Vikan


Vikan - 04.12.1980, Side 63

Vikan - 04.12.1980, Side 63
Kirkjulist manneskja hin mesta og hefur gaman af gönguferðum. Hún þakkar skilningi eiginmanns síns, * Óskars Hannibals- sonar, mikið hve vel hefur gengið. Hann hefur ekki látið langa bið á sig fá né þær ófáu lykkjur sem þau hafa þurft að leggja á leið sína fyrir ýmsar myndir. Skemmtilegt er til þess að vita að nú er Hörður sonur hennar farinn að taka myndir i safn hennar og á reyndar margar þeirra sem birtast með þessari grein. Fyrir utan aðsafna eigin ntyndum er Jóhanna líka farin að safna myndum af gömlum kirkjum og vill mjög gjarna komast i samband við fólk sem á slíkar myndir sem það vill láta af hendi eða lána til eftirtöku. Altari úr áli Margt sérkennilegt hefur Jóhanna rekist á á ferðum sínum. Rétt utan við Reykjavik er kaþólskt klaustur, í Hafnarfirði, og þar er stórfallegt altari úr áli, eftir þýskan listamann. Og ef einhver heldur að það sé kuldalegt er það alrangt. Jóhanna getur að vonum ekki gert upp á milli alls þess fallega sem hún hefur séð í kirkjunum. enda er viða margt fallegt aðsjá. Islenskt umhverfi er mjög viða að finna á altaristöflum og stundum skýtur upp kunnuglegum andlitum, jafnvel nafngreinanlegum. Þannig munu Briem-feðgar vera vel þekkjanlegir á altaristöflu eftir Ásgrím Jónsson að Stóra-Núpi i Gnúpverja- hreppi. Séra Bernharður Guðmundsson gat þess reyndar að fleiri á töflunni þættu gnúpverjalegir. Sjórinn ekki langt undan Sjórinn kemur oft fram á altaristöfl- um. Önnur tafla eftir Ásgrím er í Grinda- vikurkirkju, af Jesú að lægja öldur hafsins. Landslagið að baki er ramm- íslenskt og öldurnar reyndar líka. 1 Grindavikurkirkju er sérlega vingjarnlegt að sjá í ramma miklum og fallega útskornum verk Ríkarðs Jóns- sonar, ritningarorðin sem eiga við mynd- efnið á töflunni, skráð gullnu letri (úr Sálm. 107, 23—30 og Lút. 5. 1—30). Á Sigiufirði er að sjálfsögðu altaristafla með myndefni tengdu sjónum. Hún er eftir Gunnlaug Scheving. Konur og kunnugir á altaris- töflum Konur eru fátíðar á íslenskum altaris- töflum sem og víða annars staðar. Þó eru tvær konur á altaristöflu þeirri sem Baltasar málaði á Ólafsvöllum á Skeiðum. Þar eru reyndar mörg þekkt andlit. Séra Bernharður getur þess að Baltasar hafi sett sjálfan sig i gervi Júdasar. Taflan á Ólafsvöllum er bráðfalleg og lifandi og þar verður altarið lifandi framhald af borði Krists og lærisveinanna. Þeir sem ganga til 4141111 ITTTlim Jóhanna BJÖmsdóttir. (Ljósm.: Hörflur Óskarsson) OrgelíA borifl til Ábeajarkirkju i Skagafirði. Séra Ágúst Sigurðsson (i miflju) og Óskar Hannibalsson, eiginmaður Jóhönnu (t.h.), fá liðstyrk siðasta spölinn (5.8.1973). Þetta er eln fyrsta myndln sem 1946. Siðan hefur klrkjan tskið Jóhanna Bjömsdóttir tók af kirkjum nokkrum stakkaskiptum og var landsins. Hún er af kirkjunni að endurvigð eftir þnr breytingar 21. ÚHIjótsvatni eins og hún leit út árið mai 1961. Þegar Jóhanna Björnsdóttir er spurð hvað hafi verið erfiðast á ferðum hennar um iandið þegar hún hefur verið að taka myndir af kirkjum kemur svarið nokkuð á óvart „Trjágróðurinn í kringum kirkjurnar hefur verið mér einna erfiðastur," segir hún. „ Víða sóst iiia tii kirknanna vegna hans. Og þar sem ég hef áður komið sé ég oft mikia breytingu þegar tré, sem voru litiar hríslur, hafa vaxið svo að varla sóst í bygginguna." Hún sagði að einnig væri oft erfitt að mynda kirkjur sem stæðu hátt, en lót ekki mikið yfir sjóferðum og gönguferðum sem hún hefur lagt í tH að ná sumum mynd- anna. 49. tbl. Vikan 63

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.