Vikan - 16.07.1981, Qupperneq 14
„Ég man eftir þessu. Ég sá þegar þú
komst inn. Það voru tveir aðrir að vinna
en ég sat uppi með eldgamlan karl sem
vildi komast til Japan. Ég hélt að ég
slyppi aldrei frá honum!” Cathy hló
ánægjulega. „Svo sá ég þig líta á bækl-
ing. Þú beiðst þangað til gamli karl-
inn var farinn og komst til mín. Ó,
Karl,” sagði hún og hallaði höfðinu að
brjósti hans, „elsku Karl, ég elska þig.”
Hann dró hana blíðlega að sér.
„Ef þú lest i blöðunum, Cathy, að ein-
hver hafi gerst landflótta er engu líkara
en mennirnir hafi gengið að fyrsta
manni sem þeir mættu og sagt: Ég er
kominn. Þannig er það bara ekki.
Bandaríkjamenn vita allt um mig. Við
verðum að fara gætilega á leiðinni til
Kanada. Kannski verðum við svo
heppin að sleppa. Kannski ekki.” Hann
sló öskuna af sígarettuni á gólfið. „Rúss-
arnir treysta mér enn. K G B hefur trú
á mér. Ég verð i þeim verkefnum sem ég
var æfður í í París. En þeir eru ekki
hugsanalesarar. Þeir hafa enga hug-
mynd um að ég fylgi þeim ekki lengur að
málum og hef ákveðið að láta þá lönd og
leið.”
Cathy virti hann vandlega fyrir sér.
„Þeir vita það ekki en kannski fylgjast
þeir vel með mér svo að það verður ekki
svo auðvelt, Cathy,” bætti hann við.
„Ég skil allt nema það sem þú sagðir
um Bandaríkjamennina, Karl. Ætlarðu
ekki að hjálpa þeim?”
Von Haaz fann ungan líkama hennar
þrýstast að sínum.
„Það er rétt að ég segi þér sannleik-
ann,” sagði hann hörkulega. „Ég skaut
einn besta sendimann C I A i Berlin
fyrir tveim árum. Þeir geta ekki fyrir-
gefið mér það,” sagði von Haaz hrað-
Ijúgandi. „Ég get ekki farið til þeirra. Ég
verð fyrst að tala við F B I eða ein-
hverja aðra stofnun. Ég get ekki talað
viðCI A strax.”
Karl beiðeftir viðbrögðum hennar.
Hún settist upp á sófanum. Hún tyllti
sér á brúnina, hvíldi olnbogana á hnjám
sér og studdi lófum undir hökuna.
Augnaráðið var flöktandi.
„Svo að þú heldur að þeir reyni að
drepa þig og stela þér frá mér?” Rómur
hennar var þrunginn af niðurbældum
tilfinningum. Hún var mjög hraðmælt
þegar hún hélt áfram að tala: „Þú gerðir
aðeins það sem þeir höfðu gert þér og nú
ætti ég að missa þig vegna þess. Nei,
Karl,” næstum veinaði hún, „getum við
ekki komið okkur héðan þegar þessu er
lokið? Farið eitthvað þangað sem enginn
þekkir þig?” Hún greip um jakkaboðung
Karls eins og hún væri að skipa honum
aðhlýða sér.
Von Haaz létti. Hann brosti von-
góður. Hann hélt andliti hennar milli
lófa sér og kyssti hana.
„Brostu, brostu bara,” hvíslaði hann.
Hann leit á úrið. Klukkan var sjö.
Hann dró hana á fætur.
„Komdu,” sagði hann bliðlega og fór
með hana að glugganum. Hann hag-
ræddi rúllugardínunum. „Nú fara þeir
að koma,” sagði hann og leit niður göt-
una til hægri.
Cathy Davidson gretti sig.
„Við hverju eigum við að búast?”
spurði hún.
Falsarinn
„Þessu!” sagði Karl von Haaz.
Himinninn breytti um lit um leið og
Cathy leit til Falls Street i áttina að Nia-
gara Road. Rauðir, purpurabláir og ljós-
bláir glampar féllu á fallandi snjóinn
fyrir utan og öll veröldin virtist skreytt
dýrðarljóma.
„Ó, þetta er undrasjón!” hvíslaði
Cathy og leit yfir himininn.
„Já,”svaraði hann. „Furðusjón.”
Þau stóðu kyrr og héldust í hendur.
Loks spurði Cathy: „Gera þeir þetta á
hverju kvöldi?”
„Já, á þessum árstíma frá klukkan sjö
til rúmlega hálfníu. Og,” bætti hann við
og leit á hana, „við verðum komin yfir
brúna klukkan hálfníu, Cathy.”
Hann strauk yfir hár hennar.
„Heldurðu að þetta fari allt vel?”
spurði hún í von um að hann hughreysti
hana.
