Vikan - 10.12.1981, Side 14
Texti: Þórey
Einu sinni var hún fyrst og fremst
þekkt sem náin vinkona Mick Jagger og
fyrir að hafa verið meira og minna með
öðrum meðlimum Rolling Stones.
Fyrsta lagið sem Marianne söng til
vinsælda var eftir Jagger og Richard, As
Tears Go By, árið 1964, þá 18 ára
gömul. Fleiri lög fylgdu i kjölfarið en
eftir 1966 heyrðist ekki mikið af tónlist
hennar en þieim mun oftar var hún á
forsíðum og í slúðurfréttum blaða. Flún
flæktist til og frá með Rollingunum og
var meðal annars handtekin fyrir eit-
urlyfjaneyslu oftar en einu sinni. Mari-
anne lék í kvikmyndinni Mótorhjóla-
skvísunni með Alan Delon.
Eftir dauða Brian Jones, gítarleikara
Rolling Stones, 1969 slitnaði endanlega
upp úr ótryggu sambandi Marianne og
Mick Jagger. Eftir það var hún djúpt
sokkin í eiturlyfjaneyslu og reyndi oftar
en einu sinni að fremja sjálfsmorð.
En þrátt fyrir allt var Marianne
Faithful ekki búin að vera. Henni tókst
að rifa sig upp úr eymdinni.
Fyrir um það bil tveimur árum
sendi hún frá sér plötuna Broken
English. Með henni öðlaðist hún
virðingarsess í tónlistarheiminum fyrir
eigin verðleika. Rödd hennar er eilítið
hás en blæbrigðamikil og tilfinningarík.
Platan ber sársaukafullri og storma-
samri fortíð Marianne glögg vitni en
henni var vel tekið og allt i einu virðist
það engu máli skipta að Marianne
Faithful er fyrrverandi lagskona Rolling
Stones.
1 haust kom svo á markaðinn ný plata
frá henni, Dangerous Aquaintances
nefnist hún. Það er léttara yfir þessari
plötu en þeirri fyrri og með henni tryggir
Marianne sig í sessi sem nútíma söng-
kona og sýnir og sannar að hún hefur
margt fram að færa.
BAD MANIMERS
Fyrir eigi alllöngu kom út ný plata frá
fjörkálfunum og „ska” hljómsveitinni
Bad Manners, Platan nefnist „Gosh it's.
. ." og er þriðja stóra platan þeirra. Auk
þess hafa þeir sent frá sér sjö litlar
plötur. Af „Gosh it’s . ." hefur lagið
Walking in the Sunshine komist ofarlega
á vinsældalista og sömuleiðis hefur hin
stórskemmtilega útgáfa þeirra af Can
Can eftir Offenbach notið feikivinsælda.
Níu Bretar skipa Bad Manners. Fyrir-
ferðarmestur er söngvarinn Buster
Bloodvessel, 21 árs, heljarmenni að
burðum og nauðasköllóttur. Aðrir eru
Winston Bazoomies sem leikur á munn-
hörpu, Louis A1 á gítar, Andrew Marson
á altó-saxófón, Gus Herman á trompet,
Chris Kane á tenórsaxófón og flautu.
David Farren á bassa, Brian Chew-it á
trommur og Martin Stewart á hljóm-
borð.
Sagan segir að þegar Bad Manners
komu í fyrsta sinn fram á tónleikum hafi
þeir ekkert kunnað að spila en það hafi
hins vegar ekki skipt neinu máli og
vegurinn til frægðarinnar lá fyrir fótum
þeim beinn og breiður. Það var hljóm-
sveit sem kallaði sig Back Stage Boogies
sem bauð þeim að koma fram með sér á
tónleikum eftir að hafa heyrt fögur hljóð
úr sendiferðabíl núverandi Bad
Manners.
Nokkrir meðlimir Bad Manners höfðu
verið saman í skóla og höfðu að vísu
stundum tekið saman nokkur lög öllum
sem á hlýddu til mikillar armæðu. En
eftir þetta leigðu þeir sér æfingapláss í
kjallara og tóku að klífa upp á við.
14 Vikan 50. tbl.