Vikan


Vikan - 10.12.1981, Side 31

Vikan - 10.12.1981, Side 31
Stjörnuspá L0Í \Vj Þýð.: Anna nákvæmlega tuttugu mínútur yfir átta með möppuna mína og allt dótið, svo flýti ég mér í strætó fer með honum þrjár stoppistöðvar, hoppa af og geng aftur heim, en þangað er ég kominn á mínútunni fimm mínútur fyrir níu. Þá fer ég í gamla skrifstofujakkann minn og endurrita Lögbirtingablaðið, Fjármálatíðindi og Tímarit dönsku ölupptakaraverk- smiðjanna, frá orði til orðs, mjög nákvæmlega. Ég færi allar tölur, sem fram koma í þessum þrem tímaritum vandlega í færslubók, fer nákvæmlega yfir þær og færi i dálk á næstu síðu. Klukkan tólf stend ég upp, fer í borðstofuna og fæ mér bitann minn, borða og les dagblöðin dálitla stund. Á mínútunni eitt fer ég aftur til vinnu minnar. Síðdegið fer í að sinna bréfa- skriftum og ég endurrita öll lesendabréfin í síðdegis- blöðunum og Póstinn í Vikunni á sérstakt bréfsefni fyrirtækisins, sem ég hef látið prenta sér- staklega í þessu augnamiði, síðan dagset ég bréfin og skrái og merki með tölublaði og árgangi blaðsins. Stundum hef ég tíma til að taka mér smákaffi- hlé seinni partinn, en ef ég kemst ekki til þess, þá gerir það svo sem ekkert til. Ég hef áhuga á vinnu minni, og það kemur oft fyrir að ég vinn frameftir, svona hálftima, klukkutíma, áður en ég sest niður og geng þrjár stoppistöðvar aftur i strætisvagninn. Síðan fer ég í fyrsta vagn sem kemur áleiðis heim og fer heim til konunnar minnar. Ágætur vinnudagur á enda og þreyttur og glaður sekk ég niður í eftirlætisstólinn minn og fæ mér blund áður en kvöld- maturinn kemur á borðið og... Svendslev forstjóri tók fram i fyrir gömlu skrifstofublókinni sinni, sýnilega spenntur. - Þetta er einstakt! Fjums- holm, algerlega einstætt! - Ja, síðan ég endurréð mig hefur mér ekki leiðst eitt andar- tak. Hver dagurinn líður öðrum hraðar, ég hef í nógu að snúast, herra forstjóri. En ég vona að ég haldi starfsþreki nokkur ár í viðbót. Það er að minnsta kosti ánægjulegt að vita að maður er ekki alveg koðnaður niður. Fjumsholm gamli skrifstofu- blók rýndi glaður með djúp- settu, kringlóttu augunum sín- um á fyrrum yfirboðara sinn. - Heyrðu annars, Svendslev forstjóri greip undir handlegginn á honum, eins og hann hefði skyndilega fengið hugmynd. Hvað gerir þú við öll þessi bréf, þegar þú ert búinn að skrifa þau? - Ég set þau í umslög og loka þeim og set allan staflann í bakka, sem á stendur ÚT, og þegar ég fer að sofa flyt ég þau í annan bakka sem á stendur INNKOMIÐ, og morguninn eftir opna ég öll umslögin og les þau . . . ríf þau síðan og set í pappírskörfuna. Svendslev forstjóri tölti þolin- móður með gömlu blókinni sinni. Þeir voru að koma á strætisvagnastöðina. -Veistu hvað, Fjumsholm. Ég er að hugsa um að fara að dæmi þínu! Láta sem ég sé enn forstjóri í gömlu verksmiðjunni minni. Endurráða mig! Rödd hans varð skyndilega mjög valdsmannsleg: - Áður en þú rífur bréfin, Fjumsholm, sagði hann stuttur í spuna, þá skaltu muna hér eftir að koma alltaf með þau inn til mín og þá get ég skrifað undir þau öll í einu! llruiurinn 2l.mars 20.afiril Nýtt áhugamál á hug þinn allan þessa dagana. Það er gaman að hafa eitthvað nýtt og spennandi fyrir stafni en þú mátt samt sem áður ekki láta það koma niður á skyldu- störfunum. ki.'iihinn 22. juni 2.V júli Hver mínúta er þræl- skipulögð fram að jólum og þú nýtur þess að hafa nóg að starfa. Gættu þess bara að ofreyna þig ekki svo þú farir ekki á mis við jólin sjálf þegar að þeim kemur. \oi»in 24.\cp(. 2.Vokl. Gerðu sem mest þú getur í vikunni til þess að létta undir með öðrum. Gerðu sömuleið- is út um gamalt deilumál þannig að þú getir einbeitt þér að jóla- undirbúningnum og haldið jólin með góðri samvisku. Undarlegt eirðarleysi og doði einkennir lífið þessa dagana. Hristu af þér slenið. 1 hönd fer skemmtilegur árstimi og þú skalt njóta hans i stað þess að vera með fýlu. Viuliá 21. ipril 2l.niai Þú ert í einhverri klemmu og veist ekki þitt rjúkandi ráð. Þú verður að sætta þig við að ef til vill finnst engin endanleg lausn á málinu og einhvers konar mála- miðlun verður að duga. I.jóni<4 24.júli 24. .ii*ú«l Næstu dagar verða hagstæðir til framkvæmda, sér- staklega á einhverju sem þú hefur lengi frestað og jafnvel kviðið fyrir. Jólin verða skemmtilegri þegar illu er af lokiö. Tiíburarnir 22.mai 2l.júni Að vandlega íhuguðu máli tekur þú afdrifa- ríka ákvörðun og málin taka nú nýja stefnu. Ef rétt er aö staðið á allt eftir að ganga þér í haginn og þér óhætt að taka nokkra áhættu. Með því að taka lífinu með meiri ró kemur þú miklu meiru i verk en ef þú ert að stressa þig á öllu og flana úr einu í annað án þess að ljúka nokkru. Vertu reglulega góð(ur) við sjálfa(n) þig næstu daga og reyndu að hvílast. Sporúdrckinn 24.okl. *Í.T.no\. Hoijmiiáurinn 24.nói. 2l.úcs Þú hefur óskaplegar fjárhagsáhyggjur og ekki alveg að ástæðu- lausu. Haltu jólaút- gjöldunum í skefjum, jólin geta veriö alveg jafnánægjuleg þótt eitthvað veröi til sparað í umgjörðinni. \alnshcrinn 2l.jan. l'Áfchr. Þér gengur vel að koma skoðunum þínum á framfæri og tillögur þínar fá góðan hljóm- grunn meðal áhrifa- manna. Notfærðu þér meðbyrinn og komdu nokkru í framkvæmd sem þig hefur lengi langað til að gera. Kiskarnir 20. fchr. 20.mars Hugsanir þínar eru ákaflega óraunsæjar og draumkenndar. Þér er auðvitað frjálst að eiga þína dagdrauma en reyndu ekki að yfirfæra t>á á raunveruleikann eða aðlaga hversdags- leikann að draumum þínum. Tilbreyting og nýjungar er það sem þú þarft helst með. Leggðu allt kapp á að gera mánuðinn skemmtilegan og eftirminnilegan fyrir þig og þina nánustu og mundu að það þarf alls ekki að kosta nein ósköp. 50. tbl. Vikan 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.