Vikan


Vikan - 04.12.1980, Blaðsíða 67

Vikan - 04.12.1980, Blaðsíða 67
Kirkjulist Kirkjur fjúka Gömul kirkja var á Reykhólum. Akveðið var að byggja nýja og það var gert, en þegar að því kom að rifa gömlu kirkjuna var hún talin of merkileg til að vera eyðilögð. Hún var því rifin niður spýtu fyrir spýtu, hver spýta merkt o/ flutt til geymslu að Bessastöðum. Síðar voru viðirnir fluttir vestur að Saurbæ á Rauðasandi. Kirkjan þar fauk 1966 og þar er nú verið að endurreisa kirkjuna. Gamla kirkjan á Svalbarðsströndinni var flutt til Akureyrar og er nú kölluð Minjasafnskirkja. Svo mætti lengi telja. í Heydölum standa nú tvær kirkjur. önnur gömul og hin ný. Til stóð að rifa göntlu kirkjuna en þegar sú nýja var risin gerðu menn sér grein fyrir að gamla kirkjan mátti ekki missa sig. Það er annars merkilegt hvað mikið hefur verið um að kirkjur hafi fokið. Þegar kirkja var reist á Auðkúlu i Húnavatnssýslu var hún byggð með veðurfarið i huga. Presturinn fór fram á að hafa hana allsérkennilega i laginu af því þar mun vera veðrasamt mjög (sjá mynd). 1908 fuku kirkjurnar að Reykjunt í Ölfusi, Stóra Núpi og Hrepphólum. Kór Hrepphólakirkju rifnaði frá kirkjunni. hún fauk upp i brekku og snerist í hálf- hring. Meðan kirkjan stóð þarna ntun hafa farið fram i henni jarðarför. Stóð Presturinn í opinu en kistan fyrir utan. Að Saurbæ á Rauðasandi fauk kirkja í ofsaroki í janúar 1966. Þá fauk líka Melgraseyrarkirkja. Og enn eru kirkjur byggðar. Vel hefur oft tekist til við byggingu nýrra kirkna, endurbyggingu gamalla og skreytingu. ’Sumir hafa þar lagt verulega vel hönd á Plóginn og varla óréttmætt að nefna þar sérstaklega ein hjón, Jón og Grétu Björnsson, sem hafa skreytt margar kirkjur. Mildir litir og falleg mynstur eru Vist mörgum kunnugleg, þó sjaldnar sé þeirra getið sem verkið unnu. Þó ekki sé hægt að tala um islenska hefð í kirkjuskreytingum er margt að finna í islensku kirkjunum sem gleður augað. Og það er gott til þess að vita að viða hefur gömlum fallegum munum verið bjargað frá skemmdum og lögð faekt við það sem áður þótti litilsvert. Altaristöflur hafa verið hreinsaðar upp °g ýmislegt komið í Ijós sem menn höfðu ekki hugmynd um áður. Og nýjar kirkjur eru byggðar, margar hverjar mjög fallegar og vel búnar. Vera má að um þessi jól veiti menn einhverju athygli sem þeir ekki hafa áður séð í kirkjunni sinni, þó vonandi láti enginn ytra prjál verða aðalatriðið í huga sinum. Því auðvitað er ytra byrðið aðeins mikilvægt í beinu samhengi við innri verðmæti. Auðkúlukirkja i Húnavatnssýslu. Hún er sérkennilega löguð og mun það vera vegna þess að prestur bað um að tekið yrði tillit til vindasamrar veðráttu við smfði hússins. Ljósm. Jðhanna Björnsdðttir. /s/enskt /andslag á altaristöflum: í Grunnavík er altaris- tafia eftir þýskan listamann. Hann dva/dist þar um hríð og máiaði Grunna- víkurfjöllin, fórsvo heim ti/ sín með myndina og máiaði Kristsmynd inn á. Kristur var þar sýndur í fjárhóp en auðséð að það er ekki Grunnavíkurféð. í Bakkagerði (í Borgarfirði eystra) er a/taristafia eftir Kjarvai er sýnir Krist að fiytja fjaiiræðuna — með Dyrfjöiiin í baksýn. Sagt er að Jóni Heigasyni biskupi hafi orðið að orði er hann sá altaristöfluna: „AHs staðar þarf hann að klessa Dyrfjöllunum." í Garðakirkju á Áifta- nesi er a/taristafia eftir Haiidór Péturs- son. Þar má sjá Kei/i i baksýn. Þetta er kirkjan að Skeggjastöðum í Norður-Múlasýslu. Eins og sjá má er af henni hin mesta prýði. Sterklega kom til tals að rífa hana og byggja nýja. Þess í stað var brugðið á það ráð að gera kirkjuna upp og byggja við hana. Það var gert í samráði við Kristján Eldjárn og varla verður annað sagt en vel hafi tekist til. Presturinn, séra Sigmar Torfason, mun ekki eiga hvað minnstan þátt í að svo giftusamlega tókst til að þessu sinni. En myndin talar sínu máli, eitt dæmi, sem betur fer, af mörgum um að hægt er að gera gamlar kirkjur fallega upp og viðbyggingar geta verið mjög smekklegar. 49. tbl. Vikan 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.