Vikan - 10.12.1981, Page 42
Þórey og Hrafnhildur tóku saman, hönnuðu og útfærðu Ljósmyndir tók Ragnar Th.
JÓLAHUG-
MYNDIR
Það hefur margoft sýnt sig að ekkert jafnast á
við þá stund er fjölskyldan safnast saman við
borð og útbýr jólaskraut og jólagjafir í samein-
ingu. VIKAN hefur nú útbúið glæsilegan 16 síðna
þátt um allt sem viðkemur jólahaldi: jólaskraut,
jólagjafir, jóladagatöl, jólakonfekt, jólakerta-
skreytingar, jólaleiki, jólahandavinnu og margt
fleira. Allt er þetta heimaunnið svo það ætti ekki
að veitast lesendum erfitt að útfæra þær hug-
myndir sem hér koma fram. Og þó þið eigið ekki
einmitt þá hluti sem hér hafa verið notaðir þá er
um að gera að beita hugmyndafluginu, notast við
það sem til er og vera ánægður með útkomuna.
Sérkennileg jólakort
Það er fastur siður hjá mörgum að senda jólakort til vina og ættingja. Því
ekki að senda nú heimatilbúin jólakort? Hér að neðan sjáum við tvö jóla-
kort sem gerð eru úr þurrkuðum jurtum: rósablöðum, lárviðarlaufum og
stráum.
Jólakortið lengst til hægri er klippimynd. Hægt er að klippa mynstur úr
marglitum pappír og líma á hvit pappaspjöld. Hér hefur pappírinn verið
brotinn saman þannig að myndirnar eru spegilmynd hvor af annarri.
41 Vlkan so. tbl.