Vikan


Vikan - 16.07.1981, Qupperneq 43

Vikan - 16.07.1981, Qupperneq 43
I Langferð frá íslenska ríkinu. Þar með var látið til skarar skríða." Loks sagði Sigurður: „Rétt er að fram komi, að frá Wies- baden komu óskir um eitt íslenskt verk á efnisskránni og píanókonsertinn eftir Edvard Grieg. Varð að ráði að fenginn var norskur einleikari með hljóm- sveitinni við flutning hins norska tón- verks. Sú ákvörðun hefur sætt gagnrýni, en ástæður liggja til alls, án þess nánara sé út í það farið." Upphaf ferðar Fimmtudagurinn 14. maí i byrjun fjórðu viku sumars var tekinn snemma hjá hljómsveitarfólki og förunautum þess. Munu fáir hafa brugðið blundi síðar en hálffimm, enda ekki umtalsverð I tónleikasalnum i Kurhaus 15. mai. Fremst til vinstri er Grosser leikhús- stjóri, sem flutti ávarp. Til hægri er Kjell Bækkelund pianóleikari i tveimur útgáfum. töf á fyrirhugaðri brottför frá bækistöð hljómsveitarinnar í Háskólabíói, þar sem safnast var saman fyrir klukkan hálfsex. 1 almanakinu er 14. maí auðkenndur með orðinu vinnuhjúaskildagi, sem nú heyrir sögunni til. Þá skiptu vinnuhjú um verustaði, og var því óvenjumikið um fólk á ferð þann dag. Nú var líka margt fólk að búast til ferðar, ekki vinnuhjú nema þá í næsta óeiginlegri merkingu, heldur samstæður hópur listafólks að yfirgnæfandi meirihluta. Hljómsveitina skipuðu 66 manns í þessari för, en samfylgdarmenn voru hátt á fjórða tug að meðtöldum hljómsveitarstjóra, fararstjórum og aðstoðarmönnum. Morgunninn var mildur og lygn en ekki bjartur — og þegar við ókum suður Reykjanesbraut grúfði dökkgrátt skýja- farg yfir, en Ijóst var undir, ekki þó blátt. Keilir teygði toppinn upp í bakkann. Biðin á Keflavíkurflugvelli tók nokkuð á aðra klukkustund, en við vorum komin til lofts klukkan rúmlega 8. í stjórnklefa fór Viktor Aðalsteinsson með völdin, en aftur í sáu fjórar flug- freyjur um þjónustu alla, einstaklega þekkilegar allar saman, en þó skemmti- legaólíkarásýndum. Ekki hafði lengi verið flogið, þegar haldnar voru tvær tölur í hljóðnema vélarinnar, svo að allir máttu heyra. Sigurður Björnsson framkvæmda- og fararstjóri ávarpaði hljómsveitarfólkió og talaði um draum, sem nú væri að rætast, þegar farið væri til hljómleika- halds suður á meginland álfunnar. Þetta yrði hljómsveitinni áreiðanlega lærdómsrík ferð — og kvaðst hann vona að allt færi vel. Sigurður bar einnig fram velfarnaðaróskir til handa okkur hinum í fylgdarliðinu. — Hinn ræðumaður flugsins var Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari. Hún kvað forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, hafa beðið sig að færa leiðangursfólki bestu kveðju og óskir. Þetta þökkuðu áheyrendur auðvitað með hressilegu lófataki. Lent var á flugvellinum í Frankfurt 29- tbl. Vikan 43 I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.