Vikan - 16.07.1981, Side 25
Ljósmyndaskóli Vikunnar V
Hvaða filmu?
Ljósmyndafilman er í raun dásamlegt
fyrirbæri og stórkostlegt til þess að
hugsa hvers hún er megnug. Til þess að
forðast mikla efnafræði fer þó best á þvf
að láta gott heita að vita að hún er búin
þeim eiginleika að sé ljósi hleypt að
henni í réttum skömmtum nær hún að
nema útlit „ljósgjafans” en „ljósgjafi” i
þessum skilningi er hvaðeina sem endur-
varpar ljósi undir því sjónarhorni sem
filman „sér”. Filman, rétt eins og
mannsaugað, sér aðeins ljós, misjafnlega
bjart og litt eftir endurkastseiginleikum
hvers hlutar (svart drekkur ljósið í sig en
hvítt endurkastar því næstum öllu). Það
sem gerir filmunni kleift að nema ljós
eru örfín silfurkorn í sérstakri upplausn
og sú er skýringin á þvi hvers vegna verð
á silfri og filmum fylgist svo náið að. Sé
filmunni skammtað of mikið ljós
(myndin tekin á of stóru ljósopi eða á of
litlum lokhraða) yfirlýsist hún en sé ljós-
skammturinn of lítill verður filman
undirlýst.
Rétt lýsing gefur sem sagt eðlilega
mynd en ekki er þó sopið kálið þó í
ausuna sé komið. Meðan filman hefur
ekki verið framkölluð er þessi mynd
engan veginn búin undir það að vera
skoðuð og mundi yfirlýsast og eyðileggj-
ast væri það reynt. Best er að fara með
filmur í framköllun sem allra fyrst eftir
að byrjað var að taka á þær því mynd-
gæðin minnka mikið við langa geymslu i
vélinni eða í filmuhylkinu uppi á hillu. í
framköllun er „verkun” Ijóssins á
filmuna kölluð fram í mynd og hún gerð
varanleg (hversu varanleg ræðum við á
eftir). Óáteknar filmur og raunar
ekki um aðra leifl afl raeða en afl taka
á hrafla filmu, i þessu tilviki Fuji 400
ISO.
Þessi mynd er gott dœmi um mynd-
efni sem öll utanaðkomandi lýsing
mundi að mestu eyðileggja og því er
Hrafler flbnur em nauflsynlegar til afl
„frysta" mikla hreyfingu, ekki síst ef
birtuskilyrði eru ekki hin bestu.
Þessi mynd var tekin á Ektachrome
200 ISO og hefði ekki veitt af 400
ISO.
áteknar einnig, séu þær ekki framkall
aðar strax, er best að geyma i kæliskáp.
Negativ og pósitív
Það eru til margar gerðir af filmum
með ýmsum sérstökum eiginleikum.
Bæði svarthvítum filmum og litfilmum
má fyrst skipta í tvo meginflokka, það er
að segja negatívar filmur og pósitívar.
Negatívu filmurnar eru „öfugar” í einu
og öllu þar sem svart er hvítt og hvítt er
svart og rautt er grænt og grænt er rautt
(þetta eru andhverfir litir i litrófinu).
Pósitívu filmurnar, skyggnurnar (slides),
eru hins vegar þann veg gerðar að séu
þær bornar upp að Ijósi sjáum við
myndina eins og hún á að vera enda eru
skyggnur venjulega notaðar til að sýna
myndir uppi á vegg eða tjaldi. Pósitíva
filman hefur þann kost að hana er hægt
að nota jöfnum höndum til mynd-
sýninga á tjaldi og til stækkunar á pappir
en hins vegar fást ódýrari stækkanir af
negatívri filmu. Þá þolir negatív filma
meiri hliðrun frá réttri lýsingu og hún er
mýkri og á því mun auðveldara með að
skila mislýstu myndefni svo viðunandi
sé. Aftur á móti nær pósitiva filman yfir
miklu stærra birtusvið þegar hún er sýnd
á tjaldi en strax og reynt er að stækka
hana á pappír undirlýsast skuggarnir og
háljósin yfirlýsast þar sem pappírinn
ræður ekki við birtusviðið. Þegar litur er
29. tbl. Vikan 25