Vikan


Vikan - 04.12.1980, Side 80

Vikan - 04.12.1980, Side 80
Texti: Borghildur Anna Ljósm.: Ragnar Th. Villta vestrið Úr villta vestrinu Tískan getur á stundum verið harður húsbóndi og þeir sem henni vilja þjóna mega hafa sig alla við. Hvort það sem best þykir hverju sinni er þægilegt í notkun skiptir engu höfuðmáli og ýmislegt á sig lagt með glöðu geði I því efni. Á þessu ári hafa tvær megin- línur á sviði fatatískunnar verið meira áberandi en nokkuð annað. Annars vegar er það hjólaskauta- og æfingafata- tískan og hins vegar kúreka- eða indíánaútlit. Síðari hluta ársins hafa þeir síðarnefndu orðið mun meira áberandi og þykir nú sallafínt að virðast nýkominn úr vilita vestrinu. Gildir þá einu hvort viðkomandi minnir á undirokaðan indíána eða byssuglaðan kúreka. Kögur og leggingar, sem fyrir skemmstu þótti beinlínis púka- legt, þykir nú hápunkturinn. Skórnir fara ekki varhluta af þessum sveiflum frekar en annar fatnaður og i dag vogar sér enginn heilvita maður út undir bert loft í skóm með breiðri kúlutá og þykkum sjálfsbjargar- sólum. Nú skulu skórnir minna rækilega á villta vestrið með kögri og tilheyrandi. Annað- hvort eru það mokkasínur með indíánalagi, sem þykja hreinasta æði, eða skóstígvél, með kögri á kögur ofan. Ragnar Th. hitti þessa fínu fætur í veitingahúsinu Óðali nú á dögunum og myndin segir víst meira en mörg orð. \S 80 Vlkan 49. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.