Vikan


Vikan - 04.12.1980, Síða 34

Vikan - 04.12.1980, Síða 34
Hvaða vín með hvaða mat? Texti: Jónas Kristjánsson Rautt með fiski! Hvítt með kjöti! — ef ykkur sýnist svo Sumir gera allt of mikið úr, hvaða vín eigi viö hvaða mat. Á timum hinnar útdauðu, alþjóðlegu hótelmatargerðar höfðu menn gaman af að gera nákvæmar skrár um heppileg hjónabönd matar og vins. Þessu eru menn nú orðnir fráhverfir. Meira að segja er fyrir bí gamla reglan unt, að hvílvín eigi að vera með fiski og rauðvín með kjöti. Þessi regla var alltaf mesta rugl, en hennar gætir þó enn í veislusiðum. Þið skulið prófa að segja Þjóðverja, að hvítvín sé ekki drukkið með kjöti, eða Toskaníubúa að rauðvín sé ekki drukkið með fiski. Þeir ntundu hlæja að ykkur. eins og þið ættuð raunar skilið. Staðreyndin er, að heima í héraði er heimavínið, hvort sem það er rautt eða hvítt, drukkið meö öllum mat, hvað sem leiðsögubækur hótel- og veitingaskóla segja. Og enginn efast um, að heima- menn viti best. Undantekningarnar eru mikilvægastar Auðvitað er með nákvæmni hægt að finna, hvort þetta eða hitt vínið falli betur að þessum eða hinum matnum. Ei. þá koma töflurnar að litlu gagni, því að oftas: skiptir matreiðslan meira má|i en hráetnin. Við getum til dæmis tekið þá megin- reglu, að þurrt hvítvín henti fiski og sjávarréttum. Við þá reglu er það að athuga. að rjómuð eða brösuð mat- reiðsla þessara matvæla gæti fremur kallað á hálfsætt eða sætt hvitvin. Við getum líka tekið þá meginreglu, að rauðvín henti svinakjöti eins og öðru kjöti. Við þá reglu er það að athuga, að göfugt og sætt hvítvin getur farið enn betur við hantborgarhrygg. Við skulunt þvi fara varlega í forntúlur. Hér á öðrum stað i blaðinu er skrá yfir bestu rauðvín og hvítvín, sem fást hjá Áfengis- og tóbaksverslun rikisins. Þar er við hvert vin stungið upp á mat, sem gæti hentað því víni. En það er uppá- stunga, ekki forskrift. RJÚPA Ef þið ætlið að hafa rjúpu eða hreindýrakjöt i jólamatinn, koma Trakia frá Búlgaríu og Chateauneuf-du- Pape 1978 frá Avignon i Frakklandi strax í hugann. Þetta eru öflug og jarð- bundin vin, sem ættu að standasl santjöfnuð viðbragðsterkan matinn. Franska vinið er mun dýrara, á 9.000 krónur. En það er líka mun betra og göfugra vín. Þeir, sem aðeins vilja eða geta borgað 2.800 krónur fyrir flöskuna, ættu að halla sér að Trakia, sem er afar frambærilegt vín, það þriðja besta i Ríkinu. NAUT Ef þið ætlið að hafa nautasteik í jóla- matinn, er úrvalið fjölbreyttara. Chianti Classico Antinori 1979 liggur I augum uppi og hentar raunar með öllum mat. En til greina koma ýmis önnur mild vín, sem fara vel við fremur milt nautakjöts- bragðið. Eitt þeirra er portúgalska vínið Periquita 1975. Bæði þessi vín eru ódýr, á 3.300 krónur. LAMB Ef lambakjöt verður fyrir valinu, dettur mér helst í hug að benda á Chateau de Saint-Laurent 1978 á 3.700 krónur eða Saint-Emilion 1978 á 4.500 krónur, einkum þó hið fyrra, sem er heldur betra og á ntun hagstæðara verði. SVÍN Ef það er svo hamborgarhryggur, sem er jólamaturinn, er ákaflega freistandi að benda á dýrasta og besta vín Ríkisins, Chateau