Vikan


Vikan - 10.12.1981, Side 25

Vikan - 10.12.1981, Side 25
 Svipmynd áhrif á mig. Það var ekki síst í enda þáttar- ins, þegar Einstein segir: „Mér er mest í mun að vita hvort guð hafi átt annarra kosta völ þegar hann skapaði veröldina.” Hann efast ekki um að guð hafi skapað heiminn heldur veltir því fyrir sér hvort hann hafi átt annarra kosta völ. Óbeint finnst mér koma þarna fram sterkari trú en í flestu öðru sem ég hef heyrt og það er gaman að það skuli vera hjá þess- um manni.” 8. Hvaða útvarpsefni finnst þér best? „Ég hlusta á fréttirnar, en það efni sem mér finnst best eru messurnar eins og reyndar svo mörgum finnst.” 9. Hvaða þekkt persóna er í mestum metum hjá þér? „Móðir Theresa. Mér er sérstaklega minnisstæð ein setning sem hún sagði, og það einmitt á írlandi: Allar aðgerðir sem eyða lífi eru rangar. ” 10. Hvaða stjórnmálamaður er þér mest að skapi? „Ef ég ætti að nefna stjórnmálamann þá held ég að það sé Anwar Sadat vegna tilrauna hans til að koma á friði við botn Miðjarðarhafs. Hann hefur sýnt fádæma dirfsku i þessu og einhvern tíma sagði hann að hann vildi láta letra á leiði sitt: Hann lifði fyrir friðinn og dó fyrir sannfæringu sína. Þó hann væri annarrar trúar en ég kemur það ekki í veg fyrir að ég telji hann merkastan.” 11. Ef þú ættir að velja þér nýtt starf núna, hvað yrði þá fyrir valinu? „Ég held ég myndi hverfa að því sama og ég hvarf frá, þó ég sé ekki með því að segja að ég sé ekki ánægður með starf mitt um þessar mundir. Mér finnst gott að starfa hér en spurningin er þannig orðuð að ég held ég verði að svara þessu.” 12. Hvað myndir þú gera við milljón ef þú eignaðist hana? „Þá er það óskadraumurinn um milljón- 50. tbl. Vikan 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.