„Auðvitað, Cathy. Svo' giftum við
okkur á eftir og eignumst börn."
„Börn?” spurði hún.
„Já, börn.”
Hún leit á hann og vonarglampinn
var áberandi í augum hennar.
„Hefurðu gleymt loforðinu?” spurði
Karl.
Cathy brosti og daufur litur kom í
vanga hennar.
„Höfum við tíma?” hvíslaði' hún og
von Haaz kinkaði kolli.
Það snjóaði fyrir utan. Hvert snjó-
kornið af öðru féll ofan á flygsurnar á
þaki Fordsins. Allt virtist hafa stöðvast i
smábænum Niagara nema snjórinn og
vatnið í fossinum. Ljós skinu að baki
glugganna en engin umferð var um veg
ina. Fossdynurinn einn heyrðist.
Það var þumlungsþykkt snjólag á þaki
bílsins þegar Cathy og Karl komu fram I
eldhús. Stúlkan var rólegri og úr augum
hennar Ijómaði hamingja.
Karl borðaði beikon og egg, mörg egg.
„Borðaðu eins mörg og þú getur,”
sagði Cathy hlæjandi og spældi fleiri
fyrir hann. „Það er ófært að skilja þau
eftir. Ég býst ekki við að við eigum leið
hérna framhjá í bráð. Annars væri gott
að eignast svona lítið hús þegar við erum
gift, Karl,” sagði hún og tók um hálsinn
á honum.
Hann klappaði á handlegginn á
henni en sagði ekki orð. Hann mælti
ekki neitt fyrr en hann var búinn að
borða en þá reis hann upp og gekk fram i
forstofuna. Hann tók töskuna og fór
með hana inn í setustofu. Cathy elti
Úrva/s dekk — Einstakt verð
GERIÐ VERÐSAMANBURÐ
Vörubíladekk
1100x20 14 pl. Roadstone
1100X20 14 pl. Gcncral tramdckk
1000X20 14 pl. Roadstonc
825X20 12pl. Roadstonc
1100X20 Búkkadckk, góð
Jeppadekk
I R 78x15 Lada Sport
I R 78x15 Lada Sport á fcigum
IIR 78X 15 Bronco, Scout, VVilbs
I.R 78X 15 Bronco, Scout, VVilhs
.1 78x15 (700) Bronco
10X15
750 X 16
Sendibíladekk
LR 78X 15 8 pl.
875X16,5
950 X 16,5
750X 16
Samyang — sumardekk
600 x 12 j Daihatsu, Corolla
560 x 13 Cortina, Lada
590x13 Cortina, Lada
kr. 3.280.
kr. 4.109.
kr. 3.140.
kr. 2.240.
kr. 1.300.
kr. 375,-
kr. 395.
kr. 670.
kr. 1050,-
kr. 730,-
kr. 750,-
kr. 810,-
kr. 1050,-
kr. 1 520.-
kr. 850,-
kr. 1030,-
kr. 1080.-
kr. 1520,-
kr. 350.-
VAN8PL
Frábær
ending
við
íslenzkar
aðstæður
Meðmæli
fyrir hendi
615X13
645 X 13
600 X 15
Mazda, Datsun
Cortina, Ma/da
Saah, Vobo
kr. 350,-
kr. 435,-
kr. 600.
Sumardekk
A78 X 13 gróf Suharu kr. 560.
A78 X 13 kr. 580.-
AR60 X 13 hreió kr. 560,-
BR78 X 13 Ma/da. BMVV kr. 670,-
C 78 X 14(695) kr. 640,-
K 78 X 14(735,700) kr. 670,-
F78 X 14 kr. 650.
G 78 X 14 kr. 660,-
H 78 X 14 kr. 690.
195/75 R 14(FR 78 X 14) Kairmont kr. 600.
205/70 R 14 Kairmont kr. 600,-
205/75 R 14 (KR 78 X 14)Malibu kr. 610.-
225/75 R 14 (HR 78 X 14) kr. 750,-
245/60 R 14 breið kr. 720,-
165 R X 15 Vobo, Saab kr. 550,-
195/75 R 15 (Volvo, Saab) kr. 610.
205/75 R 15 (FR 78X 15) Oldsmobile kr. 640,-
225/75 R 15(HR78X 15 H 78x15) kr. 710,-
235/75 X 15(LR 78 X I5L78 X 15) kr. 690,-
235/60 X 15 brcið kr. 545.
255/60 X 15 brcið kr. 545,-
265/60 X 15 breið kr. 555,-
J 78 X 15(700 X 15) kr. 840.-
Sólaðir vörubíla- og fóRtsbílahjóRiarðar í flestum stærðum
Sendum gegn póstkröfu um land allt
GÚMMÍV/NNUSTOFAN
Skipholti 35. Sími 31055.
14 Vikan 29. tbl.