Talbot 1967, á 10.000 krónur. Óvenjulegt, en skemmtilegt val væri i hvitvininu Wormser l.iebfrauen- stift 1979 á 6.500 krónur. En auðvitað má líka nota Trakia, Chianti Classico eða Chateau de Saint Laurent með hamborgarhryggnum og raunar með öllum jólamat, ef þið viljið nota rauðvin á hagkvæntu verði. KALKÚNN Ef kalkúnn eða kjúklingur er jólamatur- inn ykkar í ár, mætti benda á austur- ríska vinið Edelfráulein 1977, ef það verður þá aftur komið í sölu eftir að hafa verið uppselt i haust. Það kostar 3.800 krónur og er því í svipuðum verðflokki og Chianti og Chateau dc Saint-Laurent, sem einnig kæmu til greina. LAX Ef þið eruð svo sér á parti að hafa hinn göfuga lax i matinn. er alveg upplagt að bjóða upp á franjangreint Wormser Liebfrauenstift 1979. Það er að visu sætt, en laxinn er heldur enginn venjulegur fiskur. Vínverðið er 6.500 krónursemfyrr segir. SILUNGUR Með silungi mundi ntér annaðhvort detta I hug Móselvínið Bernkasteler Badstube 1979, sem I Ríkinu gengur undir nafninu Bernkasteler Schlossberg, eða þá Rinarvinið Ríidesheimer Burgweg 1979, hvort tveggja næstum hálfsæt vín. Ekki alveg sæt, enda er silungur ekki eins feitur og lax. Bæði kosta 4.400 krónur. HÖRPUSKEL Sumir hafa kannski hörpuskelfisk i forrétt og þá kemur gjarna til greina Kallstadter Kobnert 1979, sem er meðal- þurrt vín, ekki alveg þurrt. Það kostar 4.400 krónur. Vínið er skemmtilegt og má raunar nota með öllum jólamat, kjöti sem fiski. FISKUR OG SKELDÝR Að lokum er að geta allra þeirra forrétta úr hafinu, sem menn geta imyndað sér, ýsu eða þorsks, lúðu eða rauðsprettu, humars eða skötusels, rækju eða kræklings. Við allt þetta hentar hið dæmigerða sjávarréttavín Ríkisins, hið þurra GewUrztraminer frá Alsace i Frakklandi, á 4.400 krónur. Hér hafa aðeins verið nefnd sjö rauðvin og sjö hvitvin af 120-130 vína framboði Ríkisins. En bitur reynsla hefur sannað mér, að ekki er ástæða til að mæla með öðrum matarvinum en þessum fjórtán. (Birt með fyrirvara um verðhækk- anir) Jónas Kristjánsson 130 iögur bárust Var einhver að segja að ísiendingar væru orðnir penna- latir? Ef svo er afsannaðist sú kenning rækilega er Vikan efndi til smásagnasamkeppni á síðastliðnu sumri. Þegar skila- fresti lauk höfðu I28 sögur borist, og tvær komu að auki eftir að skilafrestur var út runninn. Þær komust að vísu ekki með í keppnina en engu að síður má segja að þessi viðleitni Vikunnar hafi orðið til þess að 130 sögur voru settar á blöð. Það svarar nokkurn veginn til þess að einn af hverjum 1770 íslendingum hafi sest við skriftir, en ef við tökum tillit til þess að tals- verður fjöldi þjóðarinnar er enn svo ungur að hann getur af eðlilegum ástæðum ekki skrifað ennþá er hlutfallið enn hærra. Vitaskuld voru þessar sögur býsna misjafnar að gæðum. góðar, bærilegar, lakari. Þó eru fæstar þeirra svo bágar að þær gefi ástæðu til að ætla að höfundurinn geti ekki betur. Þvert á móti gefa flestar þeirra vonir um að með aukinni æfingu og sjálfsögun ýmissa þeirra, sem sendu okkur sögur. eigi þjóðin von á miklu fleiri vel liðtækum höfundum en hún veit ennþá af. Mörgum