Vikan - 16.07.1981, Page 39
Framhaldssaga
„Ertu alveg ... alveg viss um að þú
meinir það og munir aldrei ... aldrei
seinna skipta um skoðun?
Svar Steinars var ákveðið og sannfær-
andi: „Það er mér algjörlega óskiljanlegt
að nokkur skuli geta haft slíka skoðun.
Það hefur aldrei hvarflað að mér og mun
aldrei gera.”
„Ó, Steinar!” sagði hún og þrýsti sér
fastar að honum. „Þú ert sá eini sem ég
á. Þú ert sá eini sem viðurkennir mig
eins og ég er. Þú hefur hjálpað mér við
þennan erfiða fund míns eigin lands.
Kannski er það þetta sem hefur alltaf
verið ætlunin? Nú fer ég loksins að skilja
það. Ó, Steinar, ég er svo glöð yfir því að
hafa gert mér það Ijóst.”
Hún þrýsti sér ákaft að honum og var
svo einlæg og ástúðleg að Steinar varð
gagntekinn af hamingju og gleymdi stað
og stund. Hann kyssti hana ákaft og nú
var hún ekki köld og fráhrindandi eins
og síðast heldur endurgalt atlot hans fús-
lega.
Það voru nokkrir forvitnir og undr-
andi heimamenn sem urðu til að minna
þau á hvar þau voru. Þeir höfðu numið
staðar rétt fyrir framan þau og gláptu
forvitnislega til þeirra. Vanja og Steinar
stóðu fljótt upp og lögðu af stað áleiðis
til bæjarins. Þau leiddust, töluðu um líð-
andi stund og framtiðina. Vanja hafði
þegar ákveðið að þurrka fortíðina úr vit-
und sinni. Hún ætlaði að þvinga sjálfa
sig til að gleyma öllu því sem gerst hafði
I lífi hennar, öllu sem hún hafði bundið
vonir við og síðast en ekki síst gleyma
Þorbirni. Það yrði erfitt, hræðilega erfitt
þvi að jafnvel nú hraus henni hugur við
að fá aldrei að hitta hann framar. En nú
hafði hún gefið Steinari loforð sitt.
Henni mundi líða vel hjá honum.
Það var dökk, heiðrík hitabeltisnótt
yfir Madagaskar þegar Katarina sigldi
hægt og hljóðlega inn til Nossí Be og
varpaði þungum akkerum sínum í svart,
lognvært djúpið utarlega á höfninni.
Vanja hlustaði eins og í leiðslu á þetta
kunna hljóð þegar skipið lagðist við fest-
ar og undraðist hve hún var farin að una
því vel.
Hugljúf friðarkennd fyllti sál hennar.
Lifið hafði ekki reynst henni eins og hún
hefði óskað en hún hafði samt unnið,
jafnvel þótt hún hefði tapað. Allt til
þessa hafði hún barist gegn vilja örlag-
anna þangað til hún gerði sér að lokum
grein fyrir því að hann var sterkari en
hennar eigin vilji. Það hafði verið hörð
ogerfiðbarátta.
Henni var ljóst að nú var hún orðin
fullþroskuð kona. Hún hafði komist í
gegnum fyrstu og stóru þrautina sem
lífið hafði lagt á herðar hennar. Raunar
hafði ást hennar á Þorbirni alls ekki
slokknað skyndilega. Nei, hún bjó enn i
brjósti hennar, var enn lifandi og hlý og
mundi alltaf vera það — ef til vill aðeins
dvína lítið eitt þegar gleymskan breiddi
blæju sína yfir hana. En ást hennar á
Þorbirni skyldi ekki fá að gera hana
beiska. Hún skyldi ekki fá að raska
hlýrri og rólegri hamingju hennar og
Steinars.
Hún mundi alltaf verða innilega þakk-
lát fyrir það að hún fékk að kynnast og
njóta hinnar einu, miklu og fórnfúsu ást-
ar. Hún mundi alltaf verða Þorbirni
þakklát fyrir allt það sem hann hafði
gefið henni, fyrir allar hamingjusömu
bernskuminningarnar, fyrir löngunina
sem hann gaf henni til að sjá Madagask-
ar.
Hún sá daufan bjarma af ljósum
þarna inn frá og dökkar útlínur hárra
ása og hjalla bar við bláheiðan, stjörnu-
bjartan himininn. Hún ætlaði ekki að
fara inn til að sofa. Steinar hafði ekki
einu sinni hugmynd um að hún stóð hér
ein uppi á þiljum um hánótt. Hún gat
ekki veitt honum hlutdeild i þessu með
sér, hún varð að njóta þess alein, teyga
þetta hreina og tæra loft, þessa óraun-
verulegu, glæsilegu mynd — njóta
hennar með öllum sínum skynfærum og
alein.
Nossí Be — æsku- og draumabærinn
minn — það er sem þú veifir óljóst en
vinsamlega til mín og bjóðir mig vel-
komna. En vertu ekki hræddur. Ég er
ekki lengur með hugann bundinn við
ákveðnar kröfur um að fá að vita sann-
leikann um eitt sérstakt leyndarmál. Það
skiptir ekki lengur öllu máli fyrir mig
hvað þú faldir eitt sinn þarna inn frá
fyrir langa, langa löngu.
Það er svo skrýtið að þó að ég hafi
aðeins verið fárra daga gömul þegar ég
fór héðan er alveg eins og ég muni
glöggt aðég hafi verið hér áður. Auðvit-
að er það bara vegna þess að ég hef séð
myndirnar héðan hjá pabba og mömmu
og heyrt svo margt frá Nossí Be — en
engu að síður...
Fyrr en varði var þessi hljóða, frið-
sæla og áhrifaríka nótt liðin. Það var
ekki fyrr en fyrstu geislar morgunsólar-
innar gylltu himinhvolfið að Vanja
vaknaði til sjálfrar sín og gekk niður. En
hún fór ekki að sofa. Hún settist niður
við litla skrifborðið og tók að rita langt
bréf til foreldra sinna. Þar lýsti hún hug-
hrifum þeim sem hún hafði orðið fyrir
um nóttina og tilfinningum sínum og
þakklæti yfir þvi sem lífið hafði gefið
henni og kennt henni.
„Án þess að hugsa um það sem fram-
tíðin kann að bera i skauti sínu gleðst ég
mjög yfir því að hafa farið í þessa ferð.
Hún hefur leitt mig þangað sem líf mitt
hófst en fyrst og fremst hefur hún orðið
Höfum nú fengið þessa frábæru myndavél. Sameinar alla
kosti hinnar fullkomnu myndavélar: létt — lítil — hand-
stilltur eða sjálfvirkur hraði.
50 mm linsa með Ijósopi 1,7.
PENTAX ME er vél fyrir byrjendur jafnt og atvinnumenn.
Mikið úrval af linsum og fylgihlutum.
Verð: Kr. 3.966.-
Framköllum
allar litfilmur
á mettíma
Ef þú leggur filmuna
inn til okkar fyrir kl. 6, er
hún tilbúin kl. 3 næsta dag.
Filmur fyrir allar vélar
Landsins mesta úrval:
Litfilmur, svarthvítar og slides,
— Vilt þú
Kodak, Agfa, Fuji, Sakura, llford eða Polaroid?
Við höfum allar tegundir.
Sérverslun með Ijósmyndavörur,
Austurstræti 7, sími 10966.
29. tbl. Vikan 39