Vikan


Vikan - 16.07.1981, Page 13

Vikan - 16.07.1981, Page 13
Framhaldssaga Hann rétti upp höndina. „Engin læti. Ég skal segja þér allt af létta en leyfðu mér að fara úr jakkanum fyrst.” „Fyrirgefðu, elskan. Ég var bara vit- laus. Ég á kaffi á könnunni handa þér.” Hún tók við jakkanum, sem var votur af snjóflygsum, og hengdi hann upp á krók. Svo tók hún í hönd hans og fór með hann fram í eldhús. Cathy Davidson hellti kaffi í tvo bolla. Hún náði í smákökur inn í skáp og þau gengu hlið við hlið inn í setustofuna. Stór sófi var við einn vegginn og grænir púðarnir stungu skemmtilega í stúf við Ijósbrúnt áklæðið. Tveir armstólar voru andspænis sjónvarpinu. Lampar voru á hornborðunum og lýstu stofuna mátu- lega upp en á gólfinu var fölgrænt teppi út í horn. Stofan leit vel út en var heldur fátæklega búin húsgögnum. Cathy vissi samt vel hvernig hún vildi hafa heimili þeirra Karls. Von Haaz settist í sófann og teygði úr löngum leggjunum. Cathy setti kaffið og kökurnar á borðið fyrir framan hann. Síðan settist hún við hlið hans og lét fara vel um sig. „Jæja,” sagði hún og leit á hann. „Út með það.” Karl von Haaz lagði frá sér kaffiboll- ann og kveikti sér í sígarettu. Hann blés reyknum hugsandi frá sér. „Fyrst lítum við á það sem ég er með í töskunni.” Augnaráð hans var jafn- kuldalegt og klakinn i Niagarafossum. Hann hikaði. „Við bíðum eftir símtali. Svo förum við bara,” bætti hann við en hann brosti ekki. Cathy varð litiðá hann. Málrómurinn var jafnhörkulegur og augnaráðið og hún vissi að nú skipti aðeins eitt þau máli — að komast Bandaríkjamegin við Rainbow Bridge. „Ég skil,” sagði hún lágt og fitlaði við kaffibollann. „Þú vilt að ég haldi að þetta sé auðvelt .. . svona eins og að velta ofan í tunnu!” bætti hún hlæjandi við. „En það verður víst ekki auðvelt, Karl. Heldurðu að það komi eitthvað fyrir?” Karl vissi að hann yrði að ganga frá þeirra málum. Allt hafði verið búið undir þessa stund. Hún varð að trúa honum. Hann leit á hana. Hann var ‘ tekinn og dökkt hárið stakk óþyrmilega i stúf við augnalitinn og hann herpti var- irnar saman. Þetta var hörkulegt andlit. Öllum nema Cathy Davidson hefði fundist það grimmdarlegt. „Já, það getur allt gengið úrskeiðis, Cathy,” sagði hann. „Þá skjóta þeir mig.” Hann sagði þessi orð'vitandi um áhrif- in. „Nei, Karl!” veinaði hún af skelfingu og tók fyrir munninn. „Jú, Cathy. Þeir gætu skotið mig. Þú verður að horfast í augu við það.” „Ég veit að þú hefur talað um þetta við mig áður, Karl, en hvers vegna gæti þeim dottið í hug að skjóta þig? Þú ætlar að hjálpa þeim.” Hún hækkaði sifellt róminn. Hún lagði bollann frá sér og von Haaz tók um hönd hennar. Hún var köld. „Þú veist ekki í hvernig heimi ég hef lifað, Cathy. Reyndu ekki að skilja hann. Þér er hins vegar óhætt að trúa því að við verðum að horfast í augu við þessa ógn. 1 mörg ár hef ég unnið gegn Bandarikjamönnum. Rússarnir björg- uðu mér þegar ég var í algjörri fjár- þröng. Það var ekkert glæsilegt við það, ég var tækifærissinni. Sumir aðhylltust Rússa en aðrir fylgdu Bandaríkjamönn- um. Ég vann mína vinnu. Ég stóð mig vel í starfinu. Ég vann ekki af neinni ánægju né tilfinningu. Ég var engum trúr. Mér þötti ekki vænt um neinn. Þannig var ég svo árum skipti.” Von Haaz laut í áttina til hennar. Hann tók um hönd hennar. „Ég átti að búa mig undir aðgerðir í Bandaríkjunum. Ég átti að þjálfa mig í Frakklandi, í París. Manstu það?” Cathy kinkaði kolli. „Ég man það,” hvíslaði hún. „Ég átti að vera innflytjandi til Kan- ada sem færi í ferðalag til Ameríku. Allir ætluðu að sjá um vegabréfið fyrir mig, en svo ..og nú mýktist rómur Karls, „fór ég inn á skrifstofu Air Kanada á Boulevard de Capucines. Ég ætlaði aðeins að fá flugáætlun en dökkhærð, fíngerð stúlka rétti mér hana. Ég man mjög vel eftir því sem þú sagðir fyrst við mig.” Hann brosti við. „Ætlið þér til Kanada, sir?” sagðirðu. Ég veit ekki hvort það var kanadíski hreimurinn í röddinni eða brosið á vörunum eða augnsvipurinn bak við þessi gleraugu, en ég varð hrifinn af þér um leið og ég tók við tímaáætluninni. Ég var næstum dá- leiddur af þér. Mig langaði til að sjá þig aftur og tala við þig. Mig langaði til að vita hvernig ég gæti fengið þig til að hlæja eða gráta. Því kom ég aftur næsta dag.” 29. tbl. Vikan 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.