lá virkilega nokkuð á hjarta. höfðu sögu að segja, þótt ef ti! vill á skorti nokkuð i uppbyggingu og jafnvel málfari. En æfingin skapar meistarann og nú er um að gera að þetta fólk haldi áfram að skrifa og öðlast þá þjálfun sem til þarf. Eins og kunnugt er sátu fjórir menn í dómnefnd: Auður Haralds rithöfundur. Óskar Halldórsson lektor. Rannveig Ágústsdóttir bókmennta- fræðingur og Sigurður Hreiðar ritstjóri. Skilafrestur rann út I0. september siðastliðinn. en skiljanlega tók úrvinnsla tals- verðan tima. þar sem allir fjórir dómnefndarmenn urðu að lesa hverja sögur, en niðurstaða lá fyrir snemma í nóvember. Á næstu opnu í þessu blaði birtist saga sú sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni. Hún heitir Manndómsvígsla og er eftir Anton Helga Jónsson, ungan Reykvíking. í næstu Viku kemur svo saga sú er önnur verðlaun hlaut og því næst sú er varð númer þrjú. Til nokkurs var að vinna i samkeppni þessari. Verðlaunin voru ekki skorin við nögl: 500 þúsund, 300 þúsund og I50 þúsund krónur. Er ekki að efa að þetta hefur ýtt við mörgum sem ella hefðu látið kyrrt liggja. Ef Vikan hefur þannig orðið til að vekja blundandi ritlistarneista i brjóstum þjóðarinnar er tilganginum náð. Auður Haralds, Afrakstur smásagnakeppninnar Anton Helgi Jónsson t Manndómsvígsla UMSÖGN DÓMNEFNDAR Þessi saga er nærfærin lýsing á togstreitu heimilanna, sem um er fjallað, eðlilegum kvíða drengsins og átökum hans við þennan ótta sinn annars vegar og eðlilega þrá og metnað hins vegar, og bakgrunnur sögunnar er þjóðfélagslega raunhæfur. Mannlýsingar eru skýrar og jafnvel frábærar. Þetta er falleg saga með upphaf, miðju og endi, hnitmiðuð og heldur spennunni vel. Lausnin er í samræmi við framvindu sögunnar, rökrétt þótt óvænt sé. Rannveig Ágústsdóttir, Anton Helgi Jónsson — höfundur smásögunnar Manndómsvígsla.sem hlaut l. verðlaun í smásagnasamkeppni Vikunnar Smásagan MANNDÓMS- VIGSLA, sem hlaut 1. verðlaun í smásagnasamkeppni Vikunnar 1980, var merkt dulnefninu „Jón Úlrik Tómasson". Er umslagið með þvi dulnefni var opnað að úrskurði dómnefndar fengnum kom í Ijós að rétt nafn höfundar er Anton Helgi Jónsson. Anton Helgi er þeim sem fylgjast með íslenskum bókmenntum ekki alveg ókunnur, þvi hann hefur gefið út tvœr Ijóðabœkur sem hlotið hafa góða dóma. Hingað til hefur þó ekki borið mikið á óbundnu máli eftir hann. „Ég hef siðasta ár verið með skáldsögu i smíöum. Þegar ég frétti af þessari smásagna- samkeppni datt mér í hug hvort ekki mœtti nota einn kaflann úr þeirri sögu sem uppistöðu i smásögu. Það varð úr að ég gerði það og skilaði sögunni inn daginn sem skilafrestur rann út." Að sögn Antons Helga er saga þessi enn mikið til i brotum, en vonir standa til að hún komi út á næsta hausti. Ekki er að efa að margir munu hyggja gott til glóðarinnar að lesa þá bók, eftir að hafa kynnt sér söguna sem hér fer á eftir. Anton Helgi Jónsson er fæddur í Hafnarfirði árið 1955, en fluttist 12 ára til Reykjavíkur og hefur átt þar heima siðan. Sigurður Hrelðar. 34 ViKan 49. tbl. 49. tbl. Vikan 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.