Vikan


Vikan - 16.07.1981, Síða 27

Vikan - 16.07.1981, Síða 27
t Ljósmyndaskólónn Um þessa mynd þarf ekki að hafa mörg orð. Hún var tekin á 400 ISO llfordfilmu og á tilvist sína algjörlega að þakka hraða filmunnar. að komast af með meðalhraða filmu eins lengi og skilyrði leyfa með nokkru móti þvi skerpan (upplausnargetan) minnkar með auknum filmuhraða og hröð filma verður ólíkt grófkornaðri við stækkun en hæg filma. Það stafar einfaldlega af þvi að til að gera hana ljósnæmari eru ljósnæmu silfurkornin í henni höfð stærri en í hægari filmu. Allar myndir eru raunar ótölulegt safn lítilla punkta og miklu skiptir að þeir séu nógu litlir, margir og þéttir til að þeir sjáist ekki sjálfir heldur einungis myndin sem þeir mynda. llford hefur þó nýlega tekist að framleiða ótrúlega skarpa og fínkornaða 400 ISO svarthvíta filmu, XPI, en hún er jafnframt talsvert dýrari en aðrar svarthvítarfilmur. „Persónuleiki" filmunnar Þótt í verslunum sé að finna mikið úrval af filmum er alls ekki ráðlegt að nota þær allar jöfnum höndum. Hver filma hefur sinn „persónuleika” og það er miklu vænlegra til árangurs að þekkja viðbrögð einnar góðrar filmu við mismunandi aðstæðum en að hafa prófað þær allar. Ráðlegast er þvi fyrir flesta að finna sér meðalhraða filmu (100 til 125 ISO) og halda sér við hana en læra á séreiginleika hægari og hraðari filma þegar nauðsyn krefur. HORIUIÐ Vasa- og instamatic-myndavélar með föstum fókus geta yfirleitt ekki gefið skarpar myndir af hlutum sem eru nær vélunum en ca 1 og hálfur metri. Skerpan er hins vegar einna mest á bilinu einn og hálfur til þrír metrar. Þetta er rétt að hafa alltaf í huga og eins hitt að bestu myndirnar eru yfirleitt þær sem eru nógu einfaldar (ekki ofhlaðnar) Sem sagt — gætið þess að fara ekki nær myndefninu en 1,3 til 1,5 metrar en svo nálægt er sjálfsagt að fara til að fylla myndskoðarann með myndefninu. Hægar filmur cru aðalsmerki atvinnumannanna en það er til lítils að skreyta sig með þeim nema menn kunni með þær að fara. Þær krefjast geysinákvæmrar ljósmælingar og iðulega mjög stórs Ijósops og lítils lok- hraða. Hættan á að myndir verði hreyfðar og illa fókusaðar er því meiri sé tekið á hraðari filmu. Ljósmæling þarf aðöllu jöfnu að vera nákvæmari fyrir hægar filmur en hraðar. Flestar svarthvítar filmur þola þó ónákvæmni á bilinu 2 til 4 ljósop og negatívar litfilmur að minnsta kosti tveggja til þriggja ljósopa ónákvæmni. Pósitívar litfilmur þola hins vegar ekki ónákvæmni upp á meira en eitt Ijósop. Til að reyna að tryggja að ónákvæmnis- sviðið nýtist sem best getur verið nauðsynlegt að segja Ijósmæli mynda- vélarinnar „rangt” til um ljósnæmi filmunnar. ISO eða DIN tölugildi á filmum eru aðeins leiðbeinandi og segja ekki alla söguna. Fái menn nær undan- tekningarlaust undirlýstar myndir er ekki nema sjálfsagt að gefa mynda- vélinni upp helmingi lægri ISO-tölugildi en filmukassinn segir til um og þá að sjálfsögðu helmingi hærra tölugildi séu myndirnaraðjafnaði yfirlýstar. Litur eða svarthvítt Þótt þannig sé hægt að rnæla með meðalhröðum filmum fremur en hröðum þegar skilyrði leyfa gegnir öðru máli um val á milli litmynda annars vegar og svarthvítra mynda hins vegar eða val á milli negatívra og pósitívra filma. Þar verður ekki mælt með neinu heldur verður hver að velja fyrir sig. Eftirfarandi upplýsingum er jró sjálfsagt að koma á framfæri: Auk þess sem svarthvítar filmur eru ódýrari en litfilmur geta þær gefið mjög sterkar myndir þar sem litur mundi annars draga athyglina frá form- fegurðinni. Hitt er svo annað mál að litur á sér sterkar rætur í fegurðarskyni 29. tbl. Vikan 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.