Vikan - 16.07.1981, Page 15
Framhaldssaga
hann með augunum og elskaði hann sí-
fellt meira.
„Hlustaðu nú á mig, Cathy,” sagði
hann og herpti saman varirnar. „Svona
verður það að vera ...”
Snjór hafði fallið í för Fordsins.
Enginn annar hafði ekið að húsinu.
Það var jafnóhugnanlegt inni og úti.
Lítið logaði á olíulampanum og birtan
var dauf.
Mönnunum tveim stóð á sama um allt
og birtuna líka því að þeir ætluðu ekki
að fara eins og Karl og stúlkan.
Sergei Nogronsky sat I gömluip arm-
stól. Hann var of stór og þungur fyrir
stólinn svo að það brakaði og brast í öllu
þegar hann hreyfði sig.
„Ertu ánægður?” spurði Nogronsky
og svínsaugun virtu hinn manninn
vandlega fyrir sér. „Ég veit að það
kemur mér ekkert við hvort þú ert
ánægður eða ekki. Það er deildin þin
sem hefur áhyggjur af því, ekki ég. Nú
finnst mér tíminn helst til naumur svo
að mér fannst tími til að spyrja.”
Maðurinn sem kallaðist Zurotov leit á
Nogronsky. Hann gerði sitt besta til að
leyna vanþóknun sinni. Hann vissi að
hann var ósanngjarn. Hann var í K G B
og hvernig gat hann mótmælt þessu
flikki sem sat frammi fyrir honum? Var
hann kannski tómur að innan . . . líkt og
risastór ormur? Var það þetta föla hör-
und, lítil grísaaugun, sem minntu á kúlu-
legur, stutt hárið eða kraftarnir og orðið,
sem af manninum fór? Allir i K.G.B.
könnuðust við Sergei Nogronsky. Zuro-
tov hafði aldrei séð hann fyrr og honum
leist heldur illa á.
„Já, ég er ánægður,” sagði hann og
var á varðbergi. Það var líka rétt. Hann
hafði unnið gott verk á Karli von Haaz
þó að hann yrði að viðurkenna að það
hafði verið auðvelt að þjálfa manninn.
„Ég er ánægður,” endurtók hann, þó að
endurtekningin drægi úr áliti hans á
sinni deild.
„Hefurðu engar áhyggjur af stelp-
unni?”
Zurotov hristi höfuðið.
Nogronsky dró krypplaðan sigarettu-
pakka upp úr vasa sinum, stakk einni
milli varanna og kveikti í henni. Hann
bauð Zurotov ekki vindling.
„Heldurðu að svona sé raunhæft?”
spurði Nogronsky. Þessi efasemdar-
hljómur fór i taugarnar á Zurotov.
Annar eins maður og sat andspænis
honum gat ekki skilið svo viðkvæmar
aðgerðir.
„Þetta verður áhrifaríkt,” sagði hann
og lagði áherslu á orð sin. „Undirbún-
ingurinn hefur líka verið langur. Allt
okkar lið í Bandaríkjunum er blandað i
málið á einn eða annan hátt. Allt er gjör-
reynt og...” Hann þagnaði. Hann sagði
of mikið. Hann leit á svipbrigðalaust
andlit Nogronskys. Það var engin furða
þó að fólk væri hrætt við þennan mann.
Hann bærði ekki á sér en Zurotov fann
að maðurinn var í viðbragðsstöðu. Hann
braut um það heilann hvort hann svæfi
eða slakaði nokkru sinni á.
Zurotov reisáfætur.
„Þetta kremur Bandaríkin,” sagði
hann. „Það tröllríður Ameríku i eitt
skipti fyrir öll. Nægir það, Nogronsky?”
Tröllslegi maðurinn gaf enga vísbend-
ingu um hugsanir sínar. Hann henti
aðeins sígarettustubbnum í eldstóna.
Hann reis á fætur og opnaði buxna-
klaufina um leið og hann gekk út.
Zurotov yppti öxlum. Hann yrði laus
allra mála eftir tvær klukkustundir eða
svo. Þá kæmi Nogronsky honum ekki
lengur við.
2. HLUTI
Helen Sweeney, hávaxin og glæsileg,
leit á yfirmann sinn. Charles Mason of-
ursti fór hjá sér og henni fannst það
skemmtilegt.
Mason yggldi sig um leið og honum
varðlitiðá hana.
„Ég gripi simann og talaði við hann,
Helen, ef ég væri maður en ekki mús. Ég
segði að hann hefði skipað mér að bíða á
skrifstofu sinni og einkaritari minn biði
þar eftir mér. Hún þorir ekki að hreyfa
sig nema ég láti frá mér heyra svo
að...”
..ALVEG ÆDI!
Maturinn tilbúinn strax
LITTON
örbylgjuofn
Litton örbylgjuofninn er bandarísk völundarsmíð með tölvuminni og snerti-
rofum. Þú getur alfryst, hitað, steikt og haldið matnum heitum.
Auðvelt að hreinsa og íljótlegt að elda, auk þess eyðir ofninn 60-70% minna
rafmagni en eldavél. Það er ekki spurning um hvort þú kaupir örbylgjuofn -
heldur hvenær.
Bræðraborgarstíg 1 -Sími 20080 (Gengiö inn frá Vesturgötu)
29. tbl. Vikan 15