Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Vikan


Vikan - 04.12.1980, Side 65

Vikan - 04.12.1980, Side 65
Kirkjulist Hvernig verður altaristafla til? í kirkjulist er oft leitað fyrirmynda og siðan skapað sjálfstœtt verk úr því. í kirkjunni á Stað í Súgandafirði er þessi altaristafla, góðkunn Kristsmynd er sett i rammíslenskt umhverfi kirkjunnar sjálfrar. Fjallið Göltur handan fjarðarins myndar þannig mjög eðlilegt umhverfi upprisu Jesú. Töfluna gerði Jón Kristinsson. LJÓSMYNDARAR: Guðjón Björnsson, Hörður Óskarsson, Jóhanna Björnsdóttir, Ragnar Th. Sigurðsson. Altaristaflan að Ólafsvöllum á Skeiðum. Hún er eftir Baltasar. Eins og sjá má er altarið í nánum tengslum við myndina, hluta hennar. íbúar í sveitinni fylgdust grannt með þegar taflan var máluð og ekki mun Baltasar alltaf hafa leitað langt að fyrirmyndum. Margir minnast þess vist að þessarar töflu hefur áður verið getið i blaðagreinum og miklu itarlegar en að þessu sinni. Ljósm. Hörður Óskarsson. Þessi altaristafla (Ijósm. Hörður Óskarsson) er að Stórólfshvoli og er eftir Þórarin Þorláksson listmálara. Svo skemmtilega vill til að dóttir hans, Guðrún Þórarinsdóttir, man eftir föður slnum er hann vann að töflunni og er reyndar önnur litlu stúlknanna á myndinni. Til að heyra meira um þessa fallegu altaristöflu heimsóttum við Guðrúnu að heimili hennar í Reykja- vik og hún lét okkur i té þessa frá- sögn um föður sinn: „Þórarinn málaði þó nokkrar altaristöflur. Ýmist voru það frum- myndir eða kópíur eftir erlendum listaverkum. Þessar töflur eru i kirkjum viðs vegar um landið. Mig langar til að segja frá óhrrfum sem ág varð fyrir er ég sumarið 1976 óvœnt stóð frammi fyrir einni þeirra. Ég var á ferðalagi austur um sveitir með konum úr prestkvennafálagi íslands. Þegar við á heimleiðinni keyrðum fram hjá kirkjunni að StóróHshvoli var stungið upp á þvf að fara inn og skoða hana. Ég sat næst bilhurðinni og varð þvi fyrst til að fara út, ganga upp að kirkjutröppunum og opna hurðina. Þegar inn kom blasti altaristaflan við már: Jesús blessar ungbörnin. Kristur situr fyrir miðju, barn sem hann er að blessa krýpur fyrir framan hann og annað barn stendur við hlið hans og horfir fram. Íslenskt landslag i baksýn. Allt þetta var svo kunnuglegt. Ég varð gagntekin djúpri lotningu. Gat þetta verið rótt? Eins og i leiðslu geng ág inn kirkju- gólfið og upp að altarinu til þess að athuga fangamarkið. Jú, það var ekki um að villast. í horninu hægra megin stóð Þ.Þ. 1914. Nú reiknaði ág í huganum 62 ár aftur I tímann. Ég man það eins og það hafði skeð ( gær er móðir min kallaði á okkur Dóru systur mina, klæddi okkur í náttkjóla á miðjum degi og leiddi okkur inn i stofu þar sem faðir okkar var byrjaóur að mála altaristöflu af Jesú, þar sem hann blessar ungbörnin; an við systurnar áttum að vera fyrirmyndir að börnunum. Þ6 ungar værum skynjuðum við að þetta var háleitt hlutverk sem okkur var ætlað. Ekki minnist ég þess að við mögluðum þótt við vœrum kallaðar frá leik til þess að sitja fyrir. Þetta voru helgi- stundir. Loks var listaverkinu lokið. Að sjálfsögðu fylgdumst við börnin ekki með hvert það átti að fara. Við höfðum lokið okkar hlutverki en aðrir áttu að njóta. Ég er þakklát fyrir að forsjónin skyldi leiða mig inn í þessa kirkju og leyfa már eftir öll þessi ár að standa augliti til auglitis við altaristöflu föður mins: Jesús blessar ung- bömin. 49. tbl. Vlkan 6S

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.