Vikan - 16.07.1981, Blaðsíða 51
Draumar
Tveir draumar
Kæri draumráðandi!
Mig langar að biðja þig að
ráða þennan draum fyrir mig,
það er segja mér hvað hann
táknar.
Þennan draum hefur mig
dreymt á hverri nóttu síðan í
september.
Draumurinn er svona:
Mér fannst ég vera á leið í
kirkju að jarðarför. Ég kom
gangandi að kirkjunni og var
hún svo hvít að égfékk ofbirtu
i augun en hélt áfram þó það
væri erfitt út af birtunni. Síðan
gekk ég inn I kirkjuna og hún
var hvít að innan ogfólkið sem
var þar inni var allt hvítklætt
ásamt meðhjálparanum og
meðlimum kórsins.
Presturinn var í svartri
hempu með hettu á og hann
hafði hettuna á höfðinu. Fyrir
framan hann var svört kista og
í henni lá pabbi minn (hann er
eða telst ennþá I tölu lifandi
manna), hann er á lífi.
Ég átti að ganga að kistunni
og gera krossmark yfir hana en
éggat það ekki því það var eins
og eitthvað eða einhver héldi I
mig. Lengri er draumurinn
ekki.
En núna fyrir áramót dó
amma mín (mamma hans
pabba), svo eftir áramót dó afi
minn (pabbi hans pabba). Og
núna ekki alls fyrir löngu dó
amma vinkonu minnar.
En ég held að af, pabbi og
þessi kona séu öll ættuð úr
sama frði og að hún (amma
vinkonu minnar) sé skyld afa
og pabba langt aftur í ættir.
Þess vegna bið ég þig,
draumráðandi góður, að segja
mér hvað þessi draumur
táknar.
Hér kemur annar draumur,
sem tengdamóður mína
dreymdi, og hann er svona:
Þessari konu, Z.,fannst hún
vera I íbúð vinar síns sem er
giftur maður, köllum hann X.
Henni fannst hún vera sof-
andi uppi I rúmi og hafði hún
sæng yfir sér með hvítu veri á.
Sængina hafði hún upp að
höndum en var annars nakin.
Henni fannst hún vakna við
mikinn umgang og mannamál
sem síðan fjaraði út. Þá fannst
henni X. koma I dyrnar (í Ijós-
bláum náttfötum með litlu
rauðu munstri) og halda á
systurdóttur sinn, Y. Y. fór
til Z. og lagðist Y. yfir brjóst
Z. og Z. tók utan um Y. X.
stóð kyrr og horfði á. Við það
vaknaði tengdamóðir mín. Hvað
táknar þessi draumur?
Með fyrirfram þökk.
„Rósin”
Draumráðandi þvertekur ekki
fyrir að þig geti hafa verið að
dreyma fyrir þeim mannslátum
sem þú getur í draumi þeim sem.
á þig hefur sótt. Hins vegar eru
flest draumtáknin á annan veg
en það er svo sem ekki í fyrsta
sinn, ef draumurinn reyndist
hafa tvíþætta merkingu, annars
vegar skýra og ljósa, eins og þín
eigin túlkun á honum er, og
hins vegar táknræna. Þess vegna
ætlar draumráðandi að freista
þess að ráða báða draumana.
Draumur þinn bendir
eindregið til nokkurra sviptinga í
lífi þínu og að þú hafir átt við
nokkurt þunglyndi að stríða.
Þar gæti gripið inn í ósætti þitt
við aðra manneskju en í
draumnum kemur skýrt fram að
það mun jafnast fljótlega. Þú
verður svo gæfusöm að njóta
bættar lífsstöðu og mjög líklegt
er að ný atvinna (þín eða
annarra) sé þáttur í því.
Óvæntar tekjur fylgja því og þú
átt að eiga möguleika á öllu því
besta, löngum lífdögum,
hamingju í hjónabandi og einnig
bata eftir veikindi sem að steðja
(og ef til vill standa í sambandi
við þunglyndi þitt, orsök þess
eða afleiðing). Þú þarft sjálfsagt
eitthvað á þig að leggja til að
falla ekki í þunglyndi á ný og
ættir að reyna að gera þitt til að
svo verði ekki.
Draumur tengdamóður
þinnar er henni einfaldlega fyrir
deilum við þann mann sem
kemur fram í draumnum og
sáttum sem hafa frið og gæfu í
för með sér. Þar eru einnig tákn
sem túlka má sem fyrirboða
brúðkaups en óvarlegt er að spá
um hver fer að gifta sig.
Ekkert hold og
blóð
Kæri draumráðandi
Mig dreymdi einkennilegan
draum fyrir þó nokkru, en
hann var svona: Mér fannsí
eins og ég væri inni í líkama en
þar var ekkert hold og blóð,
einungis bein. Ég byrjaði að
rúlla mér upp beinin (mér
fannst nefnilega I draumnum
að ég væri innan I kökudeigi).
Þegar ég var komin í brjósthæð
hægra megin sé ég unga konu
sitjandi við brúnt skrifborð.
Það sem mér fannst einkenn-
andi fyrir konuna var að hún
hafði ekkert andlit, hún var
gjörsamlega slétt í framan. Ég
leit á konuna og sá að hún var
dökkhærð og í rauðri peysu.
Mér fannst hún vera mjög
falleg í draumnum. Síðan lít ég
á skrifborðið. Þar sé ég rautt
snyrtiveski (eða peningaveski).
Skyndilega rúlla ég mér yfir
skrifborðið, hremmi veskið og
flýti mér svo eins hratt niður
beinin og ég kemst. Þá missi ég
skyndilega jafnvægið og hrapa
niður I hyldýpi, kolsvart. Við
það vakna ég í svitabaði. Ég
tek það fram að mig drevmdi
þennan draum 6 sinnum I röð
fyrir svona 2-3 árum.
Með fyrirfram þökk J'yrir
birtinguna.
Ein dreymin
Þessi draumur lýsir konu sem
hættir til þess að iifa lífinu fyrir
aðra og hræðist í rauninni sjálfa
sig. Undirokunin er henni
ómeðvitað vandamál og brýst
aðeins fram í draumum og ef til
vill einstaka athöfnum. Bæði
líkaminn holdlausi og andlits-
lausa konan eru persónu-
gervingar þessarar sömu konu
og er ýmislegt sem bendir til þess
að núverandi ástandi sé hægt að
breyta með sterkum vilja. Ef
ekkert verður að gert er hætt við
að framtíðin verði lítt ákjósan-
leg. Þjófnaðurinn á veskinu
gefur i skyn að viljinn og
kjarkurinn leynist einhvers
staðar vel falinn. Ef þú þekkir
sjálfa þig í þessari mannlýsingu
skaltu venda þínu kvæði í kross
sem fyrst, því þá er draumurinn
aðeins tilraun undirmeðvitundar
til þess að vekja þig af löngum
dvala.
Hættu þessum hclvítis auminíyaskap,
maður! Rektu henni bara einn á
snúðinn!
Skop
Z9. tbl. Vikan 51