Vikan


Vikan - 10.12.1981, Side 36

Vikan - 10.12.1981, Side 36
Jóna systir hefur áhyggjur af því að ég verð ekki heima á aðfangadagskvöld að taka á móti gjöfunum. „Hvenær færðu þá eiginlega jólapakkana?” Ég hugsa með mér þvilíkur léttir það verði að þurfa ekki að þykjast vera ofboðslega glöð og þakklát fyrir alls konar dót sem mig langar ekkert í. Mamma og pabbi voru þó búin að samþykkja að gefa mér hraðsuðuketil og brauðrist. Tommi bróðir hefur meiri áhyggjur af því hvenær hann fái gjöfina frá mér. Mér dettur í hug að þegar kemur að Tomma að vilja stinga af með einhverri stelpu eða Jónu þá verður það miklu auðveldara fyrir þau. Elsta barnið i fjöl- skyldunni verður að ryðja brautina og það er ekki tekið út með sældinni. En ég er svo spennt út af Parísarferð- inni að allt annað fer inn um annað eyrað og út um hitt. Ég hef aldrei komið til Parísar. Það verður gaman að sjá hvort hún er eins og ég hef ímyndað mér. Ég trúi varla því sem í vændum er fyrr en að allt í einu er kominn aðfanga- dagur. Ég hitti Palla og hina á stöðinni þar sem ódýrasta lestar-ferjuferðin hefst. Við erum öll úteyg af spenningi. Við eigum ekki mikla peninga þannig að við ákveðum að gefa hvert öðru ekki jólagjafir, enda jólagjafir eitt af fyrir- bærum velferðarþjóðfélagsins sem engu máli skipta. Það er sólskin en kalt, sjórinn er úfinn og vindurinn feykir hárinu á mér út í loftið. Þegar ég stend úti á dekki við hliðina á Palla og ferjan líður út úr höfninni verður mér litið á hvítu klettana (sem eru ekkert sérlega hvítir) við Dover — og fyllist dásamlegri frelsistilfinningu. Mér finnst eins og ég hafi sloppið út og að heimurinn Iiggi flatur fyrir fótum mér. Ég er yndislega, brjálæðislega sæl með tilveruna. Þetta er lífið, ég og Palli saman á leið langt i burtu. En hvað lifið getur verið dásamlegt. Ég veit alveg hvað ég er að gera. Ég skemmti mér ofsavel. Palli virðist vera alsæll líka og hann brosir til mín. „Okkur tókst það,” segir hann hressilega, „að sleppa frá jólunum.” Hann útskýrir fyrir mér hve mikil- vægt það sé að komast burt frá venju- bundna lífinu annað slagið og virða það fyrir sér úr fjarlægð og hve mikilvægt það sé að festast ekki í ákveðnum skorðum. Ég er sammála öllu sem hann segir. Við höldum okkur uppi á dekki alla leiðina yfir Ermarsundið. Steini og Helga eru niðri á barnum. Hjá þeim er þetta orðið ósköp „alvar- legt” eins og mamma meinti. Þau standa og horfast í augu timum saman og þau keyptu sér saman mokkajakka því þau nota sömu stærð en það þýðir að öðru þeirra er alltaf kalt. Þvílík della. strákur i skólanum — einn úr hópnum. Hann er iþróttatýpa, sætur og sexí með Ijóst liðað hár. Hann er eins og yfirfullur af orku og mjög klár. Hann virðist ekki þurfa að hafa neitt fyrir neinu og er fullur af sniðugum hugmyndum. Og hann var alveg þrumugóður í revi- unni. Allir voru að tala um hvað hann hefði verið fyndinn og skemmtilegur. Mamma hlustar áhyggjufull á mig opinbera þessi ósköp. Hún setur sultuna i vaskinn og tekur hana upp aftur og setur inn i ísskáp. Hún segir ekki orð. Síðan byrjar hún að rövla um hvernig allt hafi breyst og hvernig ungt fólk í dag láti sig ekki muna um að gera hluti sem hefðu aldrei hvarflað að fólki þegar hún var ung og þó væru ekki nema tuttugu ár síðan. En verði þeim að góðu, hún hafi fullkomna trú á minni eigin skyn- semi og skilji hvernig mér líði og ef við elskum hvort annað þá skipti það meira máli en allt annað. Ég stend alveg eins og þvara. Þetta er alls ekki málið. Engin svaka ást. Hreint ekkert alvarlegt eða stærsta ást lifsins eða neitt i þá áttina. Það er einmitt það dýrðlega við þetta. Þetta er ósköp frjáls- legt og opið allt saman, bara mig-langar- að-kynnast-þér-og-vera-með-þér-smá-stund samband — skemmtilegt. Það skemmtilegasta við að vera ungur og að vera í háskólanum er að allt er í deiglunni. Ég kann vel við Palla, mjög vel, og ég er ofsalega ánatgð með að hann skuli kunna vel við mig. . . En ég þekki hann ekki neitt. Það er ómögulegt að koma pabba og mömmu í skilning um það. Ég gefst upp. En ég er alveg ákveðin í að fara til Parísar. Næstu daga er nóg aðgera. Ég þarf að versla fyrir jólin og mamma er sí og æ að segja mér að fara nú að heimsækja þessa frænku eða þennan frænda og báðar ömmurnar því það verði allir svo sárir ef ég fari án þess að lita inn. Það mætti halda að ég væri að flytja til Ástralíu og kæmi aldrei heim aftur. Litrík V Perlumatt Jökul lakk Alhliða innilakk áveggi, loff, huröir, glugga- og ahúsgögn. Lakkið er auðvelt í notkun og þornar á fáeinum klukku- stundum. Látið Hörpu gefa tóninn.; Vlkan f •. tkl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.