Vikan - 16.07.1981, Page 34
Rólegir dagar
í Riddle Rock
Munið þið eftir Jessie James?
Dáðasta bófa villta vestursins,
lögleysingjanum sem fjöl-
margar kvikmyndir hafa verið
gerðar um og sýndar í kvik-
myndahúsum um allan heim.
Myndir sem lýsa taumlausu
villimannslífi hans. Það er því
skiljanlegt að ég hafi stansað
og litið með athygli á skilti sem
varð á vegi mínum í litla sléttu-
bænum Riddle Rock i Arizona,
i glugga kráarinnar „MIKE’S
BAR & SALLON ROOM i ryk-
ugri aðalgötunni í bænum. Á
því stóð: „Hér skaut Jessie
James Wild Bill Hickock í
byssueinvígi. Munið þið eftir
Wild Bill Hickock? Hann er
annar af þekktustu bófum
villta vestursins og hefur verið
gerður ódauðlegur í ýmsum
Hollywoodmyndum.
Ég ákvað að lita inn fyrir og
sjá staðinn þar sem Jessie
James gekk frá Wild Billy
Hickock. Maður fær ekki tæki-
færi á borð við þetta á hverjum
degi þó maður komist nú í eitt
og annað þegar maður er ferða-
langur með Greyhound-rútum
um þver og endilöng
Bandaríkin. Þetta var um
miðjan daginn og ekki mikið
skjól undan brennheitri sólinni
að hafa á aðalgötunni í Riddle
Rock.
Mike’s Bar & Sallon Room
var einmitt það sem mig
vantaði. Ég vatt mér inn um
grænmálaðar dyrnar á barnum
og gekk þungum hröðum
skrefum beint að barborðinu.
— Hæ, Mike, sagði ég, láttu
mig fá einn Seven up kaldan!
Ég var einn með
barþjóninum á barnum og mér
gekk vel að beina samræðunum
að Jessie James.
— Er það tilfellið að hann
hafi kálað Wild Bill Hickock
einmitt hér? sagði ég í
yfirheyrslutón.
— Yes sir, einmitt hérna í
þessari barstúku. Jessie stóð
nákvæmlega þarna sem þú
stendur núna og einmitt þarna
við borðið stóð Billy. Hann
hitti hann mitt milli augnanna.
Billy átti enga möguleika á að
jafna. Jessie var snöggasti
byssubófinn sem sögur fara af í
öllu villta vestrinu. Hérna er
kúlan, einmitt kúlan sem Jessie
sendi í hausinn á Wild Bill
Hickock.
Barþjónninn skellti kúlu á
barborðið fyrir framan mig, ég
tók hana upp fullur áhuga til
að sjá hana betur.
— Yes sir! sagði barþjónninn
með áherslu, það voru sko
tímar sem sögðu sex. Nú er
Riddle Rock eymdarhola,
ömurlega sorglegur staður,
rykfallinn og hér gerist aldrei
neitt. Billy the Kid, Miff Shot-
gun, Kansas-Kid, Cartwright
bræðurnir, Kaktus-Jim og
allir þessir gæjar komu'
hingað til Riddle Rock, einmitt
hingað á barinn þar sem við
stöndum núna, herra minn.
Einmitt hérna lifðu þeir lífinu
lifandi með stúlkunum sínum
og merktu pókerspilunum og
Stjörnuspá
llruluriitn 2l.m;ir\ 20.;i;»ril
Lifið brosir við þðr
þcssa dagana. hað
verður eitthvað lengur
þó ekki skulir þú búast
við endalausri
velgengni. Reyndu að
sinna vinum og vanda-
mönnum betur en
undanfarið.
Yiulirt 21.tipráI 2l.m;ii
Þessi vika verður hálf-
leiðinleg, að minnsta
kosti seinni hluti
hennar. Ástamálin, sent
annars hafa verið í lagi,
taka óvænta stefnu.
Vinur sem ekki hefur
sést lengi kemur
færandi hendi.
1\ihurarnir 22.mai 2l.júni
Nu eru miklar annir að
baki og þú þarft að gera
upp hug þinn. Tilfinn-
ingarnar eru i miklu
uppnámi en stjörnurnar
eru þér hagstæðar til að
ráða frani úr vand-
anuni. hað grillir I
ástarævintýri.
kr.'.hhínn 22. jum 2.1. juli
Haltu þig heima við
þessa viku, þú hefur
ekkert að sækja til
annarra staða. Reyndu
að skilja sjálfan þig í
stað þess að ana út i
hverja vitleysuna á
fætur annarri. Nú er að
duga eða drepast.
I.jnni'l 24. júli 24. iiíú*l
hú átt ferðalag i
vændum og betra væri
að undirbúa það vel.
Það verður stórskemmti-
legt en aðeins ef þú ferð
með góðu hugarfari af
stað og ætlar þér að
njóta lifsins og
gleðinnar.
Þú skalt fara á skemmti-
stað um helgina og slá
frá þér öllu amstri
liðinna daga. Einhver
verður á vegi þinum
sem á eftir að hafa
mikið að segja i lífi
þinu. Rautt er heillalitur
þinn.
\niiin 24.\c|)i. 2.Vul»l.
Miklir breytingatimar
fara i hönd. Leitaðu ráða
hjá þér reyndara fólki
um hvernigrétterað
bregðast við. Það er
alltaf sniðugt að fara út
að borða en heimilis-
ástand gefur varla
tilefni til þess núna.
Spnrúdrckinn 24.okl. 'M.iun.
Vertu hress þessa vikuna.
ekki veitir af. Fólk
hefur liaft áhyggjur af
þér undanfarið vegna
þess hvernig þú hefur
haft allt á hornum þér.
Hlutirnir eru ekki eins
slæmir og þú virðist
halda.
Hngmiirturinn 2l.nó\. 2l.clc\
Sambandið við hitt
kynið er heldur brösótt
um þessar mundir. Það
er sama hvað þú reynir
til að kippa því i lag,
ekkert gengur. Ekki
örvænta samt, innan
skamms fer að bregða
til hins betra.
Slcinijcilin 22.dc\. 20. j;in.
Eyðslusemin undanfarið
kemur þér illilega í koll
i vikunni. Endur-
skoðaðu afstöðu þina til
peninga, fjárhagurinn
lagast ekki öðruvisi. Þú
lendir í útistöðum við
vinnuveitandann og
skalt gæta tungunnar.
\aln\hcrinn 21. jan. I*>.f«?hc.
Þetta eru góðu dagarnir
þinir og láttu þá ekki
ganga þér úr greipum.
Vertu vinur vina þinna.
það kemur þér vel
seinna. Ungir og ógiftir
vatnsberar mega eiga
von á að úr rætist.
Fi\karnir 20.fcbr. 20.mar\
Þú hefur verið langl
niðri siðustu dagana en
nú rætist úr og vanda-
málin fá varanlega
lausn. Þú kynnist nýju
fólki sem kemur til með
að verða varanlegir
vinir. Óvæntur hlutur
kemst i hendur þínar.
34 Vikan 29. tbl.