Vikan - 16.07.1981, Qupperneq 45
Langferð
hlutverki allsendis óskyldu. í hliðarálmu
er Spielbank. sem er virðulegra heiti hjá
Þjóðverjum heldur en spilavíti á okkar
tungu. Ekki fór ég þangað inn, held
reyndar að þar hafi ekki verið opið á
tónleikatíma.
Ekki fór hljómsveitin okkar illa af
stað. Þjóðverjar tóku henni með lang-
varandi lófataki. Fyrst var leikinn
íslandsforleikur Jóns Leifs, byggður á
íslenskum þjóðlögum, fyrst og fremst á
tvisöngslaginu „tsland farsælda frón”.
Veitingahúsið i útjáðri Miinchenar,
þar sem ferðalangarnir reyndu
gestrisni Abendrothhjónanna.
Þá kom að píanókonsert Edvards
Griegs, hinum eina frá hans hendi og
margfrægu verki. Við flygilinn sat landi
tónskáldsins, Kjell Bækkelund, sem er
okkur að góðu kunnur eftir nokkrar
reisur til lslands á liðnum árum. Loks
var leikin Sinfónia i d moll eftir César
Franck, hinn belgisk-franska meistara.
Þessu stýrði farsællega Fransmaðurinn
Jean-Pierre Jacquillat, sem nú er aðal-
stjórnandi hljómsveitarinnar um þriggja
ára skeið.
Blaðadómar birtust eftir á í
Wiesbaden. og fréttum við fyrst af þeim
eftir heimkomuna. Þeir voru hinir hall-
kvæmustu hljómsveit og stjórnanda en
síður i garð einleikarans, sem var vist
talinn leika heldur harðneskjulega. En
mikið var þó klappað á eftir leik hans,
svo mjög að hann varð að stilla til friðar
meðaukalagi.
Þarna á tónleikunum í Kurhaus hitti
ég tvo landa, sem dveljast ytra: Sr.
Kristján Val lngólfsson fyrrv. prest á
Raufarhöfn, sem numið hefur helgisiða-
fræði við háskólann í Heidelberg nokkur
undanfarandi ár og mun eiga stutt í
doktorsnafnbót, — og Vilborgu ísleits-
dóttur, sem er búsett I Wiesbaden,
líklega til frambúðar, gift Christian
Bickel lögfræðingi í rikisþjónustu. Hún
er mætur fulltrúi okkar í höfuðborg
Hessen.
Z9. tbl. Vikan 45