Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Vikan


Vikan - 04.12.1980, Síða 66

Vikan - 04.12.1980, Síða 66
Ragnar Th.) Guflrún Þórarinsdóttir ósamt eigin- manni sinum, Sigurjóni Gufljónssyni fyrrverandi prófasti, að heimili þeirra í Reykjavik. Ljósm. Ragnar Th. altaris neyta brauösins og vínsins með þeim við síðustu kvöldmáltíðina og þannig fær altarisgangan staðfestingu i myndinni. Konur á peysufötum eru þó áreiðan- lega einstakt myndefni á altaristöflu. Karen Agnete Þórarinsson, kona Sveins Þórarinssonar listmálara málaði þó einmilt peysufatakonur i stað kvenna i marglitum slæðum þegar hún túlkaði undrun kvennanna yfir dýrð guðs og er sú altaristafla i Hróðólfskirkju að Bæ i Borgarfirði. Sveinn málaði reyndar eina stærstu altaristöflu á landinu, á Húsa- vík. og þingeysku fjöllin eru þar i baksýn. (Sjá mynd.) Sums staðar eru engar altaristöflur heldur krossar eða líkneski i þeirra stað. Dæmi um slíkt eru einmitt á myndum með þessari grein. Kjarval kom líka vöð sögu Meistari Kjarval á heiðurinn af að minnsta kosti þrem altaristöflum hér á Biskupsstofu: sóra Bernharflur Guflmundsson. landi. í Borgarfirði eystra er myndefnið Kristur og lærisveinarnir og Dyrfjöll i baksýn. Mjög ólík þeirri töflu er altaris- tafla að Innra Hólmi undir Akrafjalli. Einfaldur kross er meginuppistaða fallegrar töflu þar. Í Blönduósskirkju mun þriðju töfluna vera að finna. Ekki eru allar altaristöflur málaðar. I Hrisey er altaristaflan úr góbelínvefnaði. Deilt er að visu um það og sumir telja hana málaða (nánari umfjöllun með mynd). Sums staðar eru predikunarstólarnir ofan við altarið. Svo er í Viðey, Snóks- dal, Bolungarvik, Eyri við Ísafjarðar- djúp, Reynistað i Skagafirði og í Vestmannaeyjum. Þessi lauslega samantekt sem varð að mestu til við spjall yfir myndunum hennar Jóhönnu ætti að sýna fjölbreytni i kirkjum landsins og að þar er margt merkilegt að finna. Hannyrðir í kirkjum Um hannyrðir i kirkjum átti ég stutt spjall við frú Magneu Þorkelsdóttur, en hún hefur fylgt manni sínum, Sigurbirni Einarssyni biskupi, um allt land á ferðum hans. Hún er einstaklega glögg kona á hannyrðir og sjálf hefur hún unnið svo marga fallega muni að ekki verður tölu á komið. Oft gleymist að fleira er list i kirkjum en altaristöflur, útskurður og fallegir gluggar. Eitt af því sem oft er litið fram hjá, talið of sjálfsagður hlutur til aðgeta sérstaklega, eru einmitt stórfalleg altarisklæði, höklar og óteljandi finunnir og listilega gerðir altarisdúkar. Magnea leit i myndaalbúm til að rifja upp alla þá fjölmörgu staði þar sem hún hefur séð fallega handavinnu á ferðum sinum. Margt kom i Ijós — margt er þó ósagt. Kaleikurinn og krossmarkið voru á mörgum altarisdúkunum og ýmist voru þeir saumaðir fíngerðasta saumi eða heklaðir. Magnea kvaðst hafa séð fleiri heklaða dúka á undanförnum árum. Yfirleitt er þeirra ekki getið sem dúkana hafa unnið, en þó er oftast vitað í upphafi hver gerir dúkana. Síðan gleymist nafnið og dúkurinn virðist höfundarlaus. Hógværð hannyrða- kvennanna er lika oft orsök nafnleysisins. Víða eru fallegir dúkar í litlum sveita- kirkjum og kvenfélög ýmissa sveita hafa lagt metnað sinn í að búa kirkjur sínar vel. Algengastir eru dúkar sem eru saumaðir og ýmsar aðferðir eru við saumana, hægt er að finna venecianskt bróderí, klaustursaum og heklaða dúka. Sumir dúkanna eru nýstárlegir og má þar nefna dúkinn í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd. Hann er saumaður i fínan hör með krosssaumi. Vinnan á honum er mjög falleg og fíngerð. Unnur Ólafsdóttir hefur verið allra kvenna mikilvirkust við gerð kirkjumuna. Eitt hennar merkustu verka er liklega svartur Ttökull i eigu Hallgrimskirkju. Margir hafa orðið til að nefna þann grip sem einn hinn fallegasta og sérstæðasta íslenskra kirkjumuna. Öll hennar verk eru talin einstæð vegna fallegs handbragðs og mikillar sköpunar- gáfu. Guðrún Jónsdóttir á ísafirði og Sigrún Jónsdóttir batiklistakona hafa einnig unnið fjölda kirkjumuna með nokkuðöðru sniði. Fróðasta manneskja um hannyrðir í íslenskum kirkjum mun án efa vera Elsa Guðjónsson, safnvörður á Þjóðminja- safninu, en hún hefur skrifað um þetta efni. Þegar Magnea var að blaða i myndaalbúmum kornu oft i hugann minningar um fallega dúka og greinilegt að þá er mjög viða að finna. í lítilli kirkju á Snartarstöðum í Norður-Þing- eyjarsýslu er rnjög fallegur dúkur. .Raufarhöfn, Ísafjörður (sjá mynd) og margir fleiri staðir liðu áfram i órjúfan- legri keðju fallegra hannyrða sem hljóta að gleðja augað. Og flestir eldri dúkanna eru eftir ónefnda konu. Sumir hinna yngri einnig. Falleg altarisklæði og höklar eru einnig oft eftir ónefnda listamenn. Og ef blaðað er í sögunum er sjaldan getið með nafni kvenna sem sitja við hannyrðir. Það er því skemmtilegt að vita, að eina undan- tekningu er að finna í Biskupasögunum í sögu Jóns biskups Ögmundssonar. Verið er að fjalla um efnilega skólasveina að Hólum: „Þar var ok I fræðinæmi hreinferðug jungfrú er Ingunn hét. Öngum þessum var hon lægri í sögðum bóklistum, kenndi hon mörgum grammatican ok fræddi hvern er nema viðldi; urðu því margrr vgl mentir undir hennrr hendi. Hon rétti mjök lát.inubækr, svá at hon lét lesa fyrir sér, en hon sjálf saumaði, tefldi eða vann aðrar hannyrðir með heilagra manna sögum, kynnandi mönnum guðs dýrð eigi at eins með orðum munnnáms hcldur ok með verkum handanna.” (Biskupasögur, Jóns saga helga, hin elsta, bls. 241) Margar fleiri konur hafa víst orðið til að kynna mönnum guðs dýrð með verkum handanna síðar þó fæstar séu þær nafngreindar. Kirkjulist er margslungin og enginn ætlar sér þá dul að gera henni fullnægjandi skil. Ekki einu sinni að komast lauslega yfirferð. En allir geta litið í kringum sig, spurt eða skoðað. Svo ótrúlega margt er að sjá og finna i kirkjum landsins þó margt hafi týnst eða tapast. Kirkjur hafa brunnið. fokið og faliegir munir glatast en mörgu samt verið bjargað fyrir mestu mildi. Það er algeng- ara en menn grunar að munir úr kirkjum hafi víða flækst og stundum heilu kirkjumar. 66 Vikan 49. tbl,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.