Vikan


Vikan - 16.07.1981, Page 9

Vikan - 16.07.1981, Page 9
smekk. Þarna eru líka veitingahús á hverju strái og dyggum Vikulesendum er bent á leiðsögn Jónasar um þau i fyrrasumar í Vikunni. Gondólar á móti umferðinni Þeir sem kjósa mannlifið komast fljótt að raun um að tveir möguleikar eru allra kosta vænstir. Að setjast á úti- veitingahús (sem er skynsamlegast eftir heimsókn í Hertogahöllina) eða rölta af stað. Veitingastaðirnir við Markúsar- torgið eru dýrastir en Markúsartorgið er nú einu sinni . . og svo framvegis, svo margir falla i freistni. Röltið getur leitt menn á ýmsar slóðir. Ef þeir nema staðar á einhverri brúnni sjá þe'r kannski farkosti Feneyinga fara fram og til baka og ef nánar er að gáð má ef til vill koma auga á göndóla þverbrjóta allar umferðarreglur, aka á móti einstefnu og beygja þar sem harðbannað er að beygja. Aðrir bátar fara hins vegar eftir skiltunum. Líklega eru gondólarnir á undanþágu í umferðinni í Feneyjum. Siglt inn í fortíðina Sendiferðabátar þeysa um Stórasíki fullir af kókkössum á þvílíkum hraða að menn sannfærast fljótt um að einhvers staðar hljóti einhver að vera að sálast úr þorsta. Og ef þér dettur i hug að bíða eftir vaporetto síkisstrætó þá kemstu fljótt að raun um að þeir stoppa ekki allir á þinni stoppistöð. En iðandi mannlífið og fjölbreyttir farkostir sem fram hjá fara gera ferð til Feneyja að ævintýri sem enginn gleymir. — Og í ljósaskiptunum er svo stundum farið í gondóla, siglt inn i fortiðina með skap- góða söngvara á einhverjum gondólanum, ólýsanlegt ævintýri, sem er hafið yfir alla gagnrýni. Það sem minnisstæðast er úr slíkri ferð er kannski fólkið sem kemur út í gluggana og veifar og samgleðst svo innilega að allir hljóta að hrífast með. Gondólar dagsins í dag eru svo sem ekki bráðnauðsynleg samgöngutæki lengur en þeir eru ómissandi í borg sem Feneyjum, ferðamönnum skemmtilcg upplifun og ræðurunum lifsafkoma yfir sumartímann. Á vetrum fellur á þá snjóföl, þegar þannig viðrar, en þeir eru tilbúnir að vori að taka við nýjum ferða mönnum og ferja þá um Feneyjar. 29. tbl. Vikan 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.