá Rikinu. 1 fyrra var þetta réttnefni. I vor var hins vegar vinið orðið að Bernkasteler Rosenberg og nú er jtað orðið Bernkasteler Badstube. 1 gæðum hafa þessar breytingar lítið haft að segja, en Badstube ætti þó að vera besta hlíðin við Bernkastel af þessum þremur. Badstube er hlíðin upp frá bænum að austanverðu, Schlossberg að vestan- verðu og Rosenberg hlíðin handan árinnar. Jónas Kristjánsson 30 Vikan 4«. tbi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.