Vikan


Vikan - 16.07.1981, Blaðsíða 9

Vikan - 16.07.1981, Blaðsíða 9
smekk. Þarna eru líka veitingahús á hverju strái og dyggum Vikulesendum er bent á leiðsögn Jónasar um þau i fyrrasumar í Vikunni. Gondólar á móti umferðinni Þeir sem kjósa mannlifið komast fljótt að raun um að tveir möguleikar eru allra kosta vænstir. Að setjast á úti- veitingahús (sem er skynsamlegast eftir heimsókn í Hertogahöllina) eða rölta af stað. Veitingastaðirnir við Markúsar- torgið eru dýrastir en Markúsartorgið er nú einu sinni . . og svo framvegis, svo margir falla i freistni. Röltið getur leitt menn á ýmsar slóðir. Ef þeir nema staðar á einhverri brúnni sjá þe'r kannski farkosti Feneyinga fara fram og til baka og ef nánar er að gáð má ef til vill koma auga á göndóla þverbrjóta allar umferðarreglur, aka á móti einstefnu og beygja þar sem harðbannað er að beygja. Aðrir bátar fara hins vegar eftir skiltunum. Líklega eru gondólarnir á undanþágu í umferðinni í Feneyjum. Siglt inn í fortíðina Sendiferðabátar þeysa um Stórasíki fullir af kókkössum á þvílíkum hraða að menn sannfærast fljótt um að einhvers staðar hljóti einhver að vera að sálast úr þorsta. Og ef þér dettur i hug að bíða eftir vaporetto síkisstrætó þá kemstu fljótt að raun um að þeir stoppa ekki allir á þinni stoppistöð. En iðandi mannlífið og fjölbreyttir farkostir sem fram hjá fara gera ferð til Feneyja að ævintýri sem enginn gleymir. — Og í ljósaskiptunum er svo stundum farið í gondóla, siglt inn i fortiðina með skap- góða söngvara á einhverjum gondólanum, ólýsanlegt ævintýri, sem er hafið yfir alla gagnrýni. Það sem minnisstæðast er úr slíkri ferð er kannski fólkið sem kemur út í gluggana og veifar og samgleðst svo innilega að allir hljóta að hrífast með. Gondólar dagsins í dag eru svo sem ekki bráðnauðsynleg samgöngutæki lengur en þeir eru ómissandi í borg sem Feneyjum, ferðamönnum skemmtilcg upplifun og ræðurunum lifsafkoma yfir sumartímann. Á vetrum fellur á þá snjóföl, þegar þannig viðrar, en þeir eru tilbúnir að vori að taka við nýjum ferða mönnum og ferja þá um Feneyjar. 29. tbl. Vikan 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.