Vikan


Vikan - 04.12.1980, Síða 95

Vikan - 04.12.1980, Síða 95
Maria Gunnbjðriisdóttir, Túngötu 33, 460 Tálknafirði, óskar eftir að skrifast á við krakka á aldrinum 12-15 ára. Áhugamál margvísleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Svarar öllum bréfum. Sven Skjett, Engvej 22, DK-6094, Hejls, Danmark, óskar eftir pennavinum. Hann er 19 ára, skrifar ensku og þýsku auk dönsku. Áhugamál eru mörg. Sissel Gulliksen, Hovlandvn. 6A, 3140 Borgheim, Norge, skrifar fyrir sína hönd og vinkonu sinnar. Þær eru 15 og 16 ára og óska eftir pennavinum á sama aldri. Áhugamál eru hestar, hundar, dans og ýmislegt annað. Ása Valsdóttir, Túngötu 42, 101 Reykjavik, óskar eftir pennavinum, strákum og stelpum 15-20 ára. Svarar öllum bréfum. Áhugamál íþróttir. Anthony Sackey, P.O. Box 177, Cape Coast, Ghana, West Africa, er 16 ára og óskar eftir pennavinum á öllum aldri. Áhugamál íþróttir, söngur, fótbolti og frímerkjasöfnun. Þori ekki að fara til kvensjúk- dómalæknis Kæri Póstur. Ég kaupi alltaf Vikuna af gömlum vana og hún er líka fínt blað. Ég hef líkast til tvisvar skrifað Póstinum áður og ég þakka fyrir svörin. En nú er ég með vandamál og spurningar handa þér og bið þig að leysa þau ef þú mögulega getur. Mig langar að fara til kvenlæknis en ég þori ekki fyrir mitt litla líf. Ég er stundum með pirring eða kláða í leggöngunum. Er það eðlilegt? Éger 15 ára og skammast mín hálfgert fyrir að vita þetta ekki. Samt finnst mér einhvern veginn að þetta eigi ekki að vera svona. Þetta er mjög óþœgilegt. Það var þetta sem ég ætlaði að tala um við lækninn. Ég sé mig i anda Hggja uppi á bekk og einhvern kall vera að káfa í klofinu á mér. Eg pantaði einu sinni tíma en afpantaði hann. ég bara þorði ekki. Svo hef égfrekar mikla útferð (stundum). Eg bið þig að svara mér fljótt. Svo langar mig að vita af hverju koma slit í brjóstin. Ég var nefnilega að taka eftir sliti í brjóstunum á mér. Og ej maður yrði nú óvart óléttur og vill fá fóstureyðingu þurfa þáfor- eldrar að vita af því? En strákurinn sem á krakkann? Jæja. elsku Póstur, ég vona að ég fái svar fljótt. AM Ljóst er að þú mátt til að hrista af þér feimnina og drífa þig til kvensjúkdómalæknis. Það er þeirra starf að rannsaka konur og fyrir þeim er sjúklingur aðeins sjúklingur. Þegar á hólminn er komið mun þér finnast að læknirinn sé aðeins læknir en ekki einhver „kall”. Konur komast vart í gegnum lífið án þess að þurfa einhvern tíma að leita kvensjúkdóma- eða fæðingarlæknis. Það er mikil- vægt að temja sér sem fyrst já- kvætt og eðlilegt viðhorf til þess- ara mála. Lýsingin bendir til þess að það hrjái þig kvilli í leggöngunum. Hann þarf alls ekki að vera alvarlegur kynsjúkdómur. Algengt er að kláði og útferð úr leggöngum stafi af óæskilegum sveppagróðri. Þetta getur smit- ast, ekki aðeins við samfarir heldur og á klósettum. Kvillinn læknast alls ekki af sjálfu sér. Læknismeðferðar og lyfjagjafar er þörf. Sjúkdómurinn er hins vegar ekki erfiður viðfangs og ekki ástæða til að óttast. Slit í brjóstum stafar í þínu tilviki af því að vöxtur brjóst- anna er mjög hraður. Húðin nær ekki að teygjast sem skyldi. Með tímanum dofna slit af þessu tagi og verða lítt áberandi. Fóstureyðing er ekkert gamanmál og reynir bæði á líkama og sál. Hún er aðeins framkvæmd á sjúkrahúsum og krefst nokkurra daga legu. Samfarir án þess að getnaðar- varnir séu notaðar, sé getnaðar ekki æskt, eru fáránlegt ábyrgðarleysi. Fóstureyðing er ekki getnaðarvörn heldur neyðarúrræði. Barnshafandi stúlka hefur sjálf ákvörðunar- vald í málinu ásamt læknum. Sé samþykkis foreldra eða barns- föður ekki óskað er þess ekki þörf. Búi stúlka heima hjá for- eldrum er á hinn bóginn sjálf- sagt mjög erfitt að halda fóstur- eyðingu leyndri fyrir þeim. Það gerir ekkert til þótt Flugleiðir séu hættar að fljúga annað en til Tókió. Við förum þaðan með flugvél til Moskvu, og viku seinna komumst við svo til Kaupmanna- hafnar. Fariö kostar ekkert meir en áður, flugferðin er niðurgreidd af rikinu! Þetta táknar ekki annað en að hætt hefur verið við næstu kauphækkun. ekki fullþung fyrir pabba? Skop 49. tbl. Vikan 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.