Vikan


Vikan - 10.12.1981, Qupperneq 21

Vikan - 10.12.1981, Qupperneq 21
Framhaldssaga 1 j-___________________________________________ að Hótel Loftleiðum. Þegar bíllinn var tekinn að hægja á sér, ákvað Gaunt að reyna aftur. — Má ég bjóða þér upp á drykk? spurði hann. — Ég vildi gjarna heyra meira um þetta. Hún hristi höfuðið. — Það er ekkert meira að segja. Og því miður, ég er að fara á stefnumót. Hún stöðvaði bílinn við hóteldyrnar og sneri sér brosandi að honum. — Anna sagði, að þú værir frá Edinborg. Ég kom þangað einu sinni, þegar ég var lítil. Ég varð fyrir vonbrigðum, ég hélt, að allir Skotar gengju í pilsum. — Ég skildi mitt eftir heima, svaraði Gauiit þurrlega. — En það var þetta með drykkinn. Getum við átt hann til góða? Hún horfði á hann íhugandi stundar- korn, svo kinkaði hún kolli. Hann brosti, steig út úr bílnum, lokaði dyrunum, horfði síðan á hana , .aka burtu, áður en hann gekk inn í hlýjuna. Gaunt fór til herbergis síns og eyddi næstu klukkustund í það að fara í gegnum skjölin, sem Leifur Ragnarsson hafði fengið honum. Að svo búnu gerði hann sína eigin útreikninga, og þá var myndin orðin allmiklu skýrari. Arkival Air skilaði nægum hagnaði til að standa traustum fótum, en allmikið bankalán hvíldi á því, og nokkrar afborganir voru enn ógreiddar af Cessna vélunum tveimur, sem keyptar höfðu verið notaðar í stað eldri véla. Og Leifur hafði haft rétt fyrir sér í einu — samningurinn við Álfaborg var einn hinna bestu í bókum fyrirtækisins. Hann ýtti blöðunum til hliðar, kveikti sér í sígarettu og var hugsandi. Niður- stöður athugana hans voru þær, að Arkival fyrirtækið hefði alla möguleika til vaxtar og viðgangs, en ekkert benti til, að það hygðist færa út kviarnar, rétt eins og eigendurnir kærðu sig ekkert um það. Hann glotti með sjálfum sér, þegar hann minntist getsakanna um smyglið og hvernig Leifur hafði brugðist við, þegar hann gaf i skyn, að hann hefði heyrt um hann sögur. Svo hvarflaði hugur hans að því, sem Kristín Bennett hafði sagt um áhyggjur Jamies Douglas, áður en hann lést. En hann vildi heldur hugsa um Kristínu ^álfa, hvernig hún hafði litið út, þegar hún brosti. Skilnaður var þungbær reynsla — það vissi hann sjálfur. Hann fann enn til sársauka, þegar hann hugsaði um Patty. Þau höfðu reynt, en hún hafði gifst fallhlífarmerk- inu hans fremur en venjulegum manni. Hún hafði þó ekki gefið í skyn, að neitt væri að, fyrr en eftir að hann kom heim af herspítalanum. Og þau höfðu ekki átt nein börn. Svo að þau skildu og voru áfram vinir. Og hún giftist aftur, geðugum manni, sem reyndi eftir mætti að bera sig mannalega, þegar þeir hittust. Og Gaunt var skilinn eftir einn með martraðardrauma sína, eftirlaunin frá hernum, verkjatöflurnar og algjöran, niðurdrepandi skort á tilgangi. Nokkrar annir i háskóla, þar sem hann hafði lagt stund á lögfræði og bókhald, áður en hann gekk í herinn, virtust ekki haldgott veganesti, þegar hér var komið sögu, þangað til einhverjum — hann vissi ekki ennþá hverjum — hafði dottið í hug, að Remembrancers gætu notað hann, og sá hinn sami hafði haft rétt fyrir sér. Allir urðu að byrja nýtt líf, fyrr eða síðar, enda þó þeir gleymdu aldrei full- komlega. Vonandi kæmist Kristín Bennett að raun um það líka. Skömmu síðar fór hann niður í veitingasalinn og stautaði sig í gegnum matseðilinn, meðan hann dreypti á bjór heimamanna, veikum og bragðlitlum. Þetta voru fyrstu kynni hans af íslensk- um mat — í amerísku herstöðinni hafði ekki verið boðið upp á annað en steikur — og hann réðst fullur áhuga á blóð- TRÉ- STIGAR • Við sérsmtðum stigana eftir yðar óskum og ráðleggjum yður við val á hagkvæmari og jafn- framt ódýrari lausn. • Allic okkar stigar eru smíðaðir úr efni sem SÖGIN hf. þurrkar í samræmi við íslenskar aðstssður. • Viðskiptavinir okkar geta valið um mismunandi efnistegundir og hvort stiginn skuli vera lakkaður eða ólakkaður, samsettur eða óupp- settur. Og stiginn passar þegar við tökum málin. • Okkar slagorð er: Islenskir stigar inn á íslensk heimili. Getum enn afgreitt nokkrar pantanir fyrir jól. HÖFÐATÚNI 2 — REYKJAVÍK Sími: 22184 (3 línur) Pósthólf 5096 40 ára reynsla tryggir gæðin 50. tbl. Vikan 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.