Vikan


Vikan - 10.12.1981, Side 29

Vikan - 10.12.1981, Side 29
Sögnin um Lúcíu Dómkirkjan í Syracusu. Ekki getum wið bent á bókstaf því til staðfestingar en þykir næsta einsýnt að hún hljóti að vera helguð Lúcíu. hennar hafði þar á ofan sagt að hún hefði sparað saman í dálítinn heiman- mund sem Lúcía fengi er hún gifti sig. Hans yrði áreiðanlega þörf og Lúcía var þakklát, en hún vissi vel að móðir hennar hafði orðið að leggja hart að sér til að geta gefið henni svo stóra gjöf. En nú veiktist móðir hennar alvarlega og var naumast hugað líf. Sú hugsun var Lúciu ofraun. Þar sem hún sá að menn gátu ekki komið henni til hjálpar sneri hún sér nú til Guðs og bað hann heitt og innilega að gefa móður hennar heilsuna á nýjan leik. Guð heyrði bænir hennar og Lúcía heimti móður sína úr helju. Full þakklætis og gleði tók Lúcía heimanmund sinn og gaf hann fátækum nágrönnum sínum. Þegar fólk sá hvað Guð hafði gert fyrir Lúcíu og hún fyrir það fór það að óska sér þess að það mætti eignast siíka trú og gleði. Ekki leið á löngu þar til flestir bæjar- búar höfðu trúna tekið. Sönn ánægja ríkti í Syracusu. Einum manni féll þó illa allt umstangið og hverfulleiki fólksins, landsstjóranum Paschasiusi. Hin kristna trú var ekki mjög æskileg ef halda átti tilskildum aga og skattpíningu. Lúcía þessi var þá að sjálfsögðu hættulegust yfirstjórn bæjarins og eyjarinnar. Hún skyldi því færð i fangelsi. Sumir segja raunar að unnusti hennar hafi kært hana fyrir landsstjóranum sökum þess að honum hafi verið sárt um heiman- mundinn. Er jafnvel talið að gerðar hafi verið tilraunir til að koma Lúcíu i skækjuhús, en þær mistekist. (Segir sögnin að hvorki 1000 mönnum né 4 uxum hafi tekist það.) En í fangelsi var hún sett. Fangaverðirnir settu þó óvænt strik í reikninginn. Þeir höfðu allir orðið snortnir af einlægri og heitri trú Lúciu og vildu henni ekkert mein gera. Að launum hlutu þeir sjálfir fangelsisdvöl. Paschasius var viti sínu fjær og greip til þess óyndisúrræðis að færa Lúcíu á bál. Var gerður köstur mikill á bæjar- torginu og Lúcía bundin í miðju hans. Skelfingu lostnir horfðu bæjarbúar á aðfarirnar. En þarna var Lúcía klædd hvítum kufli með slegið hárið og virtist hvergi hrædd. Það var stórfengleg sjón. Trú hennar og traust til Guðs var afdráttarlaust. Hann myndi bjarga henni úr brennheitum haturslogunum. Þegar eldtungurnar læstu sig um bálköstinn snertu þær Lúcíu hvergi og hún stóð ósködduð á útbrunnum rústum hans. Kraftaverkið hafði skeð. En hér fór sem forðum um Baldur hinn góða. lllska heimsins virðist stundum takmarkalaus og ekki skorta liðsafla. Þegar fólkið hrópaði í undrun sinni og gleði og lofaði Guð hástöfum hljóp Paschasius til og lagði Lúcíu sverði og varð það bani hennar. En hér rættust orð Jesú: „. . . allir þeir, sem grípa til sverðs, munu falla fyrir sverði.” (Mt. 26:52. Um leið og Lúcía gaf upp öndina féll Paschasius á eigið sverð og lét lífið. Ibúar Syracusu tóku lík Lúcíu og grófu. En nú var síðustu hindrun rutt úr vegi. Allir eyjarskeggjar tóku kristni. Sögnin um Lúcíu barst innan tíðar til Ítalíu. Hún var að vísu ekki hin eina kristna sál sem lét lífið fyrir hendi ofsóknarmanna en píslarvættisdauði hennar var einstakur. Um 500 var nafn hennar tekið upp í hinn rómversk- kaþólska messukanon, eða í heilagra manna tölu. Menn minntust hennar og gera reyndar enn sem konunnar er lét lítið fyrir trúna á Jesúm Krist og fyrir það að hún gaf löndum sínum trúna á himneskan kraft ljóss, kærleika og sann- leika. Kirkjur voru henni vígðar eða helg- aðar og frá og með kirkjualmanaki Karls mikla hefur 13. desember verið tileink- aður Lúcíu. Þar er hún nefnd „Virgo Martyr”, píslarvættismær. Til Norðurlanda barst arfsögnin um Lúciu sennilega frá Vestur-Þýskalandi Eins og fram kemur í greininni voru tvær íslenskar kirkjur helgaöar Lúsíu — Melakirkja í Melasveit og Reykjadalskirkja íHRUNAMANNA- HREPPI. Raunar voru þœr helgaðar fleiri dýrlingum hvor um sig. Þannig var Melakirkja Máríukirkja, en Reykjadalskirkja Andrésarkirkja. En Lúsíuheitið kom víðar fram en í helguninni. Þannig átti til dæmis Reykjadalskirkja skógarítök í Tungufellsskógi og heitir þar Lúsíuhöfði. Þegar Reykjadalskirkja var lögð niður með konungsbréfi og undir Hrunakirkju árið 1819 eignaðist Hrunakirkja þessi skógarítök og á líklega enn! — Melakirkja var lögð niður með landshöfðingja- bréfi 1885. eða Flandern. Einhverjar minjar frá miðöldum eru til um Lúcíu í Kaupmannahöfn og Lundi. Eftir þeim heimildum, sem ég hef handbærar, virð- ast engar kirkjur á Norðurlöndum henni helgaðar, en þó með undantekningu. Á íslandi er minnst tveggja kirkna, Mela- kirkju í Melasveit og Reykjadalskirkju í Hrunamannahreppi, sem á síðari hluta 13. aldar hafa verið tileinkaðar Lúcíu. Þó ekki henni einni heldur ásamt öðrum. Má það ef til vill merkilegt heita að Lúcía skuli svo mjög kunnari, til dæmis í Noregi og Svíþjóð, sem raun ber vitni. Ugglaust má rekja Jrað til hinna rót- tæku siðaskipta hérlendis að Lúcía er svo lítt þekkt hérlendis. Þó lifir nafn hennar en i almanaki Hins íslenska þjóðvinafélags. Að visu á hún þar keppi- naut, Magnús helga lénsherra i Orkneyjum, en hann var tekinn í helgra manna tölu árið 1135 og er hans einnig getið 13. desember í almanakinu. Satt að segja verður seint metið hve almanakið' hefur átt drjúgan þátt I þvi að varðveita sögu kirkjunnar með því einu að geta minningardaga helgra manna, þrátt fyrir evangelísk lúterska játningu íslensku kirkjunnar. Vér hljótum ávallt að bera virðingu fyrir minningu and- legra mikilmenna, án þess þó að gera þá aðsérstökum átrúnaðargoðum. Hátíðir tengdar Lúcíudegi hafa þróast með tvennum hætti: Á einstaka stað hefur þróunin orðið sú að minningardagur hennar er tengdur myrkrinu og þeim öflum sem þar ráða, en 13. desember er í svartasta skamm- deginu. Sú þróun er þekkt i Noregi og tengist orðunum Lussereien og Lussefárd, en í þeim orðum má finna mikinn skyldleika við orðið Lúsífer, sem er hið íslenska orð yfir myrkrahöfðingj- Hitt er langalgengast, að minning Lúcíu sé tengd sólhvörfum og sé þá tákn ljóssins í myrkrinu eða boðbera ljóssins, sem snertir þá komu jólanna á skemmti- legan hátt. Þannig minnumst vér hennar nú. Á Lúcíuhátíðum kemur hún klædd hvítum kyrtli, merki friðar og sigurs og sakleysis. Ljósin á höfði hennar minna á eldslogana og kraftaverkið í Syracusu. Þá ber hún rauðan mittislinda er táknar blóðið er draup úr banasári hennar. Þrátt fyrir sorglegan dauða hennar sneri Guð því til góðs. Það gerir hann ævinlega. Með Lúcíu fara jafnan 6 þernur. Þær eru kenndar við þá eiginleika sem ein- kenndu Lúciu sjálfa. Ein táknar einmanaleika, önnur gleði, þriðja hrein- leika, fjórða miskunnsemi, fimmta trú og sjötta frið. Lúcía er sannarlega góður Ijósberi i svartnættinu og hún bendir á jólabamið sem er hið eilífa ljós og sanni friður. ^ ^ SO. tbl. Vikan